Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Qupperneq 8
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5KUGG5JÁ REYKJAVÍKUR ,,Það er ekkert að sjá í Reykjavík" IV WILLIAM LORD WATTS ferð- aðist hér árin 1871, 1874 og 1875 og gekk á jökla. í seinustu ferðinni vann hann það þrek- virki að ganga yfir þveran Vatnajökul, lagði upp frá Núp- stað í Fljótshverfi og kom 16 dögum seinna til Grímsstaða á Hólsfjöllum. Varð hann frægur fyrir þessa ferð og segir Þorv. Thoroddsen að hann hafi sýnt frábæran dugnað, en árangur ekki orðið eftir því, vegna þekk- ingarleysis hans. Hér er farið eftir ferðasögu hans 1874. Að kvöldi 10. júní komum við til Reykjavíkur. Kvöldsólin varpaði geislum sínum á dásamlega íjallið Esju, sem enn var í vetrarklæðum. Létt ský svifu yfir fjallinu og teygðust niður með því og voru eins og ullarbyngur, sem sólin skein á. Lengst í norðvestri gnæfði fann- Jcrýndur skalli Snæfellsjökuls. Framundan er höfuðborg ís- lands, Reykjavík, með timburhús- um og sölubúðum og minnir mjög á skálaþorp þau, er þjóta upp eins og gorkúlur á sléttum Ameríku. Eini munurinn er sá, að Reykjavík er sein í vöfum, en allt gengur með fljúgandi fart í Ameríku. Borgin var nú fánum skreytt, stórir hóp- ar manna höfðu safnast saman hjá bryggjunum og bátar hlaðnir fólki komu um borð. Nokkur önnur skip voru í höfninni og „Diana“ lagð- ist mitt á milli tveggja herskipa. Var annað franskt en hitt danskt, og hornaflokkur á danska skipinu heilsaði okkur með nokkrum þjóð- söngvum Morguninn eftir fórum við í land kl. 10, og leituðum að stað þar sem við gætum tjaldað. Manni leiðist síður í tjaldi en annars stað- ar, ef tafir verða. Þar hefir maður alltaf nóg að gera, í staðinn fyrir að láta stjana undir sig. Lands- höfðingi leyfði okkur vinsamleg- ast að tjalda á grasi-grónum hól fram við sjóinn, handan við bæ- inn (Batteríinu). Á eftir fór ég að skoða mig um í borginni, en sá lít- inn mun á henni síðan eg var hér 1871. Þar var fiskur hvert sem litið var. Það var fiskur af öllum teg- undum og öllum stærðum og á öll- um stigum söltunar og herzlu. Stórir hlaðar af þurrum fiski voru á malárkambinum. Þúsundum fiska var dreift yfir klappirnar til þerris. Menn og hestar voru að flytja fisk, og hestar stóðu í lest undir fiskaböggum, sem áttu að fara upp í sveit. Fiskiskip lágu í höfninni og áttu að flytja fisk- farma til annara landa. Og bátar voru stöðugt að koma að með nýan afla. Arabar nota mest döðlur, Eng- lendingar bauta, en íslendingar sal'tfisk. Það er sú fæða, sem þeim er nauðsynleg. Þeir taka hana fram yfir allt annað, og í fána sínum hafa þeir mynd af saltfiski. Þá um morguninn höfðum við séð hval blása rétt fyrir framan bækistöð okkar. Það er algengt að hvalir komi inn á höfnina, en þeir eru sjaldan veiddir. Það var auðséð að bækistöð okk- ar vakti mikla athygli í Reykja- vík, því að þar eins og á öðrum útkjálkum er hver nýung margra daga undrunarefni. Hér hefir allt gengið í sama farinu frá alda öðli, og það gengur hneyksli næst ef út af er brugðið. Það var furðulegt að heyra hve barnalegar athuga- semdir menn gátu gert. Við spurð- um t. d. mann nokkurn um það hvort leyfilegt mundi að tjalda þarna fram við sjóinn, en hann kvað nei við, því að við mundum fæla æðarfuglinn! Nú var þarna fjöldi fólks í fiskvinnu rétt hjá, og menn voru stöðugt að skjóta þar rétt fyrir utan, svo að þetta var mesta fásinna. Auk þess voru kýr þama á beit, og svo held eg að enginn æðarfugl hafi verið þarna. Næsta morgun setti eg bréf í póst og keypti á þau hin nýu ís- lenzku frímerki, því að þar sem ísland fær nú sjálfstæði, þá verður það að hafa eigin frímerki; fram að þessu hafa dönsk frímerki gilt þar. Eg hafði oft tekið eftir stórum hrúgum af þorskhausum í fjör- unni og þótt þeir ógeðslegir þar sem þeir störðu á mann dauðum augum. Hafði eg oft verið að hugsa um hvað gert væri við þá. Nú frétti eg að þetta væri hlutur sveitar- manna, sem róa hjá útvegsmönn- um. Dálkarnir úr fiskunum eru líka hirtir og notaðir sem eldsneyti. Einn daginn fór eg að skoða kalk- ofninn, sem er nokkuð fyrir inn- an bæinn. Þar sá eg hrúgur af kalki, sem komið var úr Esju. En úr því verður ekki góð vara, því að það er of jarðborið. Um kvöld- ið urðum við fyrir miklu ónæði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.