Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Page 6
634 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS útleikin en byssan sem sprakk, og allar líkur voru til þess að hún mundi molast við fyrsta skot. Við unnum þó að viðgerð á henni þangað til Þjóð- verjar hófu loftárás. Þá skreiddist eg niður í byrgi mitt og tók að aðgreina bréf. En klukkan fjögur um daginn vor- um við tilbúnir að reyna byssuna. Og öðru sinni var Briggi horfinn, svo að öll ábyrgðin lenti á mér. Og þar sem ekkert miðunartæki var á byssunni, þá varð að skjóta af handahófi. Við vorum allir hræddir um að hún mundi springa eins og hin, svo að við ætluðum ekki að vera nærri henni þegar hleypt var af. Þegar Blái hafði svo miðað henni á mig, fóru þeir um þrjátíu faðma upp eftir lægðinni og höfðu langt band með sér. „Skyttur, eruð þið viðbúnar!“ kall- aði eg og var montinn af því að vera orðinn stórskotaliðsforingi. „Allt í lagi, góði“, kallaði Blái. „Skjótið!" Kokksi kippti í bandið, byssan kipptist við og rétt á eftir sá ég kúl- una springa um hundrað metra frá tveimur þýzkum skriðdrekum, sem komu allt í einu upp á sandhrygg í eyðimörkinni. Til hægri heyrði eg skotþrumuna i stórskotaliði B. R. Acks, og það skaut á eitthvað sem eg sá ekki. Við höfðum því þessa tvo skriðdreka út af fyrir okkur, ef við aðeins gætum hitt þá. „Lengið færið um 100 metra“, kall- aði eg. „Hvernið í fjandanum á eg að vita hvernig á að fara að því“, svaraði Blái. „Hækkið þið hlaupið!“ Blái hækkaði hlaupið, Jói setti kúl- una í og svo flýttu þeir sér frá. „Skjótið!“ Kokksi kippti í taugina og að þessu sinni kom kúlan niður rétt aftan við skriðdrekana. Þeir urðu hikandi. Eg kallaðr til piltanna að hlaða í skyndi. Svo var hlaupið hækkað lítilsháttar og því snúið meira til hægri í áttina á eftir skriðdrekunum. Jói datt rétt hjá fallbyssunnni, en við gátum ekki beð- ið eftir honum, því að skriðdrekarnir voru nú að hverfa á bak við hæð. „Skjótið!" Eg sá að kúlan kom niður rétt hjá skriðdrekunum og þyrlaði upp mekki af sandi. Þegar rykið greiddist sund- ur, sá eg að annar skriðdrekinn stóð kyrr, og að menn voru að ílýa úr hon um. Þá kváðu einhvers staðar við smellir í vélbyssu og tveir Þjóðverj- anna fellu. Og svo sá eg að sprengi- kúla hafði komið niður rétt handan við hæðina, þvi að þar gaus upp mökk- ur. Eg ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Var þá ekki B. R. Ack farinn að láta sína menn skjóta á skriðdrekana, sem við áttum! Eg valdi B. R. Ack öll þau kjarnyrtustu heiti, sem eg hafði lært af frænda mínum, sem var stjórnmálamaður. Svo renndí eg mér niður í dældina. „Við hæfðum annan skriðdrekann og nú eru þessir þorparar farnir að sletta sér fram í það“, sagði eg gram- ur. „Eg skil ekki í því að við höfum hæft skriðdreka", sagði kokksi, „því að kúlan er enn í byssunni“. Mér lá við að gráta. Það var þá kúla frá stórskotaliðinu, sem hafði hæft skriðdrekann. Daginn eftir höfðum við svo mikið að gera, að við máttum ekki vera að því að skjóta. Flugvélar gerðu árás á okkur, og eyðilögðu vopnabyrgi. Við vorum allir kvaddir til þess að gera ný byrgi, og svo var komið myrkur þegar því var lokið. Um nóttina hófu Þjóðverjar skothríð, svo að enginn gat sofið blund, ekki einu sinni stríðsfrétta- ritararnir. Kúlurnar komu niður allt í kring um okkur. Eldhús kokksa rauk í loft upp, þakið á byrginu mínu fell ofan á mig, og við misstum sex menn. En þó var skothríðin enn verri þar sem stórskotaliðið var. Með birtu kom B. R. Ack til okkar og var ekki a marga fiska. Briggi gekk á móti hon- um. „Hvernig gengur, Pétur?