Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 473 ið krafinn um lóðargjald, og sér hefði skilizt að kaupmaður hefði litið á þetta svæði sem eyðipláss. Árið 1774 reisti annar maður, Einar Eiríksson, nýbýli á þrætu- landinu. En þá hefir Guðmundur Vigíússon verið farinn að eigna það Arnarhóli, því að Einar fær leyfi hans til þess að reisa býlið. Veggirnir af bæ Árna voru þá uppistandandi. Er svo að sjá sem Árni hafi verið að hugsa um að endurreisa bæinn, því að hann fór nú til Guðm. Vigfússonar og bað hann að byggja ekki Einari tóftirn- ar. Varð það til þess að Einar reisti bæ sinn syðst og efst í þrætuland- inu, þar sem nú er Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Sá bær var einnig kallaður Þingholt. Enn var lítið hús á þrætuland- inu. Það var smiðja og stóð hún norður við Þvergarðinn. Þessi smiðja mun hafa verið reist þeg- ar tukthúsið var í smíðum. Hún er sýnd á uppdrætti Lievogs 1787 og hefir hún staðið um það bil mitt á milli vanhúsanna, sem nú eru í Bankastræti. að mun hafa verið árið 1773 að Guðmundur ráðsmaður fer að seilast til nytja suður fyrir Þvergarð, eða árinu áður en hann leyfði Einari að byggja þar. Þess vegna mun Einar hafa haldið, að hann þyrfti að fá leyfi hans til að setja þar nýbýli, en ekki greiddi hann Guðmundi neina leigu „nema í smáhandtökum" Síðan fór Guð- mundur að færa sig upp á skaftið, og sumarið 1776 hafði hann þar tvær kýr sínar tjóðraðar. Þetta líkaði Stöðlakotsbændum ekki. Þeir voru þá tveir. Annar hét Guð- laugur EiríkSson, en hinn Hendrich Hansen og var hann „assistent“ hjá kóngsversluninni í Örfirisey og mun þess vegna hafa fengið á- búð 1 Stöðlakoti. Hann hefir ætl- að sér að koma þar upp sauðfé, því að á manntalsþingi þetta sumar lætur hann lýsa marki sínu, sem var sýlt og gat hægra, ómarkað vinstra. Hann var kvæntur Sig- ríði eldri, dóttur merkisbóndans Sigurðar Erlendssonar í Götuhús- um. Þau fluttust síðar að Básend- um og verslaði Hansen þar, þang- að til Básendaflóðið mikla, 1. jan. 1799, lagði staðinn í auðn. Hinn 16. október 1776 fóru Stöðlakotsbændur svo til Christ- ensens kaupmanns og kærðu fyrir honum „sína ófornægju með Guð- mundar Vigfússonar opförsel móti sinni ábýlisjörð á næstliðnu sumri“. Kaupmaður fól þá Oddi Hjalta- lín lögréttumanni á Rauðará að stefna málinu fyrir dóm. Oddur var sonur Jóns O. Hjaltalíns í Vík, og bróðir Silfu, konu Giss- urar Jónssonar, sem var á Arnar- hóli. Þá var Guðmundur Runólfs- son sýslumaður í Gullbringusýslu og hafði hann fyrsta réttarhald í málinu 21. nóvember. Þar krafðist Oddur þess, að Reykjavík væri dæmt landið til ævinlegrar eign- ar og Stöðlakoti til nytja hér eft- ir sem hingað til, ásamt hinum nýa tómthúsbæ. Þá krafðist hann þess að Guðmundur Vigfússon yrði dæmdur til að greiða usla- gjöld eftir 2 kýr s.l. sumar. Hafði Oddur látið 4 menn meta þau, og voru þau metin til 12 alna. Guðmundur Vigfússon krafðist sýknu og að þrætulandið yrði dæmt Arnarhóli. Helt hann því fram, að Arnarhóll ætti land að „stóra steininum" við lækinn. Ekki er nú alveg víst að hann hafi treyst á málstaðinn, því að hann beitti ýmsum brögðum til þess að reyna að ónýta málið og síðan til að draga það á langinn. Ifvernig var svo þessi land- 1 skiki, sem barizt var um? Um það voru teknir vitnisburðir 12 manna, og voru þeir flestir á sömu leið. Þorkell Þórðarson lögréttumað- ur í Þemey, sem hafði verið sein- asti ábúandi Víkur með Jóni O. Hjaltalín, sagði: „Plássið umhverf- is þinghúsið þótti í þá daga ekki umtalsvert, og ekki skiftu Reykja- víkurbændur sér af því“. — Sig- uiður Erlendsson í Götuhúsum sagði: „Mér sýnist það túnaút- skefjur". — Ásmundur Vigfússon sagði: „Það er útberjutún“. — Sighvatur Sighvatsson á Arnar- hóli sagði: „Mér leizt ekki á að landið væri yrkjandi, fyrr en tómt- húsbýlin komu“. — Einar Eiríksson sagði að Stöðlakotsmenn hefði slegið með læknum spildukorn kringum steininn, „en ekki sýndist mér það gjörlegt að slá mikið lengra upp eftir, þá eg kom fyrst til veru austur yfir læk“. — En Guðmundur Jónsson vefari tók af skarið: „Eg fortek ekki að lagkænn maður kynni að geta höggvið smá- toppa innan úr þessum klettum, hingað og þangað með ljá, en al- mennilega hefir mér litizt, að menn mundi mega rífa eða slíta grasið milli steinanna með höndunum“. Enginn þessara manna hafði bú- ið á Stöðlakoti, og er þá eftir að vita hvað ábúendur þar sögðu um gagnsemi blettsins. Gisli Einarsson, sem bannaði Árna Nathanaelssyni að beita þar kú sinni, bjó 15 ár í Stöðlakoti. Hann sagðist hafa slegið norður með læknum að Þvergarðinum og upp með honum á móts við smiðjuna. — Pétur Jónsson, sem hafði búið um 20 ár í Stöðlakoti, sagði: „Einu sinni sló eg niður við lækinn norður við Þvergarðinn". — Niels Jónsson sagði: „Ekki man eg hve langt eg sló. Þrætulandið má varla kallast tún, en í öðru eins er slegið og það er nú“. — Runólfur Engilbertsson sagði svo um blettinn: „Eg held það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.