Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 1
Alheimurinn líkist frekar hugsun en efni Vísindin nálgast aftur hina truarlegu heimsmynd HIN vísindalega þróun á verkleg- um sviðum hefir aldrei í veraldar- sögunni verið jafn víðfeðm og síð- asta áratug, og hefir í sér fólgna vídd, sem enn þá er okkur óskiljan- leg. En eins og svo oft áður í verald- arsögunni, stendur maðurinn á þröskuldi hins mikla ókunna, og þreifar fyrir sér. Við höfum kynnzt náttúruöflum svo sterkum, að þau valda okkur kvíða og óróleika, þar sem við höf- um aðeins um tvo örlagaríka kosti að velja. Annars vegar er ófyrir- sjáanlegur tæknilegur möguleiki, þar sem útlit er fyrir. að maðurinn eigi aðeins geti gert sér heiminn undirgefinn, heldur — eftir að hafa sigrað loftið — nálgast Kólumbusar -tímabil, þar sem farnar séu könn- unarferðir um himingeiminn og til annarra hnatta. Hins vegar er sú staðreynd, að misnotkun kjarnork- unnar hefir í sér fólgna möguleika til sjálfsmorðs og tortímingar allr- ar menningar, sem þurft hefir þús- undir ára til að byggja upp. Aldreí áður hefir mannkynið haft í jafn ríkum mæli sameiginlega ábyrgð á sínum eigin örlögum og framtíð. En er mannkynið fært um að bera þessa ábyrgð? Eða hefir forystan yfirgefið flokkinn, eins og franskur heimspekingur orðar það — sem ber að skilja þannig, að mannkymð í heild sé ekki nægilega andlega þroskað til þess að færa sér í nyt hinar merkilegu vísindalegu niður- stöður síðasta mannsaldur, í þágu hins góða, heldur til að misnota þær. Andspænis þessum alvarlegu við -fangsefnum, er það skiljanlegt, að margir af ábyrgum vísindamönn- um og heimspekingum vorra tírr.a telja það mikilsvert, að heimsbylt- ingin á sviði náttúruvísindanna, sem hefir haft í för með sér þessa undraverðu tæknilegu þróun, hafi einnig í sér fólgna siðbót viðvíkj- andi andlegum lífsviðhorfum sam- fara enn meiri ábyrgð gagnvart vandamálum lífsins. Kenning Einsteins Það sem úrslitum ræður er það að hinum áþreifanlegu niðurstöð- um, sem vísindin höfðu tileinkað hinum efnislega heimi, og höfðu mótað skoðun þjóðanna á tilver- unni, er nú kollvarpað — eða svo að notuð séu viðeigandi orð: Hin efnislega heimsmynd er leyst upp í agnir, sveiflur og bylgjuhreyfing- ar. Gerð efnisins er ekki eins fast- mótuð eins og menn heldu, og við- fangsefni tilverunnar ekki nærri því eins einföld og augljós, eins og hin raunsæilega heimsmynd gaf í skyn. Einkum hafa kjarnorkuvís- indin afhjúpað hversu ónóg og ó- fullkomin hin 5 skilningarvit mannanna eru, til þess að skynia heiminn, sem í kring um okkur er. Þegar eðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Albert Einstein birti afstæðiskenninguna, sem síð- an hefur valdið ákveðnum breyt- ingum á viðhorf gagnvart vissum náttúrulögmálum, og sem er grund- völlur nútíma einda-eðlisfræði, voru vísindamenn aðeins fúsir til að viðurkenna það, sem mannsheil- inn gat skilið, og aðeins það var viðurkennt, sem hægt var að mæla og vega. Hin vísindalega heims- mynd gerði hugtökin einfaldari, svo að menn gátu talið alheims- gátuna ráðna í aðaldráttum, en nú vita menn, að það er til annað og meira en efnisfræðilegur alheimur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.