Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 2
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar niður kalda vorið 1952. Voru þær settar á þrjá staði, við Tuma- staði í Fljótshlíð, Stálpastaði í Skorradal og á Hallormsstað. Margar hafa helzt úi lestinni, eink- úm á Hallormsstað, en jafnbeztar eru þær á Stálpastöðum, þar sem hinar hæstu eru að komast í met- ers hæð og eru ljómandi fallegar. Undanfarin ár hefur oft orðið nokkuð fræfall á ýmsum barr- trjám, en ekki mikið í hvert sinn. Hafa fundizt allmargar sjálfsánar fjallafurur við gömlu furulundina á Þingvelli .og við Grund í Eya- firði. Hinar elztu eru sennilega komnar nokkuð á annan tug ára, en hinar yngstu eru aðeins fárra ára. Þá hefur og fundizt ein sjálf- sáin sitkagreniplanta í nánd við Tumastaði. Sumarið 1957 var mjög hlýtt og gott um allt land, og af þeim sök- um mátti búast við könglamynd- un og frævexti sumarið 1958, ef að það sumar yrði í meðallagi. Það reyndist líka gott og hlýtt. Að vísu var ágústmánuður kaldur á aust- urlandi og af þeim ástæðum hefur fræþroskinn orðið þar minni en ella, en það varð strax ljóst snemma á sumri, að mikil köngla- myndun yrði á mörgum trjám á Hallormsstað. Þar sem útlit fyrir frævöxt á barrtrjám yrði óvenjulega gott á síðasta hausti, gat ég ekki á mér setið að skreppa austur á Hall- ormsstað til þess að sjá hvað fræ- þroskanum liði. Dvaldi ég þar 2 daga í byrjun október, og skal nú frá því greint, er mér þótti mark- verðast. í Hallormsstaðaskógi eru um 100 síbirisk lerkitré, sem gróðursett voru árið 1922. Að vísu var sáð til þeirra 1913, en sakir ýmissa áfalla, er þau urðu fyrir, voru þau ekki gróðursett fyrr en þetta. Nú eru Fjallafuran á Hallorms- stað. þessi tré um 10 metra á hæð og allt upp í 12 metra, þar sem bezt lætur, og vaxa þau í 6 smálundum á nokkrum stöðum í skóginum. — Þrátt fyrir eftirgrenslanir hefur ekki verið unnt að komast eftir því hvaðan þessi tré eru komin hingað, en yfirleitt hafa þau dafn- að vel og eru beinvaxin og mjög falleg. Á flestum þessara trjáa mátti finna þroskaða köngla í haust en fjöldi könglanna á hinum ýmsu trjám var mjög misjafn. Sum trén voru alþakin könglum en önnur báru fáa. Gildustu trén báru að jafnaði flesta könglana, sem er og mjög eðlilegt, því að stofnar trjánna geyma forðanæringu þeirra, sem af verður að taka þegar fræin þroskast. Við athugun á könglunum kom í ljós að um helm- ingur fræsins í þeim var með eðli- legu kími og full af fræhvítu. Þótti þetta ágætt þegar tekið er tillit til þess, að síðari hluti sumars var mjög svalur og trén eru enn svo ung, að þess er tæpast að vænta, að þau beri mikið fræ. Ekki eru nema 36 ár frá því að þau voru gróðursett, og er ekki líklegt að fræfall verði mikið og reglulegt fyrr en trén eru orðin 60—70 ára, en þá á líka að muna um frævöxt- inn úr því. Ef sæmilega tekst til með þresk- ingu þessa fræs og geymslu í vet- ur ætti að mega búast við nokkr- um þúsundum lerkitrjáa eftir ein 4—5 ár. Á Hallormsstað eru líka til yngri lerkitré, sem sett voru niður 1938. Þau eru ættuð úr nágrenni Arkan- gelsk í Rússlandi og hafa tekið skjótari vexti og betri þrifum en hin eldri. Mismuninn má bczt greina af því, að eldri trén voru 30 ár að ná 10 metra hæð en hin yngri eru 7,7 metra að meðaitali eftir 20 ára vöxt, en hæstu trén eru nálægt 10 metrum. í haust komu könglar á allmörg þessara trjáa, en fræin, sem í þeim voru, höfðu tæpast náð nægum þroska. Voru mörg þeirra hol eða með of lítilli fræhvítu til þess að geta vaxið, en ekki er loku fyrir það skotið, að eitthvað kunni að vaxa upp af sumum þeirra. Þessi tré eru of ung til þess að bera þroskuð fræ, en könglamyndunin í sumar sýnir að við megum vænta fræs af þeim, er tímar líða. Broddfura er trjátegund, sem oft hefur verið getið um í fréttum að undanförnu af því, að elztu tré i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.