Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 143 kápu úr rauðu flaueli (en í þessari kápu hafði einhver biskup ein- hvern tíma verið myrtur), sneri baki að söfnuðinum og tónaði á latínu að rómverskum sið. Nokkuð eimir eftir af gömlum sið, því að myndir og róðukrossar eru enn í mörgum íslenzkum kirkjum. Samt eru íslendingar ákveðið mótmæl- endatrúar og eftir öllu að dæma einhverjir guðhræddustu, saklaus- ustu og hreinhjörtuðustu menn í heimi. Glæpir, þjófnaður, svik og grimmd er þar óþekkt, og þar eru engin svarthol, galeiður, hermenn né lögregluþjónar. En lögin um hjónaband eru ein- kennileg. Ef hjón geta ekki lynt saman, þá geta þau sótt um skilnað hjá danska landstjóranum. Sé þau svo bæði sama sinnis eftir þrjú ár, er þeim veittur skilnaður, og þá mega þau giftast aftur. CHARLES S. FORBES, kapteinn i sjóliði Breta, kom hingað 1859 og ferðaðist um Borgarfjörð og vestur á Snæfellsnes. Meðan hann dvaldist í Reykjavík gisti hann í nýa klúbbnum, þar sem Jörgensen, fyrrverandi þjónn Trampe greifa, hafði þá veiting- ar. „Leiðin til Bessastaða", sem Forbes minnist á, lá þá suður Melana og var farið á báti yfir Skerjafjörð. Á leiðinni inn Faxaflóa rýnum vér úr okkur augun til þess að vita hvort vér sjáum ekki höfnina og borgina Reykjavík, þessa ný- tízku höfuðborg, sem svo hefir ver- ið kölluð í háði. En þegar vér sigl- um fram hjá Nesi opnast höfnin og við blasir Reykjavíkurborg og líkist hún meira hálf-yfirgefnum landnemabúðum, heldur en höfuð- borg þúsund ára gamallar þjóðar. Á höfninni liggja frönsku herskip- in „Artémise“ og „Agile“ og eru með hátíðarsvip, þótt þau sé hjá íslandi og stinga mjög í stúf við dönsku kaupförin, sem eru eins og Fiskimannakofar (Forbes) þau hafi verið smíðuð fyrir Adams tíð. Reykjavík fagnar okkur með fánum á hverri stöng. Þetta er einn af fjórum hátíðardögum ársins, sem allir miðast við eitt og hið sama: komu póstskipsins. Mér fannst því ekkert undarlegt þótt allir þorpsbúar færi á kreik, yfir- gæfu búðir sínar, þyrptust niður í fjöru, gláptu á skipið og töluðu um hverjir kæmu með því, hjálpuðu til að ná í póstinn og flykktust síð- an um pósthúsið. Með nokkrum erfiðismunum tókst mér að ná í óhreinan og gamlan fiskibát, ásamt róðrarkarli og með honum fór eg til næstu bryggju ásamt töskum mínum, byssum og veiðistöngum. Það var að falla að. Maðurinn skildi mig eftir og dót mitt fremst á bryggj- unni og fór án þess að minnast á borgun. Honum hefir eflaust fund- ist að hann hafi gert mér mikinn greiða, og nú yrði eg að sjá um mig sjálfur. Eg átti ekki annars úrkosta en að skilja allt dótið eft- ir og reyna að finna gistihúsið. Gestgjafinn hefir víst treyst á gamla málsháttinn: „gott vín þarfnast engra meðmæla", því að hann hafði ekkert merki á húsinu. Eg fann það nú samt bráðlega, og það var ekki sem verst. Gestgjaf- inn var fyrverandi þjónn stiftamt- manns.------ Snemma morguninn eftir kemur þjónustustúlkan Thea með kaffi á rúmið til mín. Þetta er snotrasta stúlka, ljóshærð og um 66 þuml- ungar á hæð. Hún er í aðskornum vaðmálsfötum, með silfurbelti um sig miðja og skotthúfu á höfði. Háríð er í tveimur fléttum og fell- ur niður á bakið, en tindrandi blá augu hennar bera órækt vitni um góðlyndi. Veslingur, hún var á fót- um fram til klukkan þrjú í nótt, og nú er klukkan aðeins sex, en hún lítur þó svo vel út og er jafn snyrtileg og hún hafi nægar tóm- stundir; en hún sefur líka allan veturinn, einsog allir aðrir hér um slóðir. Beltið hennar Theu (Forbes).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.