Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 4
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nóg gull í sjónum — en hvernig er hægt að ná því? inn runnur en stafafuran hrað- vaxta tré, sem að vísu verður ekki ýkja stórt. Upp með Jökullæk á Hallorms- stað vaxa nokkur rauðgrenitré. Voru þau sett niður 1908 að því er nýustu upplýsingar herma. Að lík- indum eru þau ættuð frá Norrlandi í Svíþjóð. Þessi tré hafa borið köngla og fræ nokkrum sinnura, og af því hafa sprottið upp nokkr- ar greniplöntur í gróðrarstöðinni á Hallormsstað. En fræmagnið er lít- ið, þar sem trén eru mjög fá. í haust voru könglar á þrem trjám, en þeir voru fremur lítils vaxtar, minni en þeir hafa oft verið áður. Mér er ekki kunnugt um, hvort fræið í þeim hefir reynzt þroskað. Og loks má geta þess, að lindi- furan á Hallormsstað, sem ættuð er austan úr Síberíu, bar stóra og fallega köngla á þessu hausti í fyrsta sinn. Að vísu var ekki nema eitt tré, er við fundum með köngl- um, svo að alls er óvíst, hvort blóm- in hafa náð að frjóvgast, en þetta sýnir að vænta má lindifurufræs síðar, þegar trén eldast og tíð er hagstæð. Þótt undarlegt megi virðast sá- ust ekki könglar á stóru blágreni- trjánum í ár og heldur ekki í fyrra. En innan skamms megum við vænta fræs af þeim á nýjan l<nk, jafnvel næsta sumar. Af því, sem hér hefir verið sagt um fræþroska á ýmsum erlendum barrtrjám, er svo Ijóst sem verða má, að slíkar tegundir sem þessar eru að verða hlutgengir borgarar í gróðurríki landsins. Þeir fáu, sem enn eru að amast við skógrækt á íslandi, ættu að láta sér þessi atriði verða til varnaðar, svo að þeir heimski sig ekki meir en góðu hófi gagnir. Að endingu skal svo frá því greint, hvaða barrtré hafa borið Þ A Ð var árið 1866. Prófessor Adolphe Wurtz, sem þá var einn af félögum frönsku akademíunnar, var fenginn til þess að flytja fyrir- lestur í ameríska vísindafélaginu (American Association of Science) og þá mælti hann meðal annars á þessa leið: „Herrar mínir, eg er viss um að gull finnst í sjónum!“ Þessi orð voru eins og eldur í sinu. Þau kveiktu í vísindamönn- unum og nú rigndi niður spurn- ingum: Hve mikið gull er í sjón- um? Hvernig er hægt að ná því? þroskað fræ hér á landi, og eru það þessi: Rauðgreni. Sitkagreni. Blágreni. Síberískt lerki. Broddfura. Stafafura. Fjallafura. Að öllum líkindum hafa svo þess- ar tegundir einnig borið þroskað fræ, þótt ekki hafi tekist að safna því: Lindifura. Skógarfura. Hvítgreni. Þótt hér hafi einkum verið rætt um fræþroska á Hallormsstað má ekki skilja það svo, að þessi tré hafi ekki borið fræ víðar. í haust var mjög mikið af könglum á síbirísku lerki á Vöglum, og í Múlakoti og Hveragerði var allmikið af köngl- um á sitkagreni. Köngla varð @g vart á skógarfuru í Haukadal og fleiri staði mætti nefna. En þetta mun nóg í bili. Og vísindamenn og efnafræðingar steyptu sér út í að rannsaka þetta mál. Enskur vísindamaður, E. Son- stadt, varð fyrstur manna til þess að kveða upp úr með, hve mikið gull mundi vera í sjónum. Árið 1887 tilkynnti hann efnafræðinga- félaginu í Lundúnum, að í sjónum umhverfis England væri 65 milli- grömm af gulli í hverju tonni af sjó. Með öðrum orðum, það væri svo mikið gull í sjónum, að ef það næðist allt, mundi hver maður geta fengið 600.000 dollara í sinn hlut! Við þetta jókst um allan helm- ing áhugi manna á því að ná í þessi miklu auðæfi. Og ekki minnkaði hann, þegar ástralskur vísindamað- ur lýsti yfir því fáum árum seinna, að hann hefði rannsakað sjóinn við Ástralíu-strendur og komizt að þeirri niðurstöðu, að í höfunum mundu vera um 1000 milljónir smá- lesta af hreinu gulli. Þetta var eins og olía á þann eld er fyrir var, og það var ekki fyr en hálfri öld séinna að menn tóku eftir því að hann hafði jafnframt komið fram með þá skynsamlegu athugasemd, að það mundi alls ekki borga sig að vinna gull úr sjó, nema þá í sam- bandi við krómvinnslu. Fjöldi manna hófst handa um að ná gullinu úr sjónum, og ákafinn hafði aldrei verið meiri. En það var einhver hængur á þessu. Margir vísindamenn fundu minna gull heldur en búizt var við, og surnir fundu alls ekkert gull. Árið 1902 lýsti hinn frægi sænski efnafræðingur, Svante Arrhenius, yfir því, að ágizkanirnar um gullið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.