Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
487
<í>-
œr
A hólnnm stendur hljóður bær,
með hrunda stafna og brotin þil,
og gegnum rykug glugga hró,
ei greinir framar ljósaskil.
Það gustar svalt um göng og krók,
og gisnum þekjum hriktir í,
er vetur fer um daladrög,
með drungaél og stormagný.
En þessi bær man betri tíð,
er bjartar hendur prýddu rann,
og léttir fætur léku um gólf
og lífsþrá heit í æðum brann.
Þá bjó hér djarfvirkt bændalið,
við bjargargnótt og sældarráð,
og undir súðum ylur hló,
þó yfirskyggði hríð um láð.
Hve lífsins allt er hverfult hjól,
nú hlúir enginn staf og gátt;
um yfirgefinn afdalshæ,
blæs auðnin köld úr hverri átt.
Hver gæfusögn hér gerðist fyr,
er gleymsku falin, týnd og máð.
Og bráðum faliið brak og rúst,
eitt ber hér vitni um horfna dáð.
KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum.
Blind stúika fær sýn
FYRIR tæpum 30 árum byrjaði
svissneskur vísindamaður, Rudolf
Hess, að rannsaka heilafrumur í
köttum með því að stinga örmjóum
rafvír inn í heilafrumurnar. Fyrir
þessar rannsóknir sínar hlaut hann
svo Nóbelsverðlaun í læknisfræði
1949. Þessi rafleiðsluþráður er svo
mjór, að hann er ekki nema % á
móts við mannshár.
Þessum rannsóknum hefir síðan
verið haldið áfram á ýmsum dýr-
um, og hafa menn komist að því,
að viðbrögð þeirra eru ærið mis-
munandi eftir því hvar rafstraum-
urinn snertir heilafrumu. Hafa
menn því komist að þeirri niður-
stöðu, að vissar stöðvar í heilanum
valdi vissum viðbrögðum. Þær
þurfi ekki annað en hvatningu af
örlitlum rafstraumi til þess að gefa
fyrirskipanir sínar. Þannig var
hægt að vekja ógeð sumra dýra á
uppáhalds fæðu sinni, ef rafstraum
-urinn snerti ákveðnar heilafrum-
ur. Grimm dýr var hægt að sefa.
með því að beina rafstraumnum að
öðrum heilastöðvum, og enn var
hægt að gera meinlaus dýr trylit
með rafstraumi á aðrar heilastöðv-
ar. Viðbrögð dýranna fóru eftir
því hvar rafstraumurinn lenti. Sum
tóku að velta vöngum, önnur urðu
hölt, eða misstu alveg jafnvægið
og duttu. Sum urðu kát, önnur
þunglynd — allt eftir því hvar raf-
straumurinn lenti.
Þegar þessar rannsóknir á dýr-
um höfðu farið fram um hríð, var
farið að gera tilraunir á mönnum.
einkum þó geðsjúklingum, í þeirri
von , að hægt væri að laga þá rugl-
un, sem komist hafði á starfsemi
sérstakra heilafruma.
En merkilegasta tilraunin, sem
gerð hefir verið er sú, er blindri
stúlku var gefin sýn. Þessi stúlka
heitir Betty Corstorhpine og er 35
ára að aldri. Hún hafði misst sjón-
ina fyrir 18 árum vegna bólgu, sem
þrengdi að sjóntauginni. Hún á
heima í Los Angeles.
í októbermánuði sl. fellst hún á
að gerð væri á sér tilraun með raf-
leiðslu inn í heilann. Tveir læknar
framkvæmdu aðgerðina. Heita þeir
dr. Tracy Putnam og dr. John C.
Button. Þeir stungu hinum örfína
rafleiðsluþræði inn í heila stúlk-
unnar, þangað til hann snart sjón-
stöðvar heilans. Þá var ljósið
slökkt. í hendi sér helt stúlkan á
örlitlum rafgeymi, sem var settur
í samband við þráðinn. Svo var
ljós tendrað. Og um leið hrópaði
sjúklingurinn:
„Ó. ég sé ljósið, ég sé ljósið!“
Hún sá að vísu ekki annað en
birtu, gat ekki greint neina hluti.
En hún sá úr hvaða átt birtan kom,
og skeikaði ekki þótt brugðið væri
upp ljósi sitt á hvað.
Hér er að vísu ekki um lækningu
að ræða, en þó þykir þetta stór-
merkilegt. Og læknar segja, að svo
kunni að fara, þegar frekari til-
raunir verða gerðar, og þá ef til
vill með „radar“, að hægt verði
að gefa blindum sýn.
RAFMAGN FRÁ JARÐHITA
Fyrirtæki, sem nefnist „The
Thermal Power Co.“ er nú að láta
bora eftir gufu hjá hverunum, sem
eru skammt frá Santa Rosa í Kali-
forníu. Gufuaflið á að nota til þess
að framleiða rafmagn, líkt og gert
hefir verið bæði á Nýa-Sjálandi og
Ítalíu. En þetta er fyrsta tilraunin
sem gerð er í Bandaríkjunum.
Jarðhitasvæðið hjá hverunum
(the Big Geysers) er um 3200 ekr-
ur. Þar hafa nú verið boraðar átta
grunnar holur og ein djúp, og er
krafturinn, sem þar kemur upp,
talinn samsvara 6000 kilowatt. Hit-
inn vex óðum eftir því sem dýpra
dregur. Er talið að ef boruð verði
1500 feta djúp hola, pá muni fást
úr henni einni svo mikið gufumagn
að það samsvari 4000 iúlowatt.