Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 um þörfum. Með öðrum orðum: Þegar barn nærist á kjöti, þá bæt- ast ekki eggjahvítuefni þess við vöxt barnsins. Eggjahvítuefnin leysast fyrst sundur, og síðan fram- leiðast þær sameindir, sem eru við hæfi barnsins. Næringarefnin fyrir líkamann eru þannig endursköpuð í honum sjálfum, að meira eða minna leyti óháð því, hverrar fæðu maðurinn neytir. Oft er sama efni breytt á ýmsa vegu og framleiddar margskonar sameindir. Frumurnar brenna fitu og fram- leiða þar með orku, sem við heldur líkamshitanum og afli vöðvanna, og til að safna meiri fitu, kolvetni eða eggjahvítuefni. Þær brenna líka kolvetni og eggjahvítuefni í sama tilgangi og geta þá fram- leitt fitu. Orkan fæst eftir ýmsum leiðum, líkt og raforkan, sem fæst úr vatni, kolum, olíu, gufu o. s. frv. í frumunum eru einnig sérstakir efnakljúfar og hefir hver sitt hlut- verk. Þessir efnakljúfar eru eggja- hvítuefni, samsett af 20 mismun- andi amínósýrum. Nú skifta þessar sýrur þúsundum og virðist svo sem hver eggjahvítusameind sé hlaðin á sérstakan hátt af þeim. Og þegar vér höfum komizt að samsetningu sýranna í hinum ýmsu eggjahvítu- sameindum, þegar menn hafa upp- götvað þessa samsetningu og hvernig hinir ýmsu efnakljúfar og hormónar starfa, þá verður hægt að breyta líkömum mannanna eftir vild. Margt er þó enn á huldu um þetta. Hvað er það sem ákveður stærð og lögun frumanna, vefj- anna, líffæra? Hvernig starfa kyn- stofnarnir? Hvernig stendur á því að lítið egg breytist 1 fullskapaða mannlega veru? Og margt fleira. En mig skyldi ekki undra þótt það takist á næstu árum að leysa úr þessum spurningum. Og þekk- ingin er vald. Þetta hefir sýnt sig í landbúnaði. Menn eru farnir að breyta jarðar- gróðri eftir vild, vegna þekkingar sinnar í lífefnafræði og erfðum. Þessum tilraunum mun haldið áfram, að nokkru leyti af handa- hófi, en sú framsókn verður ekki stöðvuð. Vísindin eru árangur af hugvití mannanna, en vísindalegar upp- götvanir eru ekki alltaf notaðar sem skyldi. Þar er kjarnorkan ljós- asta dæmið. En þó er kjarnorkan barnaleikur hjá þeirri byltingu sem í vændum er af lífefnafræðinni. Þess vegna er nú meiri nauðsyn á því en nokkuru sinni áður að gagngjör breyting verði á stjórnar- fari og félagsmálum í heiminum til þess að hamla upp á móti þeim uppgötvunum. Eg er hræddur um, að ef sú breyting kemst ekki á, þá eigi mannkynið enga framtíð fyrir höndum. Eg ætlast ekki til þess að vís- indamenn taki völdin í heiminum, heldur að nokkur þekking ráði meðal þeirra, sem eiga að stjórna heiminum. Nú er svo komið að vér erum í þann veginn að gjörbreyta hnetti vorum, heimkynnum vorum, og vér erum einnig komnir að því að breyta sjálfum oss. Vér getum ekki lifað slíkar byltingar, vér get- um ekki stjórnað oss af viti nema því aðeins að vér komum okkur saman um hvert sé stefnumark mannkyns. Eg held að nú sé komið að stórkostlegustu atburðunum í sögu mannkynsins, jafnvel stór- kostlegustu atburðunum í sögu lífs- ins hér á jörð, sem sé að maðurinn breyti lífsvextinum af ásettu ráði. Oss hefir þegar tekist að valda stökkbreytingum á gerlagróðri og þá er skammt til þess að geta vald- ið slíkum breytingum á jurta- gróð'ri, dýrum og mönnúm. Með þessu opnast þá leið til þess að vér breytum börnum vorum, líkamlega og jafnvel andlega, eins og vér viljum hafa þau. Og þá er spurningin þessi — ekki hvers kon- ar vera maðurinn sé — heldur hvaða vera á að verða úr honum. Meðalaldur VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum spá því, að á næstu árum muni meðalaldur manna ekki hækka jafn ört og seinustu árin. Síðan um aldamót hefir meðalaldur manna þar hækkað um 22 ár, og er nú meðalaldur karlmanna 67 ár, en kvenna 73 ár. Meðalaldur hefir ekki hækkað svo sem neitt vegna þess að menn lifi nú lengur en áður, heldur vegna þess að nú deya langt um færri innan fertugsaldurs. Það er læknavísindunum að þakka. Um seinustu aldamót voru svo mikil vanhöld á börnum og unglingum, að fjórða hvert barn náði ekki að verða 25 ára. Nú deya ekki nema 5% af þeim, sem eru innan 25 ára. Læknunum hefir einnig tekizt að hefta drepsóttir, sem áður lögðu íjölda manna í valinn. Það verður mjög mikið undir afrekum læknanna komið, hvort meðalaldur hækkar enn. Menn hafa þó góða von um að berkla- veikinni verði útrýmt á næstu 40 árum, að mjög verði dregið úr landfarsóttum og einnig unnið nokkuð á um lækningar á krabba- meini og hjartasjúkdómum. Að því athuguðu telja menn að meðalald- ur geti hækkað um 5 ár næstu 40 árin. Sumir líffræðingar hafa haldið því fram, að ekkert sé því til fyrir- stöðu að menn geti orðið 110 ára gamlir. Frá líffræðilegu sjónar- miði getur þetta verið rétt, en reynslan sýnir annað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.