Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 12
484
LESE :< MOF: ULtíl.AÐSINS
Smosagan
Hann hafði
ÞAÐ getur vel verið að alla langi til
þess einhvern tíma á ævinni að hverfa,
flýa frá umhverfi sínu. En eg hefi eng-
an þekkt, sem hvarf jafn snilldarlega
og Mr. Smith. Að minnsta kosti í bili
— í bili.
Hann h'*ði verið smiður og átt
heima í Bradford. Og hann var kvænt-
ur. Hann varð leiður á Bradford. Hvort
hann var líka leiður orðinn á frú
Smith, veit eg ekki með vissu, en eg
get ímyndað mér það.
Hvað um það, hann hljóp frá henni
og réðist sem smiður hjá einu af stóru
koparnámufélögunum í Norður-Rho-
desíu. Þeir greiddu fargjaldið fyrir
hann, og svo vann hann hjá þeim í
þrjú ár og græddist vel fé. En þá var
vistráðningartíminn útrunninn.
Hann réði sig ekki aftur, og ekki fór
hann til Bradford. Hann lagði leið sína
upp með Zambesi-ánni til brezka
verndarríkisins Barotseland. Þar varði
hann fé sínu í það að kaupa „kaffír-
búð“, þar sem Svertingjar versla ein-
göngu.
Nú var það rétt fyrir stríðið að
stjórnin sendi mig á þessar slóðir til
þess að bólusetja kvikfé. Eg lagði á
stað skammt frá Livingstone og fór á
báti upp eftir ánni, en átta menn reru
bátnum. Þeir sungu stöðugt Þeir voru
glaðlyndir. Við gistum í þorpum á
leiðinni og eg svaf í tjaldi. Á kvöldin
skaut eg einn eða tvo bukka í matinn
hana ræðurunum og handa þorpsbúum.
Þannig heldum við áfram þar til við
komum til Lesheke. Þá um kvöldið
varð eg að fara í heimsókn til héraðs-
stjórans. Það var leiðiniegt kvöld. Eg
varð að sötra þar viskí, eta slæman
mat og síðast spila svartapétur. Allan
tímann heyrði eg bumbur barðar í
þorpinu og vissi að ræðararnir
skemmtu sér betur en eg.
Svo gekk frúin eitthvað út fyrir, og
þá notaði héraðsstjórinn tækifærið Jil
þess að vara mig við Mr. Smith.
„Hann er hreint ekki slæmur maður
og eg þekki hann lítið", sagði héraðs-
stjórinn. „En hann er einn af þessum
mönnum, sem ekki er hægt að um-
gangast. Hann er orðinn viltur, flækt-
ur í kvennamál og allt þessháttar. Það
fundið frið
er hábölvað. Hann á dóttur, sem er
kaffibrún í framan — en þó er hún
lagleg, stelpan. Þær geta verið laglegar
hér, en þessi tekur þeim öllum fram.
Já, það er hábölvað allt saman“.
Eg sagði að eg sæi ekki neitt há-
bölvað við það að stúlka væri fögur,
en varð þess brátt var að þetta hefði
eg ekki átt að segja.
Morguninn eftir fór eg að heimsækja
Mr. Smith. Kofinn, sem hann verslaði
í, var svipaður öðrum kofum þar, löng
einlyft bygging með stráþaki, gerð úr
þeim efnum sem hendi voru næst. Fyrir
framan var verönd og þar sátu fjórir
menn við að sauma á stignar sauma-
vélar. Þeir voru að sauma kvenkjóla
úr útlendu efni.
Fyrir framan dyrnar voru tveir eða
þrír uxaplógar og á veggnum hengu
ljóna- og hlébarðagildrur eins og rófu-
kippur. Fjöldi fólks var þarna í hróka-
ræðum, karlmenn í nankinsbuxum og
sumir í skyrtu líka, konur í skræpótt-
um kjólum og allsnakin börn.
