Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 48 Ál agabl etti r SNEMMA á s.l. ári heimsótti eg ásamt fleirum Brynhildi Eyólfs- dóttur, sem lá þá veik á sjúkrahúsi Akraness. Brynhildur er borgfirzk bóndakona, og var þriggja barna móðir orðin þá, en er fædd og al- in upp á Múla vestur í Kollafirði. Eg greip tækifærið til þess að spyrja hana um álagabletti og sög- ur, sem þjóðtrúin hefði skapað, ef hún kynni. Hún sagði mér frá á- lagabrekku einni. Eg spurði, hvort hún vissi um fleira. Jú, eftir á að hyggja. Hún lækk- aði róminn, leit í kring um sig á sjúkrastofunni og næstum því hvíslaði orðunum: — Það er gríðarstór steinn á vestanverðum Gufudalshálsi, segir hún, rétt við veginn, eitt af þessum Grettistökum, og hvílir á örlitlum fleti samanborið við alla stærð hans. Steinninn heitir Gullsteinn og undir honum á að vera grafið gull. Eitt sinn fóru nokkrir ungir menn úr Kollafirði upp þangað og ætluðu sér að velta steininum og ná gullinu. Þeir voru nokkra stund að bisa við steininn. Og loks, er þeir hugðu sig vera búna að koma stein- inum úr jafnvægi, varð þeim litið yfir Kollafjörðinn. Sýndist þeim þá hver einasti bær standa í björtu báli og bjarminn af eldinum taka upp á miðjan himin og breiðast að sama skapi út til beggja handa. hefði verið ættaðir frá Akjoujt, eða þar úr nágrenninu. En svo var ekki. Fullnægjandi skýring á ferðalagi þessarar dularfullu úlfaldalestar hefir ekki fengizt enn, og sjóðurinn liggur óhreyfður í vörslu frönsku yfirvald- anna. (Eftir J. Mortimer Sheppard). Undir steininum voru nefnilega eigur Gull-Þóris, segir Brynhildur, gullkisturnar með fjársjóðnum, sem Þórir sótti forðum 1 Valshelli. Samstundis og þeir sáu eldinn, slepptu þeir tökum á steininum, sem settist aftur í sama farið. Þeir þutu eins og kólfi væri skotið ofan 1 Kollafjörð. Og þótt þeir misstu af gullinu í þetta sinn, fannst þeim sér bættur skaðinn með því að eld- arnir dvínuðu æ meir sem nær dró heimilum þeirra og hurfu loks alveg.------ Þegar Brynhildur hóf frásögn sína og lækkaði um leið róminn, sló þeirri hugsun niður í mig eins og eldingu, að íslendingar eru enn í dag að semja íslendingasögurn- ar, sem gerðust fyrir meir en þús- und árum, með hugmyndaauðgi sinni og tilfinningahita. í hugum unga fólksins í Kollafirði er æfin- týrið um Gullstein blandið ótrú- legu seiðmagni, dularfullri ógn og kyngi. Svona hafa þær verið svona eru þær og svona verða íslendingasög- urnar allt af nýar, sterkar, ósvikn- ar, lifandi og ferskar og endurný- ast í hugmyndaheimi þjóðarinnar frá kynslóð til kynslóðar. Starkaður, hinn danski ráðherra, ætti að koma í Kollafjörðinn. Hann ætti að tala við fólkið, ætti að bisa við Grettistakið á Gufudalshálsi og sjá eldana brenna. Þá myndi hann skilja það til fulls, að handritin eru okkur hjartfólgnir þjóðardýrgripir og sögurnar, sem þau segja frá ívaf og uppistaða í þjóðarsál ís- lendinga. — Talaðu við Sigurð Jónsson frá Skálanesi, sagði Brynhildur um leið og eg kvaddi. Hann fluttist hingað til Akraness fyrir tæpum 20 árum og býr á Skólabraut 24. Og hér á eftir fylgja svo tvær sögur, sem Sigurður sagði mér, önnur um Gullstein, hin um Gunn- stein á Klettshálsi. Það er almenn trú, að álög fylgi þeim stöðum, þar sem gull er fólgið. Gullsteinn Efst í hálsbrúninni á Gufudals- hálsi að vestan er stór steinn, er Gullsteinn heitir. Hann stendur þar framan í brattri skriðu upp af Mundahjalla, situr þar á sléttri klöpp. Annars eru grjótskriður allt í kring. Gullsteinn er margar smálestir að þyngd. Undir honum á að vera geymt sverð og gull. Fjórir menn munu geta velt Gullsteini. Einu sinni fyrir aldamót fóru ungir menn að reyna við steininn, hvort þeir gætu velt honum ofan skriðuna. En sem þeir eru önnum kafnir að reyna við Gullstein, lýst- ur eldglæringum upp úr berginu í andlit eins mannsins. Honum verður hverft við og snýr sér und- an. Sér til mikillar undrunar sér hann þá að Bær á Bæarnesi, sem er beint á móti vestan fjarðarins, er að brenna og logarnir teygja sig í allar áttir, eins og um mikið eld- haf sé að ræða. Hætta ungu mennirnir við að reyna að velta Gullsteini og skunda eins og fætur toga til þess að bjarga fólkinu úr eldinum og slökkva í bænum. En er þeir koma á harðahlaupum ofan af hálsinum sjá þeir enga loga og engan eld. Leizt þeim þá ekki á, að eiga frekar við Gullstein, skildust því og fór hver heim til sín. Ekki veit eg til þess að fleiri hafi reynt við Gullstein. Samt finnst mér það freistantíi. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.