Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Side 14
7t
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
S traumar í Hyammsfirhi
ÖRNEFNI eru jafngömul land-
náminu.
Ýmist eru þau mynduð eftir
landslaginu, útliti fjalla sbr. Kofri.
Nöfn á mönnum: Hjörleifshöfði.
Litur á ám: Hvítá. Nöfn á fyrri
átthögum: Þelamörk, Dimon. Mörg
af þessum nöfnum hafa glatazt, en
sum halda velli fram á þennan
dag. Enn fremur myndast ný. Þeg-
ar Jónas Hallgrímsson og Jón
Sigurðsson leituðu til prestanna
um sóknarlýsingar urðu þær mis-
jafnlegar, sumir köstuðu til þess
höndum. Einn var sá er af bar
í þessu máli. Prófasturinn í Flatey,
Ólafur Sívartsen, lét sér ekki
nægja hina afburða skilmerkilegu
lýsingu á sóknum sínum, heldur
tók hann öll nálæg fiskimið við
Flatey.
Nú hafa verið gerðar víða um
land örnefnaskráningar. Eitt hefir
ekki verið skráð — nöfn á straum-
um þeim er liggja á leið inn
Hvammsfjörð og Álftafjörð. Nú
fara eyajarðir við Breiðafjörð sem
óðast í eyði. Hætt er því við, að
þessi nöfn gleymist.
Vel getur verið að eitthvað verði
vantalið. Heimildarmenn mínir
eru hinir ágætu bændur, Jón V.
Hjaltalín í Brokey og Jón Jóns-
son í Purkey.
Forfeður þeirra hafa búið á þess-
Mjólkurframleiðsla varð 3,5% meiri
1958 en árið áður (30.)
Ær bar tveimur hrútlömbum í Siglu-
firði 20. janúar.
Dauður örn fannst rekinn af sjó á
Hvallátrum vestra, hefir sennilega
drepist á eitri (31.)
(Tölur í svigum merkja dagsetn-
ingar Morgunblaðsins þar sem
nánari frétta er að leita)
um eyum í 3—4 ættliði. Stærri skip
fara nú aðeins milli Steinakletts
og Liggjandaflögu.
Ekki get eg verið viss um að allt
sé talið, verður þá heldur umbætt
af þeim sem betur vita. Talið er frá
norðri til suðurs.
1. Skálastraumur milli Skáleyar
og Purkeyar.
2. Baulustraumur fyrir sunnan
Purkey.
3. Sturlustraumur milli Sturlu-
flaga og Brimlara eða Braml-
ara.
4. Stangarskersstraumur milli
Spildu og Stangarskers.
5. Sölvastraumur milli Spíldu og
Stangarskers.
6. Knarrarbrjótur milli Stigeyar
og Karlseyar.
7. Röst milli Steinakletts og
Liggjandaflögu.
8. Höllubrjótur milli Norðurey-
ar og Kjóleyar.
9. Mjóistraumur milli Suður-
Kjóleyar og Mjóastraum-
hólma.
10. Lyngeyingur við endann á
Lyngey og skers út af henni.
11. Heyleit milli Bænhús-Akur-
eyar og Gimluneyar. — Þetta
mun vera hin forna írska leið
er Auður hélt á Hvammsfjörð
með sinni glæstu skeið.
12. Hrúthólmastraumur milli
Hrúthólma og Galtareyar.
13. Gagneyingur milli Galtareyar
og Gagneyar.
14. Lynghólmastraumur milli
Lyngeyar og Lyngeyarhólm-
anna.
15. Dalbúkur milli Litla-Vaktara-
hólma og Norðureyar.
16. Millistraumur milli Norður-
eyar og Brokeyar.
17. Geisandasund milli Rifgirð-
inga og Öxneyar.
18. Bænhússtraumur milli Öxn-
eyar og Brokeyar.
19. Stórhólmavaðall milli Græn-
hólma og Stórhólma.
20. Steinsund milli Steinsunds-
flögu og Ólafseyar.
21. Ólafseyarsund milli Ólafseyar
og Straumeyar.
22. Kolkistungur milli Straumey-
ar og Varða á Skógaströnd.
23. Hólaeyungur milli Hólaeyar
og Tveggjalambahólma.
24. Stórihjallaeyungur milli
Tveggjalambahólma og Hjalls-
eyar.
25. Litli Hjallseyingur milli
Hjallseyanna.
26. Brattistraumur milli Litlu
Hjallseyar og Gvendareyar.
27. Geiteyingur milli Gvendarey-
ar og Geitareyar.
28. Stapastraumur milli Skákar-
eyar og Sóðla.
Akureyingur milli Tjarnar-
hólma og Akureyar.
Mannabani milli Akureyarskers
og austurenda Örlygseyar.
Grísanesstraumur milli Örlygs-
eyar og Grísaness í Helgafellssveit.
Þessir þrír síðastnefndu straum-
ar liggja inn í Álftafjörð. —
Ólafur Jónsson frá EUiðaey.
Sama sagan.
Seinasta kjarnasprengingin hafði
þrumað og jörðin lá í eyði. Hvert sem
litið var, var ekki annað að sjá en
rjúkandi rústir. Viku seinna kemur þó
api skríðandi upp úr helli nokkrum, og
litlu seinna kemur apynja skríðandi
upp úr öðrum helli.
— Hefirðu fengið nokkuð að eta?
spyr karlinn.
— Nei, ekkert nema þurkað epli, seg-
ir apynjan.
— Hættu nú, segir karlinn. Þú ætl-
ast þó ekki til að við byrjum á sömu
sögunni aftur.
O—0—o