Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 heims teljast til þessarar tegundar. Bröddfuran vex aðeins á litlu svæði mjög hátt til fjalla í Colora- do í Bandaríkjunum. Á fyrstu ár- um aldarinnar kom broddfurufræ hingað til lands, og hafði því verið safnað í 3000 metra hæð suður í Colorado. Þar sem broddfuran er háfjallatré, vex hún auðvitað mjög hægt, jafnt í heimkynnum sínum sem annars staðar. En hún hefir reynzt svo harðger á Hallormsstað, að ekkert annað tré hefir staðið henni á sporði. Frostaveturinn 1918 sá t. d. alls ekki neitt á henni. Fyrir nokkrum árum fór brodd- furan að bera köngla og fræ, og hún hefir haldið því áfram síðan og aukið könglavöxtinn jafnt og þétt. í haust er var var hún alþak- in könglum og fræið í þeim mjög vel þroskað. Því miður eru ekki til nema nokkrir tugir trjáa af þess- ari tegund, svo að fræmagmð í hvert sinn getur aldrei orðið mjög mikið. Samt ættu að fást nokkur Blágrenið á Hallorms- stað byrjaði fyrir 12 árum að bera þroskuð fræ. þúsund plöntur af því fræi, er fekkst í haust. Rauðgrenið hjá Jökullæk á Hallorms- stað. Þar sem broddfuran hefir reynzt svo afburða harðger hér á landi er nauðsyn á að fjölga henni mjög. Af þeim ástæðum hefir verið feng- ið fræ hingað hin síðari ár frá Col- orado og hefir það verið tekið allt upp í 3500 metra hæð. Á næstu ár- um verða gerðar tilraunir með þetta tré víða um land. Dálítill lundur er til af annarri amerískri furutegund á Hallorms- stað, svonefndri stafafuru. Þetta er mjög hraðvaxin trjátegund og þarf því ekki að vera ýkja gömul þegar hún fer að bera köngla. í haust sáust nokkrir tugir köngla á henní og hefir hún borið eitthvað af þroskuðu fræi. Stafafuran er nú orðið mjög mikið notuð í skógrækt í Skotlandi og Finnlandi, þar sem hún þykir bæta mjög jarðveg og greiða fyrir vexti annarra triáa líkt og fjallafuran gerir. En sá er munur á, að fjallafuran er seinvax- t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.