Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Qupperneq 2
474
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS
barnaleg og fáfróð, að hún skilji
ekkert í almennri bókfræði, úr því
að þeir halda áfram í sama dúr.
Eftir að það fréttist, að íslending-
ar ætluðu að skipa nefnd til þe?s
að taka upp samninga við Dani um
handritamálið, hafa birzt tvær
greinar í „Verdens Gang“ eft’r
menntamenn, sem enn á ný vilja
fræða oss Dani um málefnið.
o—O—o
Dr. phil. Harald Jörgensen
skjalavörður birtir sögulegar skýr-
ingar eftir forskrift ,betænkning-
ens“; hann klappar íslendingum
vingjarnlega á öxlina, en það vor-
um þó vér sem eitthvað dugðum í
þessu máli. Hann kemur með þær
furðulegu upplýsingar, þvert ofan
í prentaðar heimildir og bók-
menntasögu Carl S. Petersen, að
það hafi verið þeir Bartholin og
Þormóður Torfason, er komu Árna
Magnússyni á stað í rannsókn ;s-
lenzkrar sögu og bókmennta. Js-
lenzki sagnfræðingurinn Þormóður
Torfason, var mikið eldri en Árni
Magnússon, og enginn efast um að
hann var vel að sér í sagnfræði.
En þó er rangt að hann hafi kennt
Árna Magnússyni nokkuð í þeirri
grein, og Bartholin þaðan af siður.
Staðreyndum er snúið öfugt. Árni
Magnússon kom til Kaupmanna-
hafnar 1682, en hann hitti ekki
Þormóð fyr en 1688. Þá átti Þor-
móður heima á Stangeland í Nor-
egi, en kom snögga ferð til Kaup-
mannahafnar. Sjá má á bréfurn,
sem þeirra fóru á milli síðar, að
Þormóður taldi Árna sér mikiu
fremri um þekkingu á fornbók-
menntunum, og kvað svo ramt að
þessu að Þormóðyr gaf ekkert út
eftir það, nema Árni Magnússon
hefði fyrst lesið það og leiðrétt.
Sama máli er að gegna um Bartho-
lin. Allt sem skráð finnst í safni
Bartholins — og sennilega fleira —
um „forna danska siði og þjóð-
háttu“, er verk Árna Magnússonar.
Bartholin var ungur, og það er
ekki von að hann hafi haft mikla
þekkingu á íslenzku. Allt sem í
ritum hans finnst um íslenzkar
fornbókmenntir, og er nú kjarninn
í þekkingunni á þeim, vissi enginn
þá nema Árni Magnússon. Þeirrar
þekkingar sinnar hafði hann ekki
aflað í Danmörk, heldur á æsku-
heimili sínu, hjá hinni íslenzku
þjóð, þar sem áhuginn var brenn-
andi fyrir fornbókmenntunum. í
Árnasafni eru ekki færri en 26
söguhandrit frá hinum lærða fóst-
urföður hans, Katli Jörundarsyni,
og þar á meðal er það handrit Eg-
ilssögu, sem geymir Sonatorrek.
Það er furðuleg heimska að halda
því fram, að vér höfum getað kennt
mestu söguþjóð í heimi nokkuð er
máli skiptir um sögu hennar, og
það því fremur sem Danir voru
hvorki færir um að lesa né skrifa
íslenzku.
Harald Jörgensen yfirskjala-
vörður nefnir sjö menn til dæmis
um það hvað unnið hafi verið að
handritunum í Danmörk seinustu
100 árin. Af þeim eru tveir íslenzk-
ir. Þetta er furðuleg niðurstaða,
þegar maður veit að ef til vill væri
hægt að nefna 10 Dani á móti 100
íslendingum. Hvað er orðið af hir-
um fjölfróðu íslendingum, sem
rannsakað hafa handritin, svo sem
Jóni Ólafssyni frá Grunnavík,
Thorkelin, Jóni Eiríkssyni, Finni
Magnússyni, Konráð Gíslasyni,
Jóni Sigurðssyni, Guðbrandi Vig-
fússyni og mörgum öðrum, sem að-
allega hafa unnið að útgáfu forn-
ritanna í Danmörk? Allir þekkjuxn
vér Finn Jónsson og Jón Helgason.
Vér þekkjum líka hinar ágætu
söguþýðingar N. M. Petersens.
Aftur á móti er nýnæmi að sjá að
hann hafi verið málfræðingur og
gefið út fornritin á frummálinu.
Mönnum verður að skiljast hver
tilgangurinn er þegar Harald Jörg-
ensen yfirskjalavörður mælir með
handritanefndarálitinu ((betænkn-
ingen) við alla, sem áhuga hafa á
handritamálinu. En eftir að bók
Bjarna M. Gíslasonar kom út, getur
enginn tekið neitt mark á slíkum
meðmælum. Bjarni hefir sýnt
fram á, að í nefndarálitinu er þag-
að um svo margt og rangfærslur
sögulegra heimilda svo magnaðar,
að umræður um handritamálið
hafa farið fram á fölskum grund-
velli, bæði í nefndarálitinu og í
blöðum. Og meðan röksemdir hans
eru ekki hraktar, hlýtur nefndar-
álitið að teljast merkilegt afsprengi
þjóðarrembings í lélegri gæru vís-
indamennsku. Höfuðákæra Bjarna
er sú að menn hafi blásið upp auka-
atriðin til þess að gera lítið úr aðal-
atriðum, og að gert hafi verið allt
of mikið úr framlagi Dana, á móts