Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 10
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS °f pri&ur Einn dag á lest við deildum víni og brauði unz dimma tók og húmið seig á fold, eg skildi brátt hann átti fátt af auði en ættarraetur djúpt í suðurmold, eg drakk hans vín í feðra görðum gróið, hans góða brauð var móðurhanda verk, þó ekki hefði hann úthöf lífsins róið hans úð var frjó og gleði heimasterk. Hann tók í hönd mér eins og bróðir bróður þó breiðir álar skilji feðralönd, eg fann: vor heimur gæti verið góður og gleðiviti lýst á margri strönd, ef ekki skorti viljan til að vilja, með vinsemd brúa höfin djúp og mörg, ef ekki brysti skilning til að skilja og skynja að það má horfa gegnum björg. Því berjast menn og banaráðum hóta í blindi þó að sólin vermi storð, því virða þjóðir menn, er mönnum blóta og meta einskis heit og töluð orð? Þann dag eg man við deildum víni og brauði sem draum um bræðralag og þakkargjörð, við lítinn skerf af allra hnatta auði við eygðum leíð og markið: FRIÐ Á JÖRÐ. ÁRNI G. EYLANDS. garðinn", sem þeir nefndu Isla Margarita. Þegar seinustu land- nemarnir komu frá Englandi, var byrjað að reisa næsta þorp, og það heitir Loma Jhoby. En á meðati verið var að koma upp þessum þorpum, urðu menn að hafast við í lélegum kumböldum og bráða- birgðaskýlum. Voru þau gerð þannig, að staurar voru reknir nið- ur í jörðina, stráþak sett á þá og tjaldað með pokum í kring, í stað- inn fyrir veggi. Þarna var miklu meiri hiti á dag- inn, heldur en þeir höfðu átt að venjast, en drepandi kuldi um næt- ur. Vegna þessa og hinna lélegu húsakynna, var mikið um veikindi, og mörg börn dóu. Menn fengu hitabeltissjúkdóma, svo að þeir voru frá verkum dögum saman. 011 börnin fengu slæma augnveiki og kikhósta, og varð að einangra þau. Þetta voru erfiðir tímar. Hver sem vetling gat valdið varð að vinna þangað til hann var að lot- um kominn. Þeir urðu að högg/a skóg til húsabygginga og slá gras til þess að hafa á þökin. Að lokum höfðu þó allir fengið húsaskjól. En húsgögn voru ekki önnur en kútar og kassar og allir urðu að sofa á beru gólfinu. Þetta var ekki þægi- legt fyrir sjúklinga og var því bráð nauðsyn að koma upp sjúkraskýli Það var reist í Loma Jhoby og tek- ið í notkun löngu áður en það væri fullgert. í hópnum voru þrír lækn- ar — einn karlmaður og tvær kon- ur — og störfuðu nótt og dag. Smám saman tókst þeim að vinna bug á öllum veikindum, og þá gekk allt betur þegar allir karlmenn voru verkfærir. Þá var komið upp sögunarmyllnum bæði í Isla Mar- garita og Loma Jhuby, og auk þess trésmíðastofu. Land var rutt, brunnar grafnir og hafin rækt nautgripa, alifugla og býflugna. Fyrsta árið voru landnemarnir oft svangir, en enginn dó þó úr sulti. Þarna var alltaf gnægð appelsína og nóg heilnæmt vatn. En það var fleira við að berjast. Skógurinn var fullur af allskonar illyrmum, svo sem eiturslöngum, hvít-maurum, risavöxnum froskum og kafloðnum maurum, sem voru eins og karlmannshnefi á stærð. Margir menn voru bitnir af þessum eiturkvikindum og urðu frá verk- um. En þegar skóginum var rutt burt, þá var landið frjóvsamt. Byrj- að var á því að gróðursetja banana- tré og sykurreyr, og síðan allskon- ar grænmeti, mais og ávexti. Þessu næst fóru þeir að steypa byggingasteina og reistu svo skóla og prentsmiðju og bökunarhús. Og þremur árum eftir að landnámið hófst, var þar allt í uppgangi. Og þá var reist þriðja þorpið og kallað Ibaté. Þar var reist katlasmiðja og bókasafn, en í því eru nú 15.00U bindi. í Asuncion leigðu þeir sér hús til þess að selja þar framleiðsluvör- ur sínar. Það er nú orðið að versl- unarmiðstöð nýlendunnar og þar eru heimavistir fyrir iðnnema þá sem ganga í skóla í höfuðborginni. Nýlendumenn eru státnastir at sjúkrahúsi sínu. Upphaflega var þetta timburkofi um 10x6 metra að stærð og ekki þiljaður sundur. Þarna voru sjúkrarúmin, þarna var tekið á móti nýum sjúklingum, þarna fór fram læknisskoðun og þarna var lyfjageymslan. Nú er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.