“ „Það er hræðilegt. Allar falllbyss- urnar eyðilagðar, ekki ein eftir. Ef Þjóðverjar gera nú áhlaup, þá erum við varnarlausir". Eg hefi víst smitast af vonleysi B. R. Acks, því að þegar eg kom niður í dældina, þá sagði Blái: „Hvers vegna ertu svo áhyggjufull- ur, góði?“ Eg sagði honum slæmu fréttimar. Blái stökk á fætur og henti frá sér tebollanum. „Aldrei á ævi minni hefi eg vitað annað eins samsafn af kararkerling- um. Þið ætlið að gefast upp áður en Þjóðverjar láta sjá sig? Og hvað hafið þið fyrir ykkur í því að þeir ætli að gera árás hérna?“ Eg þurfti ekki að sv«ua konuin. Vió heyrðum fallbyssudrunurnar, og rétt á eftir hvin í sprengikúlum. Það var ekki um annað að gera en leggjast niður og reyna að vera vongóður. Svo hætti skothríðin snögglega. Eg reis upp og skreið upp á hæðina. Það var slæmt skyggni og sá óljóst út fyrir gaddavírsgirðingarnar. En svo sá eg að Þjóðverjar voru á leiðinni. „Þeir koma — þeir koma á skrið- drekum“, kallaði eg og hefi víst haft hærra en eg ætlaði mér, því að þeir Briggi og B. R. Ack komu þegar skríð andi upp til mín. B. R. Ack sagði í örvæntingartón: „Þeir eru víst tólf saman. Við erum dauðadæmdir!" Spyrjið mig ekki að því hvernig á því stóð að hetjumóður kom allt i einu upp í mér. Mér verður alltaf ó- glatt þegar eg hugsa um það. En eg hugsa að vonleysið um daginn hafi hleypt í mig kergju. „Víst getum við tekið á mód þeim“ sagði eg og snerist á hæli og kallaði til piltanna: „Komið hingað með ýtuna Nú skulum við veiða skriðdreka!" Eg hentist niður í dældina, greip upp fallbyssukúlu og fleygði henni á vöru bílinn. Jói skildi þetta og fór að hjálpa mér. En þeir hinir tveir og Briggi og B. R. Ack hjálpuðust að því að snúa fallbyssunni og krækja henni aftan í bílinn. „Allir um borð!“ hrópaði eg. Blái stökk upp í bílstjórasætið og eg hjá honum. Hinir komu hlaupandi á eftir. Blái stýrði bílnum eins og það væri jeppi, og það glamraði í kúlun- um aftur á eins og í tómum blikk- tunnum. Upp komumst við og þar staðnæmdist bíllinn. Við leystum fall- byssuna frá, og beindum henni í áttina að skriðdrekunum. Meðan eg var að miða henni kom einn skriðdrekinn upp á sandhól. „Hlaðið byssuna!" hrópaði eg. Blái rétti Brigga kúlu og sagði: „Hérna, taktu við, góði!“ Briggi skaut henni inn í hlaupið. Nú var ekki tími til þess að miða nákvæmlega. „Skjótið!" Byssan kipptist við, en við vorum nú orðnir svo reyndir, að við létum hana ekki slá okkur. Kúlan kom nið- ur eitthvað 50 metrum fyrir framan skriðdrekana, svo eg hækkaði hlaupið dálítið. Briggi hafði þegar náð skothylk- inu úr, og B. R. Ack skaut annarri kúlu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.