Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
483
Munnl Gullborgarhellis.
um er svo greinilegt og stásslegt.
Svo er það Vegghellir. í honum er
veggur, sennilega gerður af mönn-
um til varnar, og enn annar hellir,
sem í eru skeljar og bein, svo að
þar hefur líklega verið mannabú-
staður, og þeir eru fleiri hellarnir
og trúlega ekki allir fundnir enn,
eins og Aronshellir, sem menn gera
sér vonir um að finna.
Gullborgarhellir blasir við.
Mikill munni í dálítilli gjá eða
stórri gjótu. Við klöngrumst niður
í gjána. Hellisgangan hefst; ekki
rétt skemmtileg. Mjög stórgrýttur
framhellirinn og svartasta svarta
myrkur. Maður er hins vegar svo
önnum kafinn við að halda jafn-
væginu, að ekkert tóm gefst til
þess að láta setjast að sér hroll eða
óhugnað. Við höfum ágæt ljós, en
einhvern veginn yfirbugar myrkr-
ið þessi ljós, svo þau verða rétt
að gagni við að fóta sig á steinum
og eftir troðningi. Þau fjara út og
hverfa í hellislofti og veggjum,
Þar ræður myrkrið algerlega ríkj-
um. Drengurinn fótar sig örugg-
lega eins og kind í klettum. — Nú
fer þetta að lagast, segir hann.
Bráðum erum við hálfnaðir, og þá
verður rennslið slétt, en þá verðið
þið að ganga varlega, því að þar
koma dropsteinarnir. — Hann
bregður Ijósi á gljáandi steinhellur
í gangveginum. Þetta eru steinbrot
úr loftinu, og þau megið þið hirða.
Við tökum steinflísar upp, hand-
leikum þær og skoðum. Þetta
eru dropsteinsafbrigði, undirlagið
frauðkennt, en yfirborðið glerung-
ur. Allt hellisloftið er klætt sep-
um og öldum af þessari gerð. Þetta
er skrautleg og íburðarmikil inn-
rétting.
Nú koma kertin. Þetta er hreint
alveg ótrúlegt. Dropsteinarnir
standa upp úr hellisgólfinu í ótal
stærðum og kynlegum formum,
sumir a. m. k. hálfur metri á hæð.
Þeir er hnúðaðir, með brumum,
örmum, öngum og blöðum. Flestir
þó einna líkastir stærðar kaktusum.
Þessa dropsteina myndi ég vilja
kalla Gullborgar-steinblóm. Til
viðbótar þessu er svo loftskrautið.
Það eru þunnir, sívalir steinþræð-
ir, sem sumir hverjir ná úr lofti
eða vegg og nema við steinblóm-
in úti við hellisveggina, en þræð-
irnir eru spunnir niður af syllum
eða úr miðjum veggjum. Fyiir
hellisbotninum skipa steinblómin
sér í heilt beð. Það er undurfurðu-
leg sýn að sjá ljósgeislana frá lukt-
unum okkar brotna í þessum kyn-
lega skrúðgarði undirheimanna.
Það eru vissulega viturleg fvr-
irmæli að vernda þessi furðuverk
náttúrunnar með lögum, og enn þá
betra er þó að hafa svo dyggan leið-
sögumann til þess að gæta gersem-
anna. Hilmar hefur gætur á þeim,
sem freistarinn er á tali við, og ger-
ir mönnum úrlausn með smá brota-
gulli, sem hrunið hefur niður.
Gangan til baka er greið og ein-
hvern veginn hefur kunningsskap-
ur leiðsögumanns og ferðafólks orð-
ið nánari, þegar allir eru orðnir
holdvotir og hafa paufazt saman
heilan kílómetra undir jarðskorp-
unni. Á stífri göngu og úr svartri
þoku rekur hver spurningin aðra.
Hvaðan ertu? Úr Keflavík, en hefi
verið hér fjögur síðustu árin, segir
Hilmar. Kannt við sveitamennsk-
una? Gaman á sumrin, en stund-
um leiðinlegt á veturna. — Her-
urðu nokkurn tíma séð erni hérna?
spyr sá, sem mikinn áhuga hefur
fyrir þeim sjaldséða tignarfugli.
Já, ég sá tvo síðast í vor. Þe;r
komu fljúgandi hingað upp eftir
heim undir bæinn. Verpa þeir
hérna? Nei, en það var einu stnni
gamall örn hérna, sem var svo
spakur, að hann var oft úti á engj-
um í ekki meira en svo sem 10 m.
fjarlægð frá fólkinu, þegar það var
í heyjum. Ég hugsa, að þessir í vor
hafi komið neðan úr Eldborg. —
Fálkar, jú, það er talsvert af þeim
hérna. Það á einn hreiður þarna
uppi í hnúknum. Það verpir þar
líka hrafn. Ég náði hrafnsunga í
hitteðfyrra og tamdi hann, en svo
missti ég hann í vetur. Hann sat
alltaf á hendinni á mér eða hausn-
um á mér. Svo var hann með bíla-
dellu, settist á alla bíla og lét þá
keyra sig, og þjófóttur eins og and-
skotinn. Stal hring og hálsmeni af