Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 16
488
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
bETTA spil var í heimsmeistarakeppni
og áttust þar við Bandaríkjamenn og
Argentínumenn. Það sýnir hvernig
góðum spilamönnum getur stundur-
mistekizt. Hér voru Bandaríkjamer
irnir Roth og Stone S—N.
* A G 7 6
4 3
V D 10
♦ 10
* Á 10 8 7
«52
V K G 8 4 3
♦ D G 4 3
+ 63
N
V A
S
+ 98
V Á 2
♦ K 6 5 2
* D G 9 5 4
+ K D 10
V 9 7 6 5
♦ Á 9 8 7
* K 2
A komst i 3 grönd, og Bandaríkja-
maðurinn sló út H7. Það var gott út-
spil að öðru leyti en því, að hann hefði
átt að slá út 5, til þess að villa ekki
samherja sinn. V drap með drottrfingu,
norður með kóng og A með ás. Síðan
tók A fimm slagi í laufi með því að
„svína“, og hinir urðu að fleygja af
sér. N fleygði 2 hjörtum og einum tigli,
en S fleygði einum spaða og tveimur
Uglum. Nú átti V aðeins eftir spaða
og T 10. A sló út spaða og gaf S kóng-
inn. En nú sló S út T Á og síðan öðr-
um tigli. A drap með T K og kom svo
með spaða og átti alla slagina — 5 yfir.
Á hinu borðinu sögðu Bandaríkja-
menn 2 spaða, en unnu fjóra.
TÝND SKJÓÐA
Á sýslunefndarfundi, sem haldinn
var í Norðurmúlasýslu, kom það til
tals, að hvergi fundus* tveggja ára
reikningar Eiðaskólans. Sýsiunefndin
kvaðst hafa látið þá í skjóðu og sent
endurskoðunarmönnum; endurskoðun-
armenn kváðust hafa sent skjóðuna
frá sér, víst til skólastjórnar. Það er
síðan haft að orðtaki eystra, þegar
eitthvað týnist og finnst ei, að það sé
LANDAKOTSKIRKJA. — Þessi mynd er tekin á flugi yfir Reykjavik og sér of-
an á Landakotskirkju, túnið umhverfis hana og Landakotsskólann (fremst). Á
miðri myndinni má t. d. líta stórhýsi Landsímastöðvarinnar, Reykjavíkur Apo-
tek og Hótel Borg. Handan við þau sést Stjórnarráðið, sem einu sinni var mest
stórhýsi á lslandi, en er nú orðið heldur lágkúrulegt í samanburði við nýu hús
in. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon)
komið í skjóðuna til Eiðaskólareikn-
inganna (Fjallkonan 1889).
FIÐLU BJÖRN
Hami var systursonur Halfdans prests
í Felli, hins fjölkunnuga. Björn var
latur í æsku og tók prestur hann til
sín að manna hann. Lagði hann ýms-
ar þrautir fyrir Björn og gerði honum
sjónhverfingar til þess að vita hvort
nokkur dugur væri í honum. Eitt sinn
kom hann til Björns og spurði hvort
hann mundi þora að ríða góðviljugum
hesti, er færi jafnt yfir láð og lög.
Björn kvað sér ekki hafa verið svima-
gjarnt hingað til, þó hann kæmi á hest-
bak. Þá leiddi prestur fram fola móál-
óttan og sagði honum að ríða til Gríms-
eyjar, klappa á strandberg eitt, er lægi
við sjó fram nálægt Básum og segja:
„Séra Halfdan særir þig, Bergfinnur,
úr bjarginu og stefnir þér og hyski
þínu til Fellsendaþings". Björn fer á
bak og ríður, en svo fóru' þeir lágt
á Grímseyjarsundi, að Björn vöknaði
í báðar fætur. Hann leysti allt erindi
sitt vel af hendi og komst heim heilu
og höldnu. En þegar hann steig af
baki, sá haan a> reiSskjótmn var
mjaðmarbein úr manni. Prestur spurði
hvernig honum hefði líkað hrossið, en
hann lauk litlu lofi á, og sagði að
naumast hefði það verið stríðalið.
LUNDANÖFN
Lundabyggðir nefnast staðirnir, þar
sem lundinn hefst við og varpfuglinn,
holulundinn, byggir hreiður sín.
Þekkjast lundabyggðir fljótt af umrót-
inu og moldkastinu á vorin, þegar
lundinn fer að grafa sér holur og
dytta að þeim gömlu. Þótti mönnum
stundum lundinn spilla högum og
slægjum í úteyum, en fljótt grær upp
aftur eftir lundann, og grasið er ákaf-
lega mikið inni í lundabyggðinni. Taliö
er að lundinn verpi ekki fyr en hann
er 7 ára. Hreiðurlundinn, holulundinn,
byggðarlundinn, heldur sig inni i holu
sinni milli þess að hann fer ferða sinna
beint út á sjóinn, til þess að sækja æti,
sili, handa sér og unganum, sílislundi.
Hann ber sílin, smáýsu og lýsuseiði, í
nefinu og raðar þeim þar oft mörgum
saman. Geldfuglinn, ungi lundinn,
dreifir sér um byggðina, nef og snas-
ir, og situr á brúnum, brúnalundi. —-
(Saga Vestmanneya)