Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 485 -------------------o, / Hamarsfirbi 1 Hamarsfjarðar kirkjukór er kostabjart og himinn stór og konunglega veggjavítt þó víða reynist bert og grýtt. Um brattar hliðar krýpur kjarr, þann kostagróður aldrei þvarr, því ilmbjörk ræður öllum hag með angangleði nótt sem dag. Hið mikla kirkjugólf er grund og grösug mýri, fífusund við á, sem kringir hólm og hæð, á hörðum eyrum reið og væð. En rétt við ósinn fellur foss í flæðarmál, þar stendur kross á klöppinni og kynnir gjörð og kallar: þetta er heilög jörð. Það komu farmenn heims um haf og hamingjan þeim leiði gaf að þjóna Guði á þessum stað unz þeirra líf var fullkomnað. í kyrrð og þögn var þelrra stai og þeirra saga leið og hvarf, un. þeirra leit og landnámsöid er lítið skráð á sagnaspjöld. I huga minum sé ég svið ég sé þá búa tjöllin við, þá menn er stærstu greiddu gjöld en gleymdust þjóð og seinni öld. Eg horfi yfir Hamarsfjörð, mitt heimaland og ættarjörð, hver dalur Fróns er heilagt hof, hver hnjúkur syngur Drottni lof. Að mati þess er man og veit, að mannlif allt er sókn og leit að leið og marki að finna frið og fagna því sem tekur við, er Iýkur vorri furðu-för, er fellir segl og reiða knör, þó lífið greiði lítil svör og lítinn hlut í margri vör. ÁRNI G. EYLANDS hönd í bagga með öllu, ■sem gerðist í héraðinu. Hann þekkti hvern mann þar. Hann þekkti snöggu blettina á þeim öllum. Hann var gagnkunnugur deilumálum í hverju þorpi. Menn leituðu lögfræðilegrar aðstoð- ar hjá honum, í stað þess að fara til héraðsstjórans og bíða þar tímunum saman eftir úrskurði, sem svo var vit- laus er hann kom. Smith afgreiddi allt samstundis. Hann greiddi jafnvel úr morðmálum. Hann sagði mér að í Zambesi hefði fundizt lík af myrtum manni. Menn komu til hans og spurðu hvað nú ætti að gera. Hann spurði hver hefði myrt manninn, og morðinginn gaf sig þegar fram. Smith spurði hvers vegna hann hefði gert þetta. Maðurinn sagði að þetta hefði verið óþokki, og það væri gott að hann var dauður. Þá spurði Smith aðra, sem hann treysti, og þeim bar saman við morðingjann. „Málinu er lokið“, sagði Smith. Og svo var skrokknum hent i Zambesi handa krókódílunum, og þar með var sagan ÖIL Dóttir hans Smith — já, hún var dá- samlega fögur. Hann sá að eg gat ekki haft augun af henni, og spurði þá hvort eg vildi ekki eiga hana. Hann sagði að eg gæti tekið við versluninni, og lifað hér eins og kóngur í ríki mínu. Það er skrítið hvað menn eru oft kjörviltir. En oft verður mér hugsað um þennan stað, hið mikla fljót, frum- skógana fulla af glaðværu fólki, — og þá hugsa eg líka um stúlkuna fögru. Eg lauk erindum mínum, kvaddi Smith og dóttur hans, og helt á stað niður eftir fljótinu. Þegar við komum til Senanga, sáum við að bátur var bundinn þar sem við ætluðum að lenda. Við lentum því nokkru neðar og eg gekk svo upp með ánni til þess að vita hverjir væri hér á ferð. Þarna var ósköp venjulegt tjald og úti fyrir því venjulegt borð og venju- legur garðstóll. Og í stólnum sat hvít kona, — rengluleg kona með heljar stóran sólhjálm á höfði og niður undan honum rauðan flónelsdúk, sem breidd- ist um herðarnar, svo að sólin skini ekki á hálsinn. Þetta er líklega trú- boðskona, hugsaði eg, ein af þessum ofsatrúarkonum. Umhverfis hana var hálfhringur af forvitnum svertingjum. Þeir fóru eins nærri henni og þeir þorðu og gláptu á hana steinhissa. Aðra eins furðusjón höfðu þeir aldrei séð. Hún var með stór gleraugu og þau settu uglusvip á hana, og næfurþunr.ar varirnar klemmdi hún 'saman eins og henni byði við öllu. Hún var þó svo kurteis að bjóða mér sæti og drekka te með sér. Eg heyrði á mæli hennar að hún mundi vera úr Jórvíkurhéraði. Og svo sagði hún mér deili á sér. Hún kvaðst heita frú Smith og ekki hafa séð mann sinn í 12 ár. Hann hefði að vísu sent sér peninga reglulega á hverjum mánuði, en gætt þess vel að það sæist hvergi hvar hann var niður kominn. Með einhverjum ráðum hafði henni þó tekist að komast að því, og var nú komin, án þess að gera boð a undan sér, og ætlaði að setjast að hjá honum. „Þetta kemur víst flatt upp á hann“ sagði hún. „Hvað skyldi hann segja? Er þetta ekki ævintýri líkast?" Næsta morgun heldum við sitt í hvora áttina. Já, eg held að þetta hafi orðið ævin- týri líkast, ef vel er að gáð. (Úr ,,The Listener“> GEISLAVIRKUR GRÓÐUR Vísindamönnum víða um heim stendur stuggur af geislaryki fra kjarnorkusprengingum. Geislaryk þetta berst með vindum víða, fell- ur svo til jarðar og gerir gróður geislavirkan. Enskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þeim gróðn sem lifir í súrum jarðvegi, eins og t. d. mýramosa, er hættast við að draga í sig geisla úr geimrykinu. Nú er strontium-90 talið hættuleg- asta geislavirka efnið fyrir menn. En á seinustu árum hefir aukizt mjög magn þess í jarðargróðri. Enski vísindamaðurinn dr. Gor- ham hefir komizt að þeirri niður- stöðu að semustu 10 árin hafi strontium-magn í gróðri, sem vex í súrri jörð, aukizt fimmtugfalt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.