Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 í sjónum væri freklega ýktar. Hann kvaðst aðeins hafa fundið 6 milli- grömm í tonni, eða tæplega einn tíunda af því, sem Sonstadt þóttist hafa fundið. En þrátt fyrir það, þótt gullið í sjónum væri ekki meira en þetta, voru það samt óhemju auðæfi. Næst komu Þjóðverjar til sög- unnar. Árið 1919 fólu þeir hinum nafntogaða efnafræðingi sínum, Fritz Haber, sem þá var prófessor við Keiser Wilhelm Institut, að leysa þetta vandamál. Þeir höfðu tröllatrú á hæfni hans, því að það lá við að hann einn hefði unnið fyrri heimsstyrjöldina. Það var hann sem þá fann upp gervi- ammóníak, en það leiddi til þess að Þjóðverjar gátu alltaf framleitt nóg af sprengiefni, þrátt fyrir hafn- bann Breta. Nú treystu Þjóðverjar á að hann mundi geta bjargað land- inu og fundið upp aðferð til þess að ná gullinu úr sjónum, svo að þeir gæti á skömmum tíma greitt allar hernaðarskaðabætur sínar og kom- ið fótunum undir sig aftur. Haber lagði þá í langa sjóferð um öll heimsins höf til þess að rann- saka málið. Hann tók sýnishorn af sjó úti fyrir ósum Rínar. vestur hjá Kaliforníuströnd, langt suður í Kyrrahafi og jafnvel norður í ís- hafi, og allt þar álnilli. Hann náði einnig bæði í fiska og sjávargróður til þess að rannsaka það. í tíu ár vann hann að þessum rannsóknum. Fyrstu rannsóknir hans sýndu, að Arrhenius hafði farið mjög nærri um hve mikið gull væri í sjónum. En þó kom margt ein- kennilegt fyrir þegar hann fór að rannsaka sýnishornin. Mismunandi mikið gull virtist vera á mismun- andi dýpi. í hafísnum virtist vera meira gull heldur en í sjónum um- hverfis hann. Og eins virtist vera meira gull í svifinu, bæði þörunga- svifi og lífeindasvifi, heldur en í sjónum. Hvernig stóð á þessu? Með eins nákvæmum rannsókn- um og unnt var að framkvæma, komst hann að þeirri niðurstöðu, að gull hefði verið í efnum þeim, sem hann notaði til rannsóknanna. Þá hóf hann enn nákvæmari rann- sóknir og komst þá að þeirri niður- stöðu að gullið í sjónum væri hverf -andi lítið, eða ekki nema nokkurra aura virði í tíu tonnum af sjó! Árið 1929 birti hann í þýzku efnafræðistímariti niðurstöðurnar af tíu ára rannsóknum sínum og voru þær í stuttu máli þessar, með hans eigin orðum: „Það er auðveld- ara að finna saumnál í lön, heldur en að vinna gull úr sjónum". Menn gáfust ekki upp að heldur, og næstir komu Japanar. Árið 1930 rannsakaði Mataicki Yasuda, pró- fessor við háskólann í Tokyo, sjó úr kínverska hafinu og komst að þess- ari niðurstöðu: „Það er nægilega mikið gull í sjónum til þess að það borgi sig að vinna það“. Samkvæmt útreikningi hans var gullmagnið í sjónum svo mikið, að ef það næðist allt, mundi hver maður geta fengið 200.000 dollara virði. Gull hafði þá hækkað í verði, og nú varð uppi f jöður og fit um allan heim, og æðisgengið kapphlaup um að finna beztu aðferðina til þess að ná í gullið. Amerískur hugvitsmaður, Thom- as Midgely, sagði þá hiklaust: „Eft- ir tíu ár verður hægt að vinna gull úr sjónum með hagnaði“. Skömmu síðar tilkynnti Willard H. Dow, for- stjóri Dow-efnaverksmiðjanna: „Brómverksmiðju okkar í Wilming -ton hefir tekist að vinna gull úr sjónum. Það kostar nú 10 dollara að ná í eins dollars virði af gulli, en eg er viss um að okkur muni takast að endurbæta aðferðina svo, að hægt sé að vinna gull úr sjónum með hagnaði". Margir voru vantrú- aðir á þetta, því að enda þótt hagn- aður sé af því að vinna. bróm úr sjónum, þá verða menn að gæta þess, að það er 30.000 sinnum meira bróm en gull í hverjum lítra. Þetta var árið 1934. Árið eftir kom hinn heimskunni rafefnafræðingur, dr. Colin Fink, fram á sjónarsviðið og tilkynnti, að eftir 30 ára tilraunir hefði sér tek- ist að finna aðferð til þess að ná gullinu úr sjónum. Galdurinn væri ekki annar en sá, að tengja málm- plötur við andstæða rafpóla, setja þær í sjóinn, og þá mundi gullið safnast að fráhverfa pólnum. Hann helt því fram að skip gæti notað skrúfur sínar í staðinn fyrir þessar plötur, og komið í höfn með skrúf- urnar gulli þaktar. Því miður kom það brátt í ljós, að aðferðin var ekki jafneinföld og dr. Fink helt. Það kom sem sé í ljós að hinn fráhverfi gullsafnari varð að snúast 15.000 sinnum á mínútu, ef gull átti að leita að honum. En kostnaður við þetta varð mörgum sinnum meiri en eftirtekjan. Svo fór um sjóferð þá! Þegar Dow-verksmiðjurnar til- kynntu að sér hefði heppnazt að ná gulli úr sjónum, voru margir van- trúaðir á að það mundi borga sig. Meðal þeirra var William Cald- well, prófessor í efnafræði við Ore- gon-háskóla. Hann einsetti sér að athuga þetta betur og tók þegar til við rannsóknir í kyrþey. Seint á ár- inu 1935 birti hann svo ameríska efnafræðingafélaginu niðurstöður sínar, og voru þær á þá leið að það mundi kosta um 400 dollara að framleiða gull sem væri aðeins nokkurra aura virði. Franski hugvitsmaðurinn Georg- es Claude, sem fann upp „neon“- ljósin, fór þá að velta því fyrir sér hvernig á þessu stæði, að efnafræð- ingunum skyldi alls ekki bera sam- an um hve mikið gullmagn væri í sjónum. Hann gerði því tilraun ár- ið 1936 á skipi, sem sigldi á Kyrra- hafi milli Suður- og Norður- Ameríku. Tilrauninni var þaxrnig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.