Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 14
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr ríki náttúrunnar: Snakkur í kornökrum Gufudalsháls er mjög brattur beggja megin og frekar vondur yfirferðar, til tekið að vetri til. Milli brúna uppi mun hann vera um 200 metrar á breidd. Gárungi einn úr Gufudalssveit sagði eitt sinn, er talið barst að hálsinum: Gufudalsháls er eins og hryggur á stórum reiðskjóta. Það mætti setjast klofvega á bak honum og dingla svo fótunum ofan í hlíðar beggja vegna. Gunnsteinn á Klettshálsi Klettsháls er á milli Kollafjarð- ar og Skálmarfjarðar í Barða- strandarsýslu. Ofarlega í hálsinum að sunnan er stórt holt, sem Gunn- steinn heitir. Stór grasþúfa er á holtinu eða haugur. Þar á að hafa verið grafið gull, eða svo segir þjóðtrúin. Holtið er á hægri hönd, þegar farið er vestur, rétt við veg- inn. Mjög er víðsýnt af þessu holti. Sér út allan Kollafjörð, suður á Skarðsströnd og víðar. Fyrir löngu síðan munu ungir menn hafa haft áhuga á því að ná í gullið, sem var í holtinu. Það mun að minnsta kosti tvisvar sinnum hafa verið reynt að grafa í þetta holt eða í grasþúfuna til þess að ná í gullið. En í bæði skiftin fór svo, að þeir urðu að hætta við fyrir- ætlun sína, því að í hvorttveggja sinnið birtist þeim sama ógnin. Þeir höfðu aðeins tekið nokkrar skóflustungur, þá sýndist þeim eld- ur kominn upp á næstu bæum. Þeir bregða við hart, kasta skóflunum og taka sprettinn til þess að bjarga úr eldinum því sem bjargað verð- ur. En nú gerist gamla sagan. Þeir eru ekki fyrr komnir ofan af háls- inum en þeir sannfærast um, að þetta voru einskonar sjónhverf- ingar. Nú sjá þeir bæina standa þama, eins og þeir eiga að sér að vera, þar sem áður „rauður loginn brann“. SUMARIÐ 1956 tóku bændur f Karolina-ríkjunum í Bandaríkjun- um eftir því að einhver óáran var í ökrum þeirra, kornstengurnar visnuðu upp, eins og þær hefði dáið úr þorsta. Þeim fannst þetta ekki einleikið og sendu því sýnis- horn af þessu visnaða korni til rannsóknar, en rannsókn bar eng- an árangur. Engum tókst að finna hvað valdið hafði þessari ódöng- un í korninu. Seint í júlímánuði var sérfræð- ingur í ræktun tóbaksjurta á eftir- litsferð á þessum slóðum. Hann sá þá stórar skellur af visnuðu komi í ökrum bænda og þótti það ekki einleikið, því að jarðvegur var góður þarna, nægilegur raki og áburður á ökrunum. Þetta þótti honum undarlegt, svo að hann tók með sér nokkur sýnishorn og fór með þau til landbúnaðarstofnunar ríkisins í Raleigh. Þar voru sýnis- hornin nú rannsökuð, en ekkert sérstakt fannst að þeim. Þetta vai eins og hvert annað skrælnað korn. En nú vildi svo til, að þarna við stofnunina var indverskur maður, nemandi í plöntusjúkdómafræði. Hann sá það sem aðrir sáu ekki, því að hann kannaðist við þennan sjúkdóm. Á rótum kornsins fann hann einkenni, sem öðrum hafði sést yfir. Það voru smáörður eftir sogrætur tilberajurtar, sem fram að þeim tíma hafði verið óþekkt Gullleitarmennirnir stóðust ekki þennan tröllskap og móðurinn rann af þeim. Oddur Sveinsson. með öllu í Vesturheimi. Þessi jurt heitir „striga asiatica" og er með fögrum rauðum blóm- um. En nú er hún kölluð snakkur, vegna þess að hún sýgur sig fasta á rætur annara jurta og lifir á þeim sem sníkjukind. Tilberinn er útbreiddur víðs vegar um Asíu, Ástralíu og Afríku og þykir hvar- vetna hinn mesti vágestur. En það uppgötvaðist ekki fyr en 1790 hvi- lík skaðræðisplanta hann er. Nafn- kunnur vísindamaður, sem ferðað- ist um Mosambique í Afríku til þess að rannsaka jurtasjúkdóma þar, sagði að snakkurinn væri „hættulegasti óvinur bænda þar“ Annar vísindamaður, sem rann- sakaði þau spjöll, er snakkur gerir á ökrum í Sudan, sagði að hann væri skæðasti óvinur allra jarð- ræktarmanna. Bandaríkjamönnum brá illa í brún, er þeir vissu að vágestur þessi var til þeirra kominn og hafði numið þar land. í fyrra var því látin fara fram nákvæm rann- sókn á því hvað hann mundi vera útbreiddur. Hafði hann þá ekki enn komist út fyrir Karolina-ríkin, að því er bezt varð vitað. En hann var þá í ökrum hjá 1320 bændum í Norður Karolína og 419 bændum í Suður Karolína. Þó var talið að hann mundi geta leynzt víðar. Hvernig barst hann þangað . Þegar í stað var reynt að komast eftir því hvernig snakkurinn hefði komist til Ameríku. En það er ekki auðvelt að ráða þá gátu, og engin svör .hafa fengist við henni enn Sumir halda að fræ plöntunnar hafi borist með hermönnum, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.