Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 481 Ein af Linotype setningar- vélunum í prent- smiðju Morgun- álaðsins stundir, sat hann við píanó, spiiaði og söng, og það var uppáhalds dægradvöl hans til æviloka. Eftir þýzk-franska stríðið 1871 komst allt á ringulreið. Gömul fyr- irtæki flosnuðu upp og ný voru stofnuð, og ókyrrleika gætti á öll- um sviðum. Og í Suður-Þýzka- landi, þar sem Mergenthaler var, , var mikil andúð gegn hernaðaræði Prússa. Árið 1872, þegar Mergenthaler var 18 ára, ákvað hann að fara úr landi. Honum bauðst atvinna hjá August Hahl, syni húsbónda hans, sem þá var kominn til Bandaríkj - anna og hafði stofnað verksmiðju þar sem smíðuð'voru alls konar ná- kvæm mælingatæki. Og svo kvaddi Mergenthaler fósturjörð sína og fór til hins nýa heims. ]Vju var það dag nokkurn í ágúst- x' mánuði 1876, að bandarískur hugvitsmaður, Charles T. Moore, kom til verksmiðju Hahls í Balti- more til þess að leita þar ráða. Hann hafði fundið upp vél, sem hann helt að leysa mundi vand- ræði prentlistarinnar. Þessi vél var nokkurs konar sambland af ritvél og ljósprentunarvél, en hún dugði ekki þegar á skyldi reyna, og Moore kenndi því um, að hún væri illa smíðuð. Það kom í hlut Mergenthalers að athuga vélina. Hann sá að vísu þegar að hún var illa smíðuð, en það voru einnig á henni gallar frá hendi hugvitsmannsins, og það var verra. Mergenthaler benti honum á þetta, og kvaðst mundu geta bætt úr verstu göllunum. Moore bað hann blessaðan að gera það. Og svo smíðaði Mergenthaler vélar- líkan, með þeim breytingum, e> honum höfðu hugkvæmst. Vélin varð nothæf með þeim breytingum, en hún gat ekki annað en prentað skjöl. Hún leysti ekki vanda út- gáfuf yrirtækj anna. Þetta varð til þess að Mergent- haler fór að hugsa um að finna upp setningarvélina. Ef Moore hefði ekki komið til hans, mundi hann ekki hafa haft neina hug- mynd um að brýn þörf væri fyrir slíka vél. Hann hafði aldrei heyrt getið um að prentlistin væri í vanda stödd, vegna þess að setn- ingin væri allt of seinleg. Hann hafði aldrei hugsað neitt um það hvernig bækur og blöð verða til. Nú sá hann að hér var merkilegt viðfangsefni. Þá komst hann í kynni við aðra lausn málsins, sem hugvitsmaður- inn James O. Clephane hafði upp- götvað. Clephane sagði Mergent- haler að vandinn væri ekki annar en sá, að búa til sérstaka tegund af ritvél, sem þrykkti stafina á pappa. Þar með væri fengið steypu -mót og ekki þyrfti annað en hella bráðnu blýi yfir það, og þá væri fenginn leturflötur, er setja mætti í prentvélarnar. Nokkrar tilraunasnuóar Mergenthale r, þegar hann var að finna upp bezta leturmótið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.