Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
483
<v-
GJÍ
á
\-juOöfar<^arcj,aröiLr
Nú drjúpa blótnin höfði í Guðbjargargaröi.
Liljurnar loka brá.
Döggtárin blika á rauðum rósum.
Blómálfar tifa á tá. —
Hijótt er í Guðbjargargarði!
En lífið hvíslar kliðijúft i Guðbjargargarði
hljóðlátum hjalandi róm:
Kærleikurinn blundar hér í birkl og reyni,
og blessað er sérhvert blóm! —
— Lífið er eilíft í Guðbjargargarði! —
Þá brosa allar rósir, og blómin lyfta höfði,
hvert brUm mót sólu þyrstir í lífsins dýru veig.
i skyndi fyllist garðurinn unaði og yndi
og endurnýjun bergir í daggarúðans teyg.
— Því lífið er eilíft í Guðbjargargarði! —
Með hverju ári sól úr suðri snýr.
Sumarið nálgast hljótt og létt í spori
og kyssir heitum kossi garðinn þinn.
Þá mun hann, Guðbjörg, sólskins-sæll og hlýr,
senda þér ástarkveðju á hverju vori
með þrastasöng og þökk í sérhvert sinn!
HELGI VALTÝSSON.
ur og hann gleymdi því alveg, að
mannlegur líkami er ekki jáfn
endingargóður og vélar. Hann of-
bauð kröftUm sínum og veiktist af
berklum. Honum var ráðlagt að
leita í hollara loftslag. Á árunum
1894—1898 dvaldist hann svo í
ýmsum stöðum, sér til heilsubótar.
Seinast var hann í New Mexiko,
en þá brann húsið, sem hann var í,
og þar fórust í eldinum fjölmargar
teikningar hans af vélum, er hann
hafði fundið upp og eins endur-
minningar, sem hann hafði skrifað.
Eftír þetta áfall settist hann að í
Baltimore, og þar dó hann 28. okt.
1899.
ótt setningarvél Mergenthalers
væri talin meistaraverk á
sinni tíð og bera vott um furðulega
snilligáfu, þá fór hér sem oftar, að
hægara er að gera breytingar á
hugvitssmíð, en finna hana upp
Þess vegna hafa komið fram ýms-
ar gerðir setningarvéia, en allar
byggja þær á grundvallar-hug-
mynd Mergenthalers. Það var
hann, sem leysti þrautina, og enn
eru „Linotype“-setningarvélarnar i
fullu gildi.
Af nýrri setningarvélum mun
oss íslendingum þykja mest vert
um þá setningarvél, sem íslending-
ur fann upp. Hann hét Oddur Sig-
urðsson, og hefir Ólafur Sveinsson
prentari skrifað grein um hann í
„Prentarann“ 1957. Hyggur hann
að Linotype-félagið hafi keypt upp
-finningu Odds, vegna þess að setn-
ingarvél hans hefði getað orðið
Linotype-vélunum skæður keppi-
nautur.
í greininni er sagt frá vél Odds
á þessa leið:
„Það er sérstaklega áberandi,
hve vélin er fyrirferðarlítil og
meðfærileg, ef miðað er við þær
setningarvélar, sem notaðar eru
hér á landi.
Líklegt er, að hún haíi verið að
sama skapi ódýr, þurft litla aflvél
og verið ódýr í rekstri.
Letrið, sem vél Odds framleiðir.
er styttra — eða lægra — en venju-
legt letur. Vélin smeygir fót eða
undirstykki undir hverja línu jafn-
óðum og hún slúttast. Situr staf-
línan föst í rauf eða grópi í fót-
stykkinu, með bilum milli orða er
ákveðast með fleygum eftir þvi
hve línan er þétt eða glennt.
Afköst vélarinnar eru allt að 360
stafir á mínútu (yfir 20 þús. á
klukkustund) af 10 pt. letri. Er
þetta samkeppnishæfur hraði við
hröðustu setningarvéiar annarra
tegunda.
Það hefir vissulega ekki verið að
ástæðulausu, að Linotype-félagið
taldi setningarvél Odds eina af
samkeppnisvélum sínum — þær
voru aðeins fáar, — því Oddi tókst
að búa vél sína eiginleikum, sem
gátu verið keppinautunum mjög
hættulegir. Og þess vegna „hvarf''
hún að líkindum".
Oddur Sigurðsson var Reykvík-
ingur, sonur Sigurðar járnsmíðs
Jónssonar í Stöðlakoti. Hann hóf
prentnám í Reykjavík um 1888, var
við það 2^3 ár, en fór þá til Eng-
lands og gerðist vélsmiður hjá
Linotypevélaframleiðendum. Fann
hann upp ýmsar endurbætur á
þeim og seinast nýa setníngarvél,
og mun hafa hagnazt vel á þvt,
Hann var kvæntur enskri konu;
varð bráðkvaddur í London 1946.