Inni í búðinni var ennþá fleira fólk,
sem var að skoða vörurnar, káfaði á
öllu og keypti ekkert fyr en eftir langt
þras. Ef einhver kona keypti tíu hluti,
þá heimtaði hún að fá að borga hvern
sérstaklega, taldi svo það sem hún
fekk til baka, og borgaði svo næsta
hlut. Ef hún keypti sykur eða kaffi-
baunir, þá faldi hún þetta einhvers
staðar inni í fellingunum á kjólunum
sinum. En ef hún keypti eitthvað ann-
að og þyngra, þá setti hún það upp á
kollinn á sér, og bar það svo ef til vill
30 km leið heim til sín.
Margir furða sig á því hvað fréttir
berast fljótt í Afríku, og halda að þær
sé tilkynntar með bumbuslætti. Ónei,
það er kvenfólkið sem ber fréttirnar.
Konurnar eru alltaf á faraldsfæti úr
einu þorpinu í annað, og ef þær frétta
eitthvað, þá segja þær frá því.
Afgreiðsluborð var á þrjá vegu í
búðinni og innan við það stóðu sex af-
greiðslumenn. Þarna mátti líta litskrúð
mikið, því að allavega rósótt léreft
hengu í búðarloftinu. Litirnir voru
skærir og áberandi, en hvergi ósmekk-
legir. Það er ekki hægt að selja
afríkönskum konum neitt, sem ekki er
litfagurt.
Þarna var spjallað og hlegið. —
óvenjulega glatt á hjalla í búð, sem
hvítur maður átti. Eg óskaði að tala
við húsbóndann. Mér var þá sagt að
hann væri ekki kominn á fætur, en eg
skyldi ganga rakleitt inn í hús hans,
hann ætti von á mér.
Eg lagði á stað út á brennheitan
sandinn, og hundrað augu gláptu á
eftir mér. Eg kom að kofa kaupmanns
og kallaði. Og mér var svarað með
breiðum Jórvíkur-málrómi: „Kom
inn!“
Eg kom inn í stofu og um opnar dyr
heyrði eg háan smell og skræk, og síð-
an dillandi hlátur. Og svo heyrðist mér
margt fólk þjóta út um aðrar dyr. Rétt
á eftir komu brosandi andlit þriggja
fagurra kvenna á gluggann — gægðust
inn á mig.
Eg fór inn í svefnherbergið. Þar sat
hann upp við dogg í því breiðasta rúmi,
sem eg hefi nokkuru sinni séð. Hann
var í purpuralitum náttfötum, en sæng-
urklæðin voru gul. Mér leizt þegar vel
á hann. Eg settist og hann kallaði
hárri rödd á kaffi.
Hann lék við hvern sinn fingur,
ánægður með sjálfan sig og allt. Eg
hefi aldrei hitt jafn lífsglaðan mann.
Við drukkum kaffi og svo steig hann
nakinn fram úr rúminu án þess að
fyrirverða sig og við settumst að snæð-
ingi, fengum lambasteik og þrjú egg
hvor. Eg var allan daginn hjá honum,
og gisti svo hjá honum um nóttina.
Héraðsstjórar eru taldir nokkurs
konar kóngar í Afríku, en það var
ekki nokkur efi á að Mr. Smith var
kóngur hér, en héraðsstjórinn aðeins
tollheimtumaður.
Heima hjá Smith var alltaf húsfyllir
af fólki. Þar voru margar konur —
allar laglegar og heldur feitlagnar.
Þannig vildi hann hafa þær — feitar
og fjörugar.
Þarna var sífelld gleði og allt húsið
kvað við af hlátrum. Hann gerði ýmist
að æpa eða hlæa, öskraði að færa sér
hitt og þetta, skammaðist og bölsótað-
ist og rak svo upp skellihlátur.
Margir höfðingjar komu að heim-
sækia hann. Þeir settust þar á dýnu
og klöppuðu saman lófum í kveðju-
skyni.. Svo hófst löng ráðstefna og þeir
töluðu saman á Lozi-mállýzku.
Eg skildi svo mikið í því máli, að eg
komst að éfninu. Þeir töluðu mest um
brögð og hneikslismál. Smith hafði