Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
bergsins leikið púpuna illa, þegar
því var kippt upp. En þeir athug-
uðu hana nákvæmlega og komust
að raun um að maginn á henni
var úttroðinn af mauralirfum.
Þetta fannst þeim stórmerkilegt.
Gátan var þó ekki leyst með
þessu. Hvernig hafði púpan kom-
izt í maurabúið? Og helt hún þar
kyrru fyrir þangað til hún varð að
fiðrildi?
Nú tóku tveir aðrir náttúrufræð-
ingar að sér að athuga þetta bet-
ur. Annar þeirra var kapteinn
Purefoy, en hinn L. W. New-
man, sem frægur er fyrir stofnun
fiðrildabús, sem nú er rekið af syni
hans, L. Hugh Newman, sem einnig
er kunnur náttúrufræðingur.
Þeir þóttust þegar vita, að eitt-
hvert samband væri milli Blá-
fiðrilda og mauranna. Og til þess
að komast að því hvernig því
mundi farið, gerðu þeir maurabú
í kassa, settu þangað mauradrottn-
ingu, tvær tylftir af vinnumaurum.
nokkuð af mauraeggjum og mold.
í sama kassa settu þeir einnig blóð-
bergsskúf og þrjú Bláfiðrildi.
Maurarnir sættu sig fljótt við
hinn nýa bústað, og voru þeir ald-
ir á sykurvatni og hunangi. Fiðr-
ildin urpu eggjum sínum á blóð-
bergsblöðin og úr þeim komu svo
lirfur, sem fæddust við blöðin. Og
nú var þess beðið með mikilli eft-
irvæntingu hvað verða vildi, er
lirfurnar hefði haft hamskipti
þrisvar sinnum.
Eftir þrjár vikur hafði sú fyrsta
hamskipti í þriðja sinn. Og þá fór
henni eins og þeim, sem áður
höfðu verið í búrum, að hún vildi
ekki líta við blóðberginu, en skreið
eirðarlaus um kassann. Það var þó
ekki lengi, því að þá bar þarna að
maur og hann fekk þegar mikinti
áhuga fyrir lirfunni. Hann byrjaðí
að strjúka hana, og var þá eins
og lirfuna kitlaði og út úr henni
kom einhver kvoða, eins og svita-
dropar. En maurinn sleikti þessa
dropa með áfergju. Á þessu gekk
í rúma klukkustund, en þá fór lirf-
an að brölta. Og það var eins og
maurinn skildi hvað hún vildi.
Hann tók í hnakkadrembið á
henni og bar hana inn í maura-
búið.
Fáum dögum seinna var skyggnzt
gætilega í maurabúið. Þar lá þá
lirfan bústin og makráð, og naut
gestrisnu húsráðenda. Þeir báru í
hana egg sín og lirfur, í staðinn
fyrir það að fá að sleikja kvoð-
una, sem seitlaði út úr líkama
lirfunnar.
Allan veturinn helt lirfan kyrru
fyrir í maurabúinu, og lá í dvala
köldustu mánuðina. Um vorið
vaknaði hún og fór að eta aftur.
Eftir eitthvað hálfan mánuð
breyttist hún svo í púpu. Og
nokkru seinna var ljóm-
andi fallegt Bláfiðrildi komið i
kassann, hekk þar og þurkaði á
sér vængina.
Með þessu var leyst gátan um
hin mismunandi lífsskeið Bláfiðr-
ildisins.
Framtíðarspár
ÞESSAR spár um geimferðir eru
komnar frá sérfræðinganefnd í
geimflugi:
Á þessu ári mun maður ferðast
í gervihnetti umhverfis jörðina.
Árið 1965 mun mönnum takast
að lenda á tunglinu, og þremur ár-
um seinna mun verða flogið til
Marz og Venus.
Áður en 10 ár eru liðin, verður
farið að senda póst með rákettum
þvert yfir Atlantshaf, frá New
York til Parísar, og svar getur ver-
ið komið aftur innan stundar.
Eftir 10 ár verður komið á al-
heims sjónvarp.
Eftir 40 ár munu menn geta ferð-
ast með hraða, sem nálgast mjög
ljóshraðann.
m
Ætt Bjarna Eyólfssonar
EINAR Bjarnason ættfræðingur
hefir sent Lesbók eftirfarandi leið-
réttingu:
Síðast í greininni um áletrun
Bjarna Eyólfssonar í Lesbókinni
18. þ. m. er ruglað saman tvennum
Eyólfum Jónssonum.
Eyólfur sá, sem Sigurður J. Ár-
ness er talinn hafa ættfært son Jóns
á Stafnesi Gíslasonar, er ekki Ey-
ólfur lögréttumaður á Brunna-
stöðum.
Eyólfur, sonur Jóns Gíslasonar,
býr 1703 á Hópi í Grindavík og
hann var ekki lögréttumaður. Son-
ur hans var Egill, forfaðir Bjarna
Sæmundssonar.
Eyólfur lögréttumaður á Brunna-
stöðum gæti vel hafa verið faðir
Bjarna, sem sjáanlega hefir verið
í röð heldri bænda, en engar heim-
ildir eru mér vitanlega til um það.
Sólarorka
ISRAEL á hvorki kolanámur né olíu-
námur, og þar eru heldur engin vatns-
föll. Vegna þessa skorts á orkulindum,
kom mönnum til hugar hvort ekki
mundi hægt að færa sér sólarorkuna
í nyt. Var svo ísraelskum vísindamönn-
um falið að gera tilraunir í því skyni.
Byrjuðu þeir á því að koma upp hrað-
frystistöð, rekna með sólarorku, og
tókst það ágætlega. Og nú hafa þeir
komið upp áburðarverksmiðju hjá
Beersheba, og leggur sólin verksmiðj-
unni til 80% af allri þeirri orku, er
hún þarf.
Nú fara fram miklar tilraunir þar
í landi um að hagnýta sólarorkuna til
rafmagnsframleiðslu, og jafnframt fara
fram tilraunir um hvernig sólarorkan
verði bezt nýtt. Hafa þær borið svo
góðan árangur, að menn fullyrða nú
að sólin verði í framtíðinni orkulind
fyrir margar þjóðir í heitu löndunum,
sem dregizt hafa aftur úr síðan iðn-
væðingin kom til sögunnar.