Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 479 Sauðnaut. Tálgumynd eítir Eskimóa. við blóðrannsókn og á atferli dýr- anna, að þau eru skyldari geiturn en sauðum eða nautum, eða eins og í greininni stendur, skyldleiki þeirra við geitur er álíka og vís- unda við nautgripi. Tegundarheit- ið „ovibos“ reynist því álíka rangt og lýsingarheitið „moschatus". Fyrir þeim, sem gengust fyrir því fyrir 30 árum að sauðnauta væri aflað hingað, reynt að gera þau að innlendum dýrum, mun helzt hafa vakað að fá þau til ket- framleiðslu. Þau eru holdamikil og ketið er ágætt. Hér mundu þau eflaust geta gengið úti að miklu eða öllu leyti. Þegar við á Gottu komum að landi á Grænlandi, skutu félagar mínir strax bola, sem fór einför- um. Við höfðum haft nóg af keti. bæði af bjarndýrum og selum, en eftir að við fengum sauðnautsket- ið, brögðuðum við ekki annað ket, svo vel féll okkur það. Við kom- um með dálítið heim, að vísu salt- að, en allir, sem brögðuðu það; luku upp einum munni um gæði þess. Tilraunin, sem gerð var 1929 mistókst, eins og kunnugt er. Kálf- arnir, sem við komum með á Gottu, héldu ekki lífi. Nú kemur annað og meira en ketið til greina þarna í Vermont. Ullina telja þeir hið verðmætasta af dýrunum, eins og fyrirsögn greinarinnar gefur til kynna (Golden Fleece of the Arctic). Ullina, þelið, fella dýrin á vorin. en togið eða vindhárin fella þau ekki, nema lítið eitt, sem vill slitna með. í Gottuferðinni tíndi ég nokkuð af hagalögðum, sem lágu á víð og dreií, þar sem dýrin höfðu farið. Þegar heim kom gerði móðir mín mér bæði sokka og vettlinga úr ull þessari. Eg man eftir því, er vinkonur hennar komu í heimsókn til hennar og fengu að sjá og þreifa á því, sem hún var að vinna úr, þá varð þeim að orði: „Ja, gaman er að vinna úr slíkri ull!“ Ull þessi er alveg sérstaklega mjúk, og þá um leið hlý. Hún þófnar ekki. Reyndin hér varð sú, að t. d. sokkar, sem móðir min gerði, vildu liðast í sundur, vegna þess að þeir þófnuðu ekki. En hér var farið að okkar ís- lenzku venju, með kamba, rokk og prjóna. Þar í Vermont er hafð- ur annar háttur á og þá kemur í ljós að ullin ber af öllu hliðstæðu, sem þekkist á heimsmarkaðinum. Eskimóar nefna hana „giviut“ og notar greinarhöfundur það heiti, sennilega af því að hér er ekki um eiginlega ull að ræða. Ritgerð þessa eftir John J. Teal jr. sendi mér vinur minn vestra, próf. Stefán Einarsson. Hann læt- ur henni fylgja þessi orð: „Þessi maður vill gjarna koma heim og halda fyrirlestra um sauð- naut fyrir bændum". Væri ekki ráð að taka því boði? Enskur kennari las nokkur kvæði eftír Milton fyrir nemendur sína og gat þess þá um leið, að Milton hefði verið blindur. Daginn eftir var próf. Ein spurningin var þessi: Hvað háði M.lton mest? Svarið kom rakleitt: Hann var ikáld. Alagablettir Galdrahólmi í Krossaneslandi í Skagafirði er hólmi einn lítill, nálægt 10 fer- föðmum að stærð, mjög þýfður og enginn kostahólmi að neinu leyti. Ekki má slá hólma þennan, * og verður annaðhvort, ef það er gert að bærinn brennur eða sex beztu gripirnir á honum drepast. Þetta er trú manna enn í dag. Hólminn hefir verið sleginn þrisvar, svo menn viti, og hefir bærinn brunn- ið í tvö skipti, en í þriðja skifti urðu skemmdir miklar á búpen- ingi. Hólminn dregur nafn af þess- um kynjum og er nefndur Galdra- hólmi. (Þjóðs. Ól. Dav.) / Hringdalsbjarg Séra Jón Norðmann segir svo frá í „Allrahanda“ 1862: Þann 20. maí 1847 lágum við Grímseyingar veðurfastir í Svínár- nesi á Látraströnd. Við Guðmund- ur Grímseyjarhreppstjóri gengum þá suður að Hringdal og báðum Guðrúnu, ekkju sem bjó þar, leyfis að mega fara í bjargið til þess að ná þar hvannarótum. Hún leyfir okkur það, en sagði jafnframt, að þau álög væri á bjarginu, að hve- nær sem teknar væri úr því hvannarætur, missti ábúandinn í Hringdal einhverja skepnu þar fram af. Hún sagðist nokkrum sinnum hafa leyft að fara í bjarg- ið, og hefði hún ætíð misst skepnu fram af á eftir. Þegar við Guð- mundur heyrðum þetta, vildum við hætta við bjargferðina, en Guðrún bað okkur innilega að gera sér ekkl þá minnkunn, því að þá liti svo út, sem hún hefði viljað meina okkur hvannaræturnar.------ Ekki fóru þeir þó í bjargið því að samstundis rann á byr og sigldu þeir út að Látrum. Þar fengu þeir saðfesta frásögn Guðrúnar uxn álögin á bjarginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.