Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 5
LEíJBÓK MORGUNBLAÐSINS
477
þetta umþrætta stykki hér eftir
báðum jörðunum tilheyra svoleið-
is, að Reykjavík, vegna Stöðlakots,
hafi þess full not annað hvort ár
og Arnarhóll annað hvort, og byrji
Stöðlakot þess brúkun frá þessum
degi til næstu fardaga, þar Arnar-
hóll hefir þess notið næst liðið ár,
þá þessi jörð við því tekur næsta
ár eftir, hver brúkun skal svoleiðis
continuera beggja jarðanna á milli,
ár eftir annað. Hvar af fylgir, að
sá sem í Þingholti býr, svarar báð-
um fyrir lóðina, sínum hvort ár,
það honum af þessu þrætuplássi
tilkemur að svara. Processkostnað-
ur dæmist hvorugum partanna, þar
báðir hafa haft nokkur rök og á-
stæður til þeirra gjörðu Præten-
tiona. Alleinasta svo að þeir álítist
ei hafa byrjað þetta mál að þarf-
lausu, skulu þeir skyldugir með
foreinuðum kröftum, að forbetra
þetta landpláss báðum jörðunum
til beztu nota, svo að þeim komi
þó til gagns sá langvarige Process,
sem af þessu lítilfj örlega máli hef-
ir risið“.
essum dómi var áfrýjað og
honum kollvarpað af Magn-
úsi varalögmanni Ólafssyni á auka-
lögþingi 1779. Dómur lögmanns
var síðan staðfestur af yfirrétti
1780, og segir þar svo:
„Vice lögmanns M. Ólafssonar
dómur, grundaður á mörgum ó-
rækum vitnum, er með eiði sannað
hafa, að sá gamli garður, sem leg-
ið hefir millum Arnarhóls og
Stöðlakots, hafi verið landamerki
millum nefndra býla, skal standa
við fulla magt, og það umþrætta
stykki hér eftir ævinlega tilheyra
Stöðlakoti“.
Þannig lauk þá þessu máli, og
má aðeins bæta því við, að með
sérstökum lögþingsdómi 1779, voru
þeir Guðmundur Runólfsson sýslu-
maður og Guðmundur Vigfússon
ráðsmaður dæmdir í sektir fyrir
óhæfilegan drátt á málinu og fyr-
ir að koma ekki til þingsins þegar
málið var tekið fyrir þar.
Bletturinn, sem um var deilt, var
sannarlega lítils virði á þeim ár-
um. Þá var þetta grýtt eyðiland
utan við bæinn. Nú er öldin önn-
ur. Nú er hann í hjartastað bæar-
ins og mun ekki þykja lítils virði.
■Vmsar fleiri upplýsingar er að
sækja í dómabókina. Þar sést
t. d. að allt holtið fyrir ofan grjót-
garða hefir heitið Arnarhólsholt,
og lækurinn hefir einnig heitið
Arnarhólslækur. Holtið fer ekki
að skipta um nafn fyrr en kemur
fram um 1800. Þá er neðsti hluti
þess kenndur við bæinn Þingholt.
Svo fjölgaði bæum þar og þegar
farið var að byggja fyrir ofan Ing-
ólfsstræti, þá var þar kallað Nýa
Þingholt eða Efra Þingholt. Síðan
var farið að tala um Þingholtin,
og færðist það nafn á alla vestur-
kinn holtsins upp á móts við það
þar sem Óðinsgata er nú. En holtið
þar fyrir ofan fekk þá og nýtt nafn
og var kallað Skólavörðuholt, og
heldur því nafni enn, þótt engin
sé Skólavarðan.
Það er athyglisvert að öll ein-
kenni á landamerkjum eru Kennd
við Arnarhól. Þannig heita efst og
syðst Arnarhólsmógrafir, sjðan
eru landamerkin meðfram Arnar-