Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Side 15
JLESBÓK MORGUNBLAÐSINS
47
voru í Austurlöndum í seinni
heimsstyrjöldinni. Það gat vel hafa
borist í vösum þeirra eða hafur-
taski, í uppbrotum á buxum og á
ótal marga aðra vegu.
Sjálfsagt eru nokkur ár síðan
fræið barst þangað, en menn höfðu
engan grun um að þessi fallega
blómjurt væri hið versta illgresi,
og menn grunaði alls ekki að hún
væri völd að visnan korns á ökrum.
Það er svo alvanalegt að korn
visni, þegar miklir þurrkar ganga.
Menn voru því alveg grunlausir,
og tilberinn náði að breiðast út.
Nokkrum sinnum voru þá visnar
kornstengur sendar til rannsóknar,
en menn þvoðu venjulega ræturn-
ar áður en þeir sendu þær, svo að
ekki sáust sogstaðir tilberans.
Snakkur er merkileg jurt á marg
an hátt. Hún lifir eingöngu á rót-
um annara jurta, dregur til sín
næringu frá þeim. Sérstaklega
legst hún á maís, hrísgrjónaplönt-
ur, sykurreyr, korntegundir og alls-
konar grös.
Jurtin ber aragrúa af fræum,
sem eru svo smá, að þau verða
vart séð með berum augum. Þessi
fræ geta svo legið í dvala í jörð-
inni í 20 ár eða lengur. En af ein-
hverjum ókunnum ástæðum fara
þau svo að skjóta rótum, er sjúga
sig fastar á rætur einhverrar ann-
arar jurtar, og á henni lifir svo til-
berinn alla sína ævi. Það er engu
líkara en að fræið finni það á sér,
ef einhver „ætileg“ jurt er í ná-
grenninu og lifni þá. Skýtur það
þá frjóvanga og sogrótum, er sjúga
sig fastar á rætur hinnar jurtar-
innar. Þegar sú jurt deyr, vegna
þess að hún getur ekki framfleytt
bæði sér og tilberanum, deyr til-
berinn líka.
Tilberinn er ekki ósvipaður
burkna og getur orðið 6—10 þuml-
unga hár. Þetta er mjög falleg jurt,
ber fagurrauð blóm og gul í miðju.
Hún er greinótt, en rótin er ein.
Laufin vaxa tvö og tvö saman upp
eftir leggnum og blómin koma út
hjá blöðunum. Fullvaxin jurt er
því alþakin blómum. Fræin byrja
að falla meðan jurtin er enn 1 vexti >
og áður en lýkur getur ein jurt
borið allt að 500.000 fræva. Ein-
kennilegt er það, að komi fræin
nærri rótum ýmissa belgjurta,
byrja þau óðar að skjóta frjóvöng-
um en þó getur jurtin ekki lifað
á þeim rótum og deyr því jafnharð-
an. Þess vegna er það helzta ráðið
í baráttunni við tilberann, að hafa
áraskifti um sáningu í ökrum, hafa
kornjurtir annað árið en belgjurt-
ir hitt árið.
Baráttan gegn tilberanum
í tilraunastöðvum í Bandaríkjun-
um hafa nú farið fram ýtarlegar
tilraunir með alls konar kynblend-
ingskorn, til þess að komast að
því hvort ekki sé til korntegundir,
sem geta varist tilberanum. En svo
er ekki. Hann gengur af þeim öll-
um dauðum, og sama hefir verið
sagan í öðrum heimsálfum, þar sem
hann er landlægur.
Ekki hefir verið hægt að eyða
tilberanum með neinum efnablönd-
um, og þess vegna hefir það gefist
bezt í Afríku að skifta alltaf um
tegundir í ökrunum. En nú hafa
Bandaríkjamenn komist að því á
tilraunastöðvum sínum, að hægt er
að fá tilberafræin til þess að spíra,
án þess að þau komi í nánd við
rætur þeirra jurta, er tilberinn lif-
ir á. Það eru einkum ýmis sykur-
efni, sem hafa freistað fræanna.
Reynist þetta rétt, þegar á að fram-
kvæma það í stórum stíl, má vera
að unnt verði að útrýma tilberan-
um eða láta hann útrýma sjálfum
sér, því að hvert fræ sem spírar
eða skýtur rótum er dauðadæmt,
nái það ekki um leið að sjúga sig
fast á rætur þeirra jurta, sem til-
berinn verður að lifa á.
í Afríku hefir það gefist vel, að
sá grasfræi mjög þétt í akra, svo
að rætur þess veki öll blundandi
fræ tilberans, sem þar kunna að
vera. Þegar tilberaplönturnar eru
svo komnar upp, og áður en þær
ná að blómgvast, er akurinn
plægður. Ekki hefir þetta þó nægt
til þess að útrýma tilberanum, en
það hefir dregið stórkostlega úr
gróðri hans. Þess vegna verður allt ■
af að hafa skiftisáningu og plæg-
ingu við og við, því að hvert til-
bera frækorn, sem leynist í akri,
getur þegar á öðru ári eyðilagt
heilan akur.
Snakkurinn hefir aðallega verið
landplága í heitu löndunum á belti
frá 30. gr. norðurbreiddar til 30.
gr. suðurbreiddar. En í hinum nýu
heimkynnum í Bandaríkjunum vex
hann norður á 35. gr. norðurbreidd-
ar, og enginn veit hve langt hann
getur teygt sig norður á bóginn.
Það getur verið undir jarðvegi
komið og úrkomu. Hann virðist
una sér bezt 1 sendinni jörð, en í
tilraunastöðvum hefir hann þó
dafnað ágætlega í frjórri mold. En
í þéttri leirjörð nær hann ekki að
dafna. Hann virðist þurfa sérstak-
an jarðvegshita. í tilraunastöðvum
hefir hann ekki komið upp fyr en
yfirborðshitinn var orðinn 18—20
stig.
Hér er um alvarlega hættu að
ræða og aldrei öruggt að tilberan-
um sé útrýmt, því að fræ hans
geta blundað í jarðvegi í 20 ár án
þess að gera vart við sig. Og þar
geta verið örmul af þeim, enda
þótt ekkert beri á þeim. í einum
fermetra lands hafa fundist rúm-
lega 3 milljónir tilberafræa. Og
þessi fræ geta þotið upp öll í einu.
og þar sem hver jurt getur borið
hálfa milljón fræa, þá sést hver
voði er á ferðum fyrir hveitiræktar
löndin.