Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Síða 1
SnœbjÖrn Jónsson: Aldarafmœli tveggja skálda EINN er sá rithöfundur á alþjóð- legum vettvangi að segja má að um hann og verk hans hafi rignt ritgerðum og bókum á þessu ári. Sá maður er Joseph Conrad (d. 1924), pólskur að uppruna og hét fullu nafni Theodor Josef Konrad Korzeniowski, en tók sér bólfestu á Englandi og ritaði öll sín rit á enska tungu. Af þessum nýju bók- um hefi eg enga séð, en mestu lofi ljúka ritdómarar á eina þeirra: „The Sea-Dreamer“, eftir Gerard Jean-Aubry (Allen & Unwin 25s), enda hafði sá höfundur aðgang að miklu fleiri óprentuðum heimild- um en nokkur annar. Heildarút- gáfu af ritum Conrads, 21 bindi, hafa J.M. Dent & Sons sent á mark- aðinn, en um allt þetta mundu bók- salar gefa fyllri upplýsingar en eg hefi hér gert. Ástæðan til þess að eg nefndi Conrad að þessu sinni er sú, að núna á þriðjudaginn á hann aldar- afmæli, f. 3. des. 1857, og þá má gera ráð fyrir að greinir um hann birtist í flestum meiriháttar blöð- um víðsvegar um heim, og um þessar mundir þarf ekki að efa að Úndína skáldkona (Helga Baldvins- dóttir). rit hans muni seljast í tugum þús- unda. Mér þótti hentugt að velja hann til samanburðar við tvö ís- lenzk skáld, er einnig fæddust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.