Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 16
4S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 6 2 A G 10 7 3 V 10 9 6 ♦ 7 3 f K 9 5 2 8 3 S komst í 6 grönd, en 6 tiglar heföi verið mikið betri sögn. V sló út SÁ og síðan hjarta. S iízt ekki á að reyna laufið að svo stöddu, heldur tekur hann fyrst slagi á SK og HÁ og síðan alla tigulslagina. A verður að halda spaða eftir og þess vegna á hann ekki eftir nema LK annan. Nú kemur lauf úr borði og fær S alla s' ig- ina með því að „svína“ LD. Ef V hefði slegið út laufi í öðru út- spili í staðinn fyrir hjarta, þá var spiiið tapað. ♦ 9 8 5 2 V Á K ♦ K D G 9 ♦ 7 ♦ Á 6 4 V G 8 7 5 3 2 ♦ 84 ♦ 64 A K D V D 4 ♦ Á 10 5 ♦ Á D G SEINASTA SVERÐIÐ Um miðja öldina sem leið var bóndi einn úr Hálsasveit að silungsveiðum á Arnarvatnsheiði. Hitti hann þá mann einn ríðandi á brúnum hesti, langt frá öllum mannabyggðum. Maður þessi var fáránlega búinn og óþrifalegur í mesta máta. Hálssveitingurinn fór að leita eftir því, hver þessi maður væri, en fekk bæði ógreið og afundin svör. Vill hann þá reyna að mýkja skap mannsins með því að gefa honum í nefið og dregur upp bauk úr vasa sín- um, en þá sló hinn í nest sinn, og hafði Hálssveitingurinn ekki meira af hon- um. En svo óttalegur, sagði hann, að þessi maður hefði verið, að því gat hann aldrei gleymt. Taldi hann víst, að það hefði verið flóttamaður, sem lagztur hefði verið út á heiðinni. Aldrei JARÐHITINN. — Fyrsta hitaveita Reykjavíkur var fengin úr borholum i Laug- ardalnum. Siðan var heitt vatn sótt upp í Reykjahverfi í Mosfellssveit og þar næst upp í Mosfellsdal. Nú er farið að draga heitt vatn úr jörð inni í sjálfum bænum. Hafa verið boraðar margar holur og árangur yfirleitt orðið ágætur. — Hér sjást menn vera að mæla dýpi og hita í nýrri borholu í Höfðahverfi. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) vitnaðist hið sanna í því máli. En svo stóð bónda mikill stuggur af þessum manni, að honum þótti óvarlegt að fara aftur á þessar slóðir án vopna. Bóndi þessi var járnsmiður góður. — Smíðaði hann sér nú sverð, breitt og biturlegt úr góðu stáli, og var það ei minna en alin fyrir egg. Þegar hann hafði nýlokið við smíði þessa, heim- sóttu foreldrar mínir harín og sýndi hann þeim þetta merkilega vopn. Var móður minni það minnisstætt, hve sverð þetta var mikið og biturlegt. Það er að líkindum eina sverðið, sem smíðað hefir verið hér á landi á 19. öldinni. (Kristleifur Þorsteinsson). JÓLASKÓR A jóladagsmorguninn var hverjum manni, karli, konu og börnum, fengn- ir jólaskór. Skórnir voru úr sauðskinni, annað hvort reyktu eða blásteinslituðu, og bryddaðir með shjóhvítu eltiskinni og þvengirnir eins. Var það alltaf falleg sjón að sjá ungar, fríðar heimasætur með þessa fallegu íslenzku skó, þegar þaer höfðu mest við. — Eftir morg- unmatinn klukkan 10 fór fólk að búa sig til kirkju. Var það altaf talið sjálf- ■sagt eins og að lifa og draga andann, að fara til kirkju. Var pað svo almennt, að enginn, sem komizt gat, ungur eða gamall, ríkur eða fátækur, skarst þar úr leik. — Þannig segir Erlendur Björnsson á Breiðabólstað frá siðum fyrir 80 árum. ÚR JARTEINABÓK Á bæ þeim, er á Hofi heitir, varð sá atburður, að þann dag, er Páll biskup skyldi þar koma kirkju að vígja og margra annarra tiginna manna var þangað von, var votviðri mikið og þótti beinaspell á mundu verða. Þá fóru for- ráðsmenn til kirkju og báðu heilagan Þorlák biskup árnaðarorðs við guð, að af tæki regnið, og hétu því, að Þorláki biskupi skyldi kirkju vígja, ef þau mætti ráða. Þá tók þegar af allt regnið og var sú kirkja fyrst vígð og helguð hinum heilaga Þorláki biskupi. — Hér mun vera átt við kirkjuna á Hofi á Rangárvöllum, því að engin önnur Hofskirkja var Þorláki helguð. En áður en lauk var 31 kirkja helguð honum og auk þess var hann verndardýrlingur 25 kirkna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.