Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Side 16
644 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE *D6 V A K D 5 ♦ Á * 10 8 6 4 3 2 * 9 54 V 10 7 3 2 * 8 6 5 « * A G N V A S A K G 8 7 V G 9 8 6 ♦ 97 * D 9 5 A A 10 3 2 V 4 ♦ K D G 10 3 2 + K 7 A — V sögðu aldrei neitt, en S komst í 6 grönd. V sló út S9 og það var slæmt útspil. S drap með drottningu í borði, en A með kóng og fekk hann þann slag. Ef A hefði nú komið út í laufi, þá var spilið gjörtapað, en það var ekki von að honum dytti það í hug, svo að hann kom með spaða aftur, og þann slag fekk S á S10. Svo tók hann slag á SÁ og fleygði í hann TÁ. Síðan tók hann 5 slagi í tígli, og þá voru þessi spil eftir: * S — V A K D 5 ♦ — * 10 N | * G A V G 9 8 6 A 3 V 4 ♦ 2 * K 7 Nú kemur T2 og V verður að fleygja hjarta, laufi er fleygt úr borði, og hvað á A nú að gera? Ef hann fleygir spaða, þá á S spaðaslag á hendi, en ef hann fleygir hjarta, þá eru öll hjörtun í borðinu frí. A — V 10 7 3 2 ♦ — + Á — Lenti hún amma þín í bílslysi? — Ekki get eg nú sagt það. Bilstjór- inn stöðvaði bil sinn svo að hún gæti komizt yfir götuna, en við það brá henni svo að það leið yfir hana. SÉRSTÖK SKÓSMÍÐASTOFA — Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur starfsemi sína á Sjafnargötu 14 í Reykjavík. Meðal annars hefir það komið þar upp skósmíðastofu, sem ekki á sinn líka á öllu landinu. Eru þar smíð- aðir skór á bæklaða fætur, eftir máli Gibsmót eru fyrst tekin af fótunum og skórnir svo smíðaðir eftir þeim, þannig að þeir falla nákvæmlega að fótunum. hvernig svo sem þeir eru bæklaðir. Forstöðumaður þessarar skósmíðastofu er Steinar Waage, en hann hefir lært slíka skósmíði í Þýzkalandi og Danmörku. Hér á myndinni sést hann við vinnu sína. — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). SVAÐILFÖR Það var vorið 1801, þegar Gísli Kon- ráðsson sagnaritari var 14 ára, að hann var sendur út í Hofsós með einn áburð- arhest ljónstyggan, er Hryggur hét; átti hann að sækja steinkol og járn, en reið fola lítt tömdum. En á heim- förinni batt hann upp taum á Hrygg og reið á eftir, en er fram kom á Trumbubakka, hljóp Hryggur út á Trumbu og synti vestur yfir; það er hin austasta kvísl Héraðsvatna. Varð Gísli þar á eftir að fara, því engu réð hann við folann, og eigi náði hann Hrygg við aðrar kvíslar, er vestar voru, og var sund í öllum. Svo fór og við meginvötnin undan Ási, þar sem ferjan var á, hræddist sveinninn held- ur það sund, er svo var afarlangt, signdi sig og bað fyrir sér. Synti fol- inn þar yfir í vari af Hrygg og bögg- um hans. Ekki náði Gísli honum held- ur á Rípurbökkum, og varð því að synda Eyhildarholtskvísl; hið 6. sund fekk hann fyrir framan Borgareyrar i vesturvötnum. Gat Gísli fyrst hand- samað Hrygg í Vallasporðum; furðaði marga að sveinninn skyldi af komast á folanum í slíkum vatnavöxtum. (Úr sjálfsævisögu) SlLDIN Getið er um síldveiðar í Noregi í forn -öld. Lengi fram eftir var síldin hert eins og þorskur og seld í fléttuðum víðikörfum og kölluð meisasíld. Út- lendingar fóru að stunda síldveiðar við Noreg í lok 13. aldar, en það er þó ekki fyr en á 15. öld að menn finna upp á því að salta síld. Talað er um innflutta síld í Noregi fyrir þann tíma og hún kölluð „rauð síld“, og mun hún hafa verið reykt, en ekki var það fyr en löngu síðar að Norðmenn komust sjálfir upp á að reykja hana. Getið er um Islendinga er réðu sig í síldfiski í Noregi á söguöld, en hér á íslandi er varla getið um síldveiðar fyr en á 18. öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.