Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 6
478
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Ársœll Árnason:
Gullin reyfi í heimskautslöndum
hólstroðningum að Arnarhólshús-
um og þaðan í Arnarhólsvörðu. En
steinninn niður við lækinn er ekki
nefndur Arnarhólssteinn. Hann
hefir ekkert nafn, og hefir þó ver-
ið einkennilegur, eftir því sem
honum er lýst, og auk þess að
sumra dómi endamark.
Annað einkennilegt kemur fram,
þar sem talað er um hve langt
Arnarhólsland nái til suðurs. Eitt
af vitnunum, ívar Jónsson, sagðist
hafa heyrt að landamerkin væri
úr stóra steininum við lækinn,
„þaðan sjónhending í Arnarhóls-
vörðu, þaðan í Arnarhólshús, það-
an í Efrihlíð, sem er nálægt við
Öskuhlíð“ (þannig skrifað, en á
sjálfsagt að vera Öskjuhlíð). Annað
vitni, Ólafur Filippusson, sagðist
hafa heyrt að landamerki Arnar-
hóls næði frá Arnarhólshúsum
„upp í Erskjuhlíð" Þannig er þetta
skrifað og gæti það bæði þýtt Eski-
hlíð og Öskjuhlíð. Hér virðist þó
átt við sama staðinn og ívar nefn-
ir Efrihlíð „nálægt við Öskjuhlíð".
Það er sýnt hvað ívar á við, það
er hlíðin fyrir austan slakkann, þar
sem Hafnarfjarðarvegurinn ligg-
ur nú. Gæti það verið að efri hlíð-
in hafi um þær mundir verið köll-
uð Eskihlíð? Þá hefði verið til bæði
Eskihlíð og Öskjuhlíð. Þessari
spurningu er varpað fram vegna
þess, að nú virðist svo sem enginn
viti hvað efri hlíðin hefir heitið.
Frá því er einnig sagt, að árið
1765 hafi verið öskuhóll nærri
bænum Arnarhóli. Hér er eflaust
átt við fornan öskuhaug (sennilega
vallgróinn, þar sem hann er kallað-
ur hóll). Ekki er þess nánar getið
hvar þessi öskuhaugur var, og nú
verður ekki á hann bent, vegna
þess að öllu hefir verið umturnað.
En ólíklegt er að öskuhaugurinn
hafi verið fluttur þaðan svo að
ekkert sé eftir af honum.
Nú hefir verið hafizt handa um
•ð grafa upp gömlu traðirnar í
SVO heitir grein, sem birtist í
marzhefti ameríska tímaritsins The
Atlantic Monthly þ. á. og er höf-
undurinn John J. Teal, jr. Hann
lýsir þar ræktun sauðnauta, er
hann stendur fyrir í Vermont í
norðausturhluta Bandaríkjanna, en
áður hafði hann kynnt sér lifnað-
arhætti þeirra í þeirra eigin heim-
kynnum nyrzt í Kanada.
Á tilraunastöð þessari hefir það
komið í ljós, eftir því sem í grein-
inni segir, að auðveldara er að
temja þessi dýr en flest önnur vilt
dýr. Við öflun dýranna voru aðeins
tekin ungdýr, án þess að fella hin
eldri, og var það gert með því að
reka þau á sund, þar sem þau gátu
lítið eða ekkert viðnám veitt. Þessi
aðferð datt mér einmitt helzt í
hug í Gottaleiðangrinum til Græn-
lands fyrir tæpum 30 árum, sem
ýmsir máske muna enn. Fyrir mér
vakti, ef mögulegt væri, að ná
mæðrunum með kálfunum. En til
þess voru engin tæki né líkindi til
árangurs. Fyrst það að reka dýr-
in, er þau yfirleitt brugðust til
varnar, þegar að þeim var sótt. Og
þó að þeim hefði verið komið á
sund út í sjó, sem var nálægt 0
gr. kaldur, eins og þarna var, hefðu
þau þolað það, með ekki betri að-
hlynningu en við gátum veitt
þeim?
Á tilraunastöð þessari í Vermont
gegnum Arnarhólstún. Á einum
stað fannst þar aska. Mundi ekki
öskuhaugurinn hafa verið þar í
grend? Finnist hann, er vænlegra
að menn rekist þar á forna gripi,
heldur en í tröðunum.
Á. Ó.
fengu ungdýrin hina beztu umönn-
un og hina nákvæmustu meðferð.
Þeim var gefin mjólk úr pela, og
vönduít þau fljótt á hann, eins og
heimalningar hjá okkur.
Þarna voru vísindamenn til taks,
bæði tíl þess að sjá um að dýrin
tæki ekki veiki af öðrum dýrum
og til dýrafræðilegrar rannsókn-
ar. Þá kemur í ljós að heiti þeirra
er í rauninni rangnefni. Þeir, sem
fyrstir kynntust þessum dýrum,
kenndu þau við moskus, sem þá
var mjög eftirsótt ilmefni. Hvað
fyrir þeim hefir vakað er ekki auð-
velt að skýra á annan hátt en þann,
að þeim hafi farið svipað og Eiríki
rauða, að þar reið á mestu að
„landið héti vel“.
Reynslan hefir sýnt að moskus-
ilmur stafar enginn frá þeim. En
enn loðir þetta nafn við þau. Al-
gengasta heitið á þeim hefir ver-
ið moskusnaut eða hliðstæð orð i
nágrannamálum okkar. Þeir norð-
urfarar, sem bezt kynntust dýrum
þessum í heimkynnum þeirra
Vilhjálmur Stefánsson og Otto
Sverdrup, höfnuðu alveg moskus-
nafninu. Sverdrup kallaði dýrið
„polaroxe", Vilhjálmur tók upp
vísindaheitið „ovibos“, en sleppti
lýsingarheitinu „moschatus". —
Enska heitið var annars „muskox“.
Við höfum tekið upp heiti á dýr-
inu ,sem er þýðing á latneska heit-
ir.u, „ovi-bos“, þ. e. „sauð-naut“,
gefið eftir útlitinu.
Eins og áður er getið, voru á
tilraunastöðinni í Vermont vísinda-
menn, er rannsökuðu dýrin frá
dýrafræðilegu sjónarmiði ná-
kvæmar en áður hafði verið gert.
Við þá athugun kemur í ljós, m. a.