Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 129 fór þetta fram með mikilli alvöru- gefni, en ekki get ég dáðst að söng íslendinga. Við komum í landsyfirréttinn, þar sem dómar voru kveðnir upp. Þar var Magnús Stephensen á rauðum og gullfjölluðum einkenn- isbúningi. Samkoma dómsins var tilkynnt með trumbuslætti. í saln- um var borð með grænum dúki, og nokkrir stólar. Stephensen tók upp bók, las upp úr henni eins hratt og hann gat, skrifaði undir, og svo var þeirri athöfn lokið. Við héldum dansleik fyrir kven- fólkið í Reykjavík og nágrenni. Menn fóru að safnast saman um kl. 9. Okkur var vísað inn í lágt og lítið herbergi, og voru þar margir karlmenn fyrir og furðaði okkur á að þar skyldi engin kona vera. En það upplýstist brátt, að konurnar voru í öðru herbergi, Það er venja að þær bíði þar þang- að til þær eru sóttar. Leiðinlegt þótti okkur, að þar var engin kona í íslenzkum þjóðbúningi. Allt þyk- ir nú ónýtt nema enska tízkan. Öldruð kona var þar klædd eins og hún væri í fötum langömmu sinnar. Það var kona veitinga- mannsins (Madd. Scheel). En er dansinn hófst komu þrjár konur í íslenzkum búningi, biskupsfrúin og tvær aðrar. Við voru’'-' einnig við kirkju- brúðkaup. Brúðurin sat í fullu skarti öörum megin í kirkjunni, ásamt aldraðri konu, sennilega móður sinni. Hinum megin í kirkj- unni sat brúðguminn. Hann var á selskinnssóm, sem voru bundnir með hvítum böndum, krossvöfðum upp um leggina. Með honum voru margir kunningjar hans og tóku í nefið meðan á athöfninni stóð. Prestur var fyrir altarinu og hóf athöfnina, en allir sungu. Svo kom bæn og langt ávarp til brúðhjón- anna og síðan voru þau leidd fram. Svo voru hinar þrjár spurningar lagðar fyrir þau, fyrst fyrir brúð- gumann. Nú lagði prestur hendur þeirra saman, studdi síðan hönd- um á axlir þeirra og gaf þeim bless- un sína. Þá voru þau leidd til sæta sinna og svo var sungið. Þegar frá kirkju var gengið fór brúðurin á undan með vinkonum sínum, en síðan kom brúðgumi og vinir hans. 11. júní vorum við viðstaddir fermingu í dómkirkjunni. Athöfnin hófst með bæn og söng. Kaflar voru lesnir úr ritningunni og síðan kom hálftíma ræða. Sönginn, eða beljandann, önnuðust 10 eða 12 menn sem röðuðu sér hjá grátun- um. Prestur kom nú aftur fyrir altarið og las langan kafla úr sið- bókinni yfir fermingarbörnunum, sem raðað var umhverfis hann. stúlkunum öðrum megin og pilt- unum hinum megin; öll voru þau í sparifötum. Eftir að hafa hlýtt þeim yfir, lagði hann hendur yfir þau og síðan kraup hann mitt á meðal þeirra og gerði bæn sína. Á tímabilinu 25. júní til júlíloka, er kauptíðin og meðan á henni stendur koma þúsundir klyfjaðra hesta til borgarinnar. Sveitamenn hafa tjöld með sér og dveljast í þeim meðan þeir standa við. Mikið var um drykkjuskap þennan tíma. Kaupmenn ýta þar mjög undir, bæði til þess að selja sem mest af áfengi, og til þess að geta féflett viðskiptamenn sína. Einn dagur var ákveðinn til þess að taka lax í Elliðaánum. Þetta er hátíðisdagur, eigi aðeins fyrir þá, sem eiga að taka laxinn úr kistun- um, heldur streyma þangað allar stúlkur og heldrafólk. Veiðina leigir nú Mr. Scheel, veitingamað- urinn og greiðir 60 dali fyrir. En stundum veiðast þar 2000—3000 laxar. Þegar við vorum þar, veidd- ust 900. Hjá ánni, skammt frá laxa- kistunni, eru rústir af gamalli þóf- aramylnu. EBENEZER HENDERSON ensk- ur prestur kom hingaS 1814 og ferðaðist víða um land og út- býtti biblíum og nýatestament- um. Honum líkar ekki bæar- bragurinn í Reykjavík og þau áhrif, sem Danir hafa hér. Þegar við vörpuðum akkerum á Reykjavíkurhöfn, voru danskir fánar dregnir að hún á kaup- mannabúðum í heiðursskyni við okkur. Fyrsta greiðviknin, sem landsmenn sýndu okkur var sú, að bera okkur á bakinu úr bátnum upp í fjöru. Þar var stór hópur karlmanna, kvenna og barna, sem fögnuðu okkur með háværum hrópum: „Komið í friði, guð blessi ykkur“, og var það til þess fallið að ókunnugur maður mætti ætla að allt væri í lagi með kristindóm- inn á íslandi. Uppi á kambinum tóku helztu menn bæarins á móti okkur og fögnuðu okkur vel. Síðan heldum við heim til Knudsens, verslunarfélaga Petræusar, og þar var okkur borin ágæt máltíð, nýr lax. Fyrir fimmtíu árum var Reykja- vík ekki nema fáein lítil hús, en nú hefir vegur hennar aukizt, þar sem hún er orðin aðsetursstaður stiftamtmanns, yfirréttarins og biskups, og er orðin einn af helztu verslunarstöðum landsins. Hún stendur á ofurlítilli flatneskju, en til beggja hliða eru hæðir, að nokkru grasi grónar, og þar standa mörg kot. í kaupstaðnum eru tvær götur. Lengri gatan liggur eftir sjávarkambinum og þar búa kaup- menn eingöngu. Hin gatan er vest- ast í byggðinni og liggur frá sjón- um upp undir tjörnina. Þar eiga þeir heima biskupinn og landfóget- inn og ýmsir aðrir, sem ekki stunda verslun. Um miðja þessa götu, að austanverðu, er kirkjugarðurinn. Hann er snoturlega umgirtur með nýum torfgarði, og eru á honum tvö hlið, annað að strætinu en hitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.