Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 8
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bræðralag allra manna Hvernig mundi yður lítast á að eiga heima þar sem menn af öllum þjóðum lifa í sátt og samlyndi, þar sem engin stjórnmál eru, engin fjármál, engin afbrot, engin fátækt, engin umferðarslys? ÞÉR munuð segja, að slíkt sam- félag manna muni ekki vera til á vorri jörð, og óþarft um það að tala. Jú, slíkt samfélag er til. Þar eru engin fjárhagsvandræði, vegna þess, að engir peningar eru þar tiL Þar eru engin umferðarslys, vegna þess að vegir eru fáir og lítið um vélknúin farartæki, en þeir sem stjórna þeim alltaf algáðir. Þar þekkjast ekki fjársvik, rán né grip- deildir, vegna þess, að enginn á neitt. Og þó er menning þarna á háu stigi. Þetta samfélag manna á heima í nýlendu, sem kölluð er Prima- vera og er langt inni í óbyggðum Paraguay í Suður-Ameríku. Árið 1920 var stofnað „Bræðra- félag“ í Sannerz í Þýzkalandi, og fylgdi það kenningum endurskírar- ans Jakobs Huter, sem uppi var á 16. öld. Stofnandi félagsins hét Eberhard Arnold. Skammt frá Rhön fekk félagið svo bækistöðvar, sem það nefndi „Bruderhof' (Bræðragarð). En eftir að Hitler komst til valda í Þýzkalandi, hóf- ust ofsóknir gegn þeim, eins og öll- um öðrum sértrúarflokkum. Árið 1933 gerði Gestapo árás á félagið, tók allar bækur þess og bannaði þeim að taka á móti nýum félög- um.. Skólum þeirra var lokað og þeim var tilkynnt að Nazi-kennarar mundu sendir þangað. Þetta gátu þeir ekki þolað og fluttu því barna- skólann yfir í stórfurstadæmið Liechtenstein. • Árið 1935 andaðist Eberhard Arnold foringi þeirra. Voru þeir þá sem höfuðlaus her og Nazistar þröngvuðu æ meir kosti þeirra, svo að þeim var ekki vært í Röhn. Flýðu þá nokkrir til Englands og stofnuðu þar nýan Bræðragarð í Cotswolds hinn 15. marz 1936. Árið eftir komu SS-hermenn til Rhön og leystu upp bræðralagið þar. Þrír helztu mennirnir voru handteknir, en hinum var leyft að hverfa úr landi, en máttu þó ekki hafa neitt með sér nema hið allra nauðsynlegasta. Þeir sem hand- teknir voru, voru ákærðir fyrir föðurlandssvik, en eftir nokkurra vikna yfirheyrslur var þeim bó sleppt, því að ekkert sannaðist á þá. Allt fólkið fluttist svo til Eng- lands og sameinaðist bræðrum sín- um og systrum í Cotswold. Og hinn nýi Bræðragarður þar dafnaði og þróaðist. Svo kom stríðið. Þrátt fyrir það þótt „bræðurnir“ hefði komið sér vel og unnið hylli allra þeirra, sem þeir kynntust, voru þó flestir þeirra Þjóðverjar og voru nú grun- aðir um að sitja á svikráðum við England. Stjórnin setti þeim þá tvo kosti: annað hvort að hverfa úr landi, eða þeir yrði settir í fanga- búðir. Þarna voru um þessar mundir 350 „bræður“ og þeir hétu því að skiljast aldrei, en láta eitt yfir alla ganga. Sóttu þeir þá um innflytj- endaleyfi til allra ríkja í Ameríku. En það var aðeins eitt ríki, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.