Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Qupperneq 6
478
LESBÓK mobgunblaðsins
lítrum af bensíni á hverjum 100
km. sem ekið er. En þeir eyða nú
samt 15 lítrum til jafnaðar á þeirri
vegarlengd. Menn vita ósköp vel
hvernig á þessu stendur. Þegar
bílstjórarnir eru ekki á ferð með
embættismenn, þá taka þeir akst-
ursmælirinn úr sambandi og aka
svo fram og aftur með farþega sem
borga. Þannig drýgja bílstjórarnir
tekjur sínar.
Pólverjar eru leiknir í slíkum
brögðum. En samt sem áður dast
þeir þó mjög að heiðarleik vest-
rænna þjóða í viðskiptum og óllu
því sem vestrænt er. Ungir menn
og ungar konur reyna að klæðast
eftir vestrænni tízku. Þar er þó
ekki hægt um vik, því að í stjórn-
arbúðunum eru auðvitað ekki
seldar vestrænar vörur. En þá fara
menn yfir Vislu til útborgarinnar
Praga. Þar fást vörurnar á svört-
um markaði, og þó seldar opinber-
lega án þess að yfirvöldin skipti
sér af því. Þar fæst amerísk sápa,
franskur klæðnaður og ensk rak-
vélablöð.
Pólverjar lesa mikið. Fyrst eftir
stríðið kom þangað flóð af ódýr-
um bókum, og vegna þess að ann-
að var varla fáanlegt, keyptu menn
bækur og lásu. Og sá siður hefir
haldizt. Mest lesnu höfundar þar
eru Graham Greene, Sartre, Arnold
Zweig, Francoise Sagan, Shakes-
peare, Dickens, Gogol og Balzac.
Skáld sín dá Pólverjar mjög og af
Ijóðabókum þeirra Antoni Slon-
inski og Wladylaw Broninski selj-
ast 50.000 eintök.
Endurbygging Varsjár hefir nú
staðið í 13 ár, en miðar lítt áfram
og enn er þar mikill húsnæðisskort-
ur. Eitt af leikritum skáldsins
Marek Hlasko er mjög vinsælt. Það
fjallar um unga elskendur, sem
aldrei geta verið saman, vegna þecs
að hvorugt þeirra hefir herbergi út
af fyrir sig. Og svo rennur upp ör-
lagastundin þegar stúlkan hittir
Russar hafa reynt að það er
dýrt að trufla útvarpssendingar
ÞAÐ var þegar eftir seinni heims-
styrjöldina, að Bretar og Banda-
ríkjamenn hófu sérstakt útvarp til
Rússlands og leppríkja þess, í því
skyni að láta þangað berast sann-
ar fregnir af því, sem er að gerast
á Vesturlöndum. Þetta þoldi rúss-
neska stjórnin ekki. Rússneska
þjóðin mátti ekki fá að heyra nein-
ar aðrar fréttir en þær, sem henni
voru skammtaðar. Og hér þurfti
bráðra aðgerða. Rússneska stjórnin
greip til þess ráðs, að reyna að
trufla allar útvarpssendingar frá
„Rödd Bandaríkjanna“ („Voice of
America) og brezku útvarðsstöð-
inni (British Broadcasting). En
þetta var enginn hægðarleikur.
Bandaríkjamenn fjölguðu senai-
stöðvum sínum þangað til þær
voru orðnar 85, og sendu út á 16
bylgjulengdum. Rússar urðu að
reisa margar stöðvar til þess að
þagga niður í hverri þeirra, og nú
er svo komið, að þeir reka 2500
truflunarstöðvar víðs vegar um
Rússland og leppríkin.
Pólska stjórnin byrjaði einnig á
því að trufla útvarpssendingar, en
hún gafst upp á því fyrir nokkrum
árum, vegna þess hvað þetta var
dýrt. Á móti hverjum dollar, sem
Rödd Bandaríkjanna lagði fram til
þeirra stöðva, er útvörpuðu á
pólsku, varð pólska stjórnin af með
1000 dollara í rekstrarkostnað
truflstöðvanna.
Menn vita ekki nákvæmlega
hvað truflstöðvarnar eru dýrar í
rekstri hjá Rússum, en gizkað er
á að kostnaðurinn verði aldrei
undir 100 milljónum dollara á ári.
annan pilt, sem hefir sitt eigið her-
bergi.
Einn daginn fór pólskur stúdent
með mér til að sýna mér „Menn-
ingar- og vísindahöll Varsjár“. Það
er stærsta, ljótasta og dýrasta
bygging sem til er milli Moskvu og
járntjaldsins. Þetta er 34 hæða
bákn, sem Rússar gáfu Pólverjum.
Það gnæfir yfir borgina og sést —
eða öllu heldur, menn komast ekki
hjá að sjá það, eins og Pólverjar
mundu vilja orða það — hvar sem
maður er staddur í borginni. Það
minnir Pólverja stöðugt á gefand-
ann — og til þess mun hafa venð
ætlazt.
Þetta ferlíki er um 750 fet á
hæð og turnspíra upp af því.
Pólskur stúdent sagði mér, að
hann hefði skömm á byggingunni,
en þaðan væri gott útsýni yfir
borgina. Við keyptum því að-
göngumiða og fórum með lyftu upp
á efsta pall. Þar var hvasst, napur
vindur næddi frá Eystrasalti og
sólin var föl á grámóðuþöktum
himni. Og hér blasti við eymd
borgarinnar, stórir ruslhaugar
milli útkjálkakofanna, þar sem
öreigarnir eiga heima. Hér var ekki
að sjá hinn ljósgráa lit nýbygginga,
heldur hinn ömurlega gráa lit
auðnar og örbirgðar. Stúdentinn
hafði oft horft á þetta og annað
verra áður, svo að það hafði eng-
in áhrif á hann. En það var eins og
hrifningarglampi í hinum döklcu
augum hans, er hann sneri sér að
mér og sagði:
„Finnst þér borgin ekki fögur?“