Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 2
474
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
um grjótgarði. Náði hann frá Arn-
arhólsgarði um það bil þar sem
Þingholtsstræti mætir Banka-
stræti, þaðan suður holtið og
beygði um núverandi suðurenda
Þingholtsstrætis niður að miðri
tjörninni. Fyrir ofan þar sem garð-
arnir mættust, gekk „horn inn x
túnin“ og var það kallað Eilífs-
krókur. Þar tjölduðu ferðamenn
stundum í lestaferðum á sumrin.
Hefir tjaldstaðurinn verið um það
bil sem nú er Bankastræti og
nyrstu húsin milli Ingólfsstrætis
og Þingholtsstrætis.
En svo skeði það, að konungur
afhenti báðar jarðirnar, sína hvorri
stofnun. Hann fekk verksmiðjun-
um Reykjavík 1752, og hann fekk
tukthúsinu Arnarhól 1759. Jarð-
irnar voru því aftur orðnar að-
skildar þegar saga þessi hefst.
Sama árið sem konungur gaf
Arnarhól, tók hann verslunina i
sínar hendur og varð Marcus Pahl
fyrsti forstjóri kóngsverslunar í
Hólminum. Jafnframt varð hann
eftirlitsmaður verksmiðjanna. —
Verslunarhúsin voru þá enn úti i
Örfirisey, en ekki bjó Pahl þar,
heldur í forstjórahúsi iðnstofnan-
anna, þar sem .seinna var Lands-
prentsmiðjan (nú Aðalstræti 9).
Pahl mun hafa verið hér fram til
ársins 1775,, en þá tekur Hans
Ciiristen Christensen við kaup-
mannsstarfinu og ráðmennsku iðn-
stofnananna.
Þegar tukthúsið kom 1764, varð
Guðmundur Vigfússon ráðsmaður
þess og fekk um leið umráð Arn-
* arhóls. Gerðist hann nokkuð ráð-
ríkur, því að hann byggði Gissuri
Jónssyni lögréttumanni út af Arn-
arhóli, og síðan voru þar aðeins
þurrabúðarmenn. Síðan tók hann
að ásælast landspildu sunnan við
túngarð tukthússins, sem kallaður
var Þvergarður frá Éylífskróki
niður að læk. Og það er út af þess-
ari ásælni að Iandamerkjadeilan
hefst.
TVlu skal þess getið, að enginn
' ágreiningur var um landa-
merki Arnarhóls og Reykjavíkur
utan garða. Þau voru bein lína frá
tóftum beitarhúsa Arnarhóls, sem
voru efst á holtinu (þar sem
Skólavarðan var seinna) og í svo-
kallaða Stöðulvörðu, eða Arnar-
hólsvörðu, sem stóð fyrir ofan garð
Stöðlakots, eitthvað um það bil
sem nú er húsið Ingólfsstræti 9.
Þaðan lá svo línan í túngarð
Stöðlakots, og var venja að telja
að landamerkin fylgdu síðan garð-
inum út í Eylífskrók. En nú helt
Guðmundur ráðsmaður því fram,
að landamerkjalínan ætti að halda
áfram yfir Stöðlakotsgarð og í
stein nokkurn, sem stóð rétt hjá
læknum.* Þessi spilda, sem hann
vildi eigna Arnarhóli, var að neð-
anverðu, meðfram læknum, 15
faðmar á breidd, en 34 faðmar að
ofan, við túngarðinn. Talið er að
Þvergarðurinn hafi verið 65 faðm-
ar á lengd, en af dómabókinni virð-
ist mega ráða ,að milli Stöðulvörðu
og steinsins hjá læknum, hafi ver-
ið 85 faðmar. Þótt vera megi að
þessar vegalengdir sé ekki alveg
nákvæmar, má þó á þeim sjá, að
þrætulandið hefir náð að miðri
Bernhöftslóð að neðan, en suður að
Þingholtsstræti 8 að ofan.
Á þessu landi stóð þinghús
Reykjavíkur. Engar sögur fara af
því hvenær það hefir verið reist,
en ólíklegt er, að það hafi ekki
verið reist í landi Reykjavíkur, því
Reykjavík var þingstaðufinn, en
ekki Arnarhóll. Skúli Magnússon
landfógeti mun og hafa litið þann-
ig á, að Reykjavík ætti þetta land,
því að árið 1765 veitir hann einum
* Þessi steinn mun hafa staðið þar
sem nú er bugðan á gangstéttinni við
Lækjargötu og nyrzti setubekkurinn
stendur.
af starfsmönnum iðnfyrirtækjanna
leyfi til þess að reisa sér bæ þar
skammt frá þinghúsinu. Þá bjó
Gissur Jónsson enn á Arnarhóli.
Þessi maður hét Árni Nathanaels-
son, Gissurarsonar prests Péturs-
sonar í Vestmannaeyum. Hann
var færaspunamaður hjá iðnfyrir-
tækjunum, eða „reipslagari“ eins
og það var þá kallað. Árni var
meðal vitnanna í landaþrætumál-
inu og var vitnisburður hans á
þessa leið:
Hann sagði að Skúli hefði leyft
sér að reisa bæinn „og þenkti eg
hann þá vera direktör hér í
Reykjavík, og það var næsta ár
eftir að Reykjavík brann“. (Verk-
siniðjuhúsin brunnu aðfaranótt 27.
marz 1764). Hann.kvað Gissur á
Arnarhóli ekki hafa amast neitt
við sér út af þessu. „En eg fór til
hans að fala ösku af þeim hól, sem
þar var nærri bænum, hverja eg
vildi brúka til moldar í veggina,
hvað mér var af meðeigendum
leyft, og eg seinna gerði“. (Guð-
mundur Vigfússon viðurkenndi að
Árni hefði beðið sig um þetta og
hann leyft það). — Árni sagði að
Gissur hefði aldrei minnst á það
við sig, að hann væri í sínu landi.
„En Stöðlakotsbændur vildu eigna
sér það, og er eg tjóðraði þar kú,
þá vildi Gísli hafa hana á burt. En
ekki bannaði hann mér að taka
grjót né að stinga kekki í kring um
mig úr þessu stykki, nema þegar
dro að læknum, því hann þóttist
eiga þar slægjuland. En mér sýnd-
ist það vera honum lítið til rækt-
ar eða aðgerða þann rúman 6 ára
tíma, sem eg var á þessum mínum
nýbyggða bæ, sem kallaður var
Þingholt.“ Árni reif bæinn 1771
og fluttist þá út í Örfirisey. Sagði
hann að Pahl verslunarstjóri „sem
eg vissi ei betur en væri minn hús-
bóndi“ hefði leyft sér það. (Þetta
leyfi kaupmanns er dagsett 12. júní
1771). Aldrei kvaðst hann hafa ver-