Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 9
LESBÓ'K MORGUNBLAÐSINS 133 ur af fjallaösp, sem hann hafði gróðursett. Eg man nú ekki hve gamlar þær voru, en þær voru um fjögur fet á hæð. En hann var mjög montinn af því að þetta væri stærstu og einu trén sem til væri . í Reykjavík og nágrenni. í görðunum virtist vera ágætur jarðvegur og þeir voru allir í skjóli mót suðvestri. Það er því óskiij- anlegt hve lélegir þeir eru, og' sama var sagan úti um land, þar sem nokkur garðhola var. Algefigustu grænmetistegundir virtust ekki þrífast og þeim var enginn sómi sýndur, því að þær voru á kafi í arfa. Meðan við dvöldumst í Reykjavík var veður mjög hlýtt og aldrei kom næturfrost. Eg held því að garðyrkjan misheppnist vegna klaufaskapar. Þegar við komum í land í fyrsta skifti, var þar fjöldi karlmanna fyrir til að bjóða okkur velkomna. Meðal þeirra var enskur kaupmað- ur, sem heitir Robb, hefir dvalist hér í 20 ár og er kvæntur íslqnzkri konu. Hann er víst eini Englend- ingurinn, sem hér á heima; við- skiftum við England er að mestu lokið, aðeins koma saltskip stöku sinnum frá Newcastle eða Liver- pool. Enga konu sá ég í hópnum og urðum við þar fyrir vonbrigð- um, að koma svo margra útlend- inga á fallegu skipi skyldi ekki vekja svo forvitni kvenfólksins að það kæmi niður að sjó, því að sagt var að áður hefði það verið vandi þess að flykkjast þangað, er gestir komu. Daginn eftir fór ég að skoða mig um og kom inn í einn fiskimanna- kofann austan við bæinn. Að ytra útliti líkjast þessir kofar írskum kofum. Veggirnir eru um 4 fet, hlaðnir úr grjóti og með torfi á milli til þess að koma í veg fyrir að inn blási. Risið er gert úr hverju því timbri, sem hægt er að ná í. Það hvílir á veggjunum og er þak- Torfbær (Barrow) ið með torfi. Hálfboginn varð eg að fara inn um dyrnar og kom þá inn í þröng göng með moldargólfi. Um mið göngin voru hyllur á báð- ar hendur. Á annari virtist vera rúm, þótt engin væri rúmfjölin, en á hinni var geymdur allskonar fatnaður. Á gólfinu undir þeim var hrúgað saman saltfiski og alls- konar drasli í einum graut. Þegar göngin þraut, var komið inn í eld- hús og brann þar dálítill eldur. Eldhúsið var fullt af reyk, sem gekk treglega að komast út um gat á mæninum. Enginn gluggi var þarna, og var því ekki auðvelt að rata út úr þessu kófi aftur. Þetta var ekki versti kofinn, þótt mér þætti hann lélegur. En það má ekki bera kofa fátæku fiskimannanna í Reykjavík saman við bæina í sveit- unum, sem við sáum seinna. DAWSON. Hann kom hingað á seglskipi sumarið 1853, ásamt nokkrum öðrum 'Snglendingum. Hann byrjar á að segja frá því, að er þeir sigldu hægan byr hér inn flóann, hafi hafnsögumaður komið um borð, og það sé sá vitlausasti hafnsögumaður, sem hann hafi þekkt. Hann hafi altaí verið að kalla: „Luff! Luff!“ (það hafi verið eina orðið í ensku siglingamáli, sem hann hafi kunnað), en þeir hafi ekki tekið neitt mark á þessu og hafi hann þá orðið bálreiður. Síðan segir Dawson: Veslings afskekkta Reykjavík! Sannarlega er hún köld höfuðborg og dregur dám af íshafinu. Hvar- vetna má sjá hve hörð lífsbaráttan er við ómilda veðráttu, jafnvel á byggingum staðarins. Allar eru þær fátæklegar og ljótar. Helzt mundi staðnum svipa til kofanna í svissnesku fjallaþorpi, en þó mundi þorpið bera langt af borg- inni. Beztu húsin, sem eru eign danskra kaupmanna, eru að vísu mjög þægileg þegar inn er komið, en yfirleitt er svipur borgarinnar ákaflega ömurlegur og leiðinlegur. Stærstu húsin eru úr timbri, sem flutt hefir verið frá Noregi og Danmörku. Hugsið ykkur fáeinar breiðar og hálfbyggðar götur með slíkum húsum, allvæna kirkju, stórt skólahús, vindmylnu er gnæf- ir ein sér, óhreina tjörn að baki með nokkrum rytjulegum túnum umhverfis — og þá hafið þér fyrir yðar höfuðborg íslands. Vér höfðum meðmælabréf til nokkurra Dana þarna, og slíkt er alveg nauðsynlegt fyrir þá sem ferðast á íslandi, því að á fyrir- greiðslu þeirra verður að treysta í öllu, jafnvel um húsnæði (þegar menn eru ekki á sínu eigin skipi). Og um leið og bréfin voru sýnd, kepptist hver við annan um að gera oss dvölina sem ánægjuleg- asta. Og í þessu sambandi verð ég að minnast vors góða vinar Bjama Jónssonar rektors. Þótt hann sé íslendingur og hafi fengið mennt- un í Kaupmannahöfn, er hann sannkallaður John Bull, hvar sem á hann er litið, og dáist að ensku þjóðinni og öllu sem enskt er.----- En svo bauð Bjarni þeim að borða hjá sér, og þá fengu þeir ekki annað en þýzkan mat, sem enginn enskur magi getur melt. Þeir þorðu þó ekki annað en gleypa þetta í sig, því að yfir þeim stóð ráðskonan sem hafði eldað matinn og var svo ygld á svip, að þeim þótti ráðlegast að þröngva sjálfum sér til að kyngja matnum. Meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.