Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Síða 4
184
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þó nægilegt tilefni þess, að tveir
þeirra voru hengdir á alþingi árið
1703. Það voru reikningsskil þjóð-
félagsins við fátæktina á þeim ár-
um.
Við höldum áfram á hægri ferð.
í nánd við Litlu-Vatnsleysu, stór-
bú Þorvaldar í Síld og fisk, sjáum
við tvo smyrla að leik. Þeir eru
trúlega farnir að para sig. Það er
fyrsti forboði hins ókomna vors,
þegar fuglarnir hefja ástarleik
sinn. Baldur segist einmitt þessa
dagana hafa séð krummana leika
kúnstir tilhugalífsins yfir sjávar-
máli Skerjafjarðarins. Hann sagði,
að það hefði verið óborganleg sjón
að sjá ástarleik hrafnanna. Karl-
fuglinn hafi rennt sér á hlið og
kúvent sér á bakið með alls þonar
tilfæringum, hringsólandi í kring-
um kvenfuglinn, ýmist fyrir ofan
eða neðan, sýnandi dömunni ótrú-
legustu kúnstir og flugfimi sína. —
Baldur hefur einhverja sérstaka
respekt fyrir hrafninum, svo að ég
spyr hann: „Hefurðu aldrei skotið
hrafn?“ Hann kveður nei við
spurningunni. „Þú, sem hefur svo
gaman af skytteríi og setur á alls
konar endur og fallegar rjúpur,
hvers vegna drepurðu ekki þann
bölvaða gripfugl?“ spyr ég. Baldur
verður hugsi og segir svo: „Ég veit
ekki. Kannske er það bara vegna
þess, að ég var svo hrifinn af að
lesa um Eirík 1 Vogósum, þegar ég
var strákur, en hann hafði svoddan
dálæti á hröfnum. Kannske er það
eitthvað annað. Ég get bara ekki
fengið mig til þess“.
Áfram höldum við ferðinni.
Þarna rísa Njarðvíkur og Keflavík
sólblikandi við azúrbláan Faxafló-
ann, rétt eins og sólborgir Miðjarð-
arhafs. Annars er litróf hafsins ó-
endanlegt. Það getur verið blátt,
þegar horft er ofan á það, silfrað
undan sólu, grátt út í hafsauga,
svart séð af flatneskju og svo auð-
vitað í öllum hugsanlegum græn-
um og bláum litablöndum. — Það
er líka sól í Vogunum — jafnvel
þar. Við nálgumst Stapann. Ein
rolluskjáta stendur ein og yfirgefin
í forsælu efst í Stapabrúninni.
Kannske er þetta Stapadraugurinn.
Hann er sagður hafa komið upp
þarna handan úr víkinni, Stapa-
draugurinn.
Við erum senn komnir á vega-
mót. Grindavík — 16 kílómetrar —
stendur á vegvísinum. Við ökum
beint upp í sól. Jafnvel stórgrýtis-
urð og rauð moldarflög lifna í
skæru ljósvarpi febrúarsólarinnar.
Seltjörn er á ísi. Illahraun er á báð-
ar hendur, hraunborgir, gjallfjöll,
skuggatröll. Ég gæti trúað, að í
svörtu skammdegi gæti mönnum
s.tafað stuggur af þessum hraun-
tröllum. í slíku umhverfi sækja
hrollkenndar sögur frá váveifleg-
um atburðum á dimmuborgir hug-
ans.
Það stendur heldur ekki á einni
slíkri. „Þarna er Fagradalsfjall11,
segir Baldur. „Ég held það hafi
verið þar, sem hann fórst í stríðinu,
hann Andrews yfirmaður alls loft-
flota Bandaríkjamanna á Norður-
höfum. Eða var það í Sandfelli?
Hann var að koma hingað til
landsins í liðskönnun, ætlaði að
lenda í Keflavík. Þeir heyrðu í vél-
inni alveg inn yfir landið, en svo
þagnaði hún allt í einu. Það var
brugðið við og farið að leita. Þeir
fundu flakið brennandi. Ég held á
hæðunum hér fyrir ofan Fagra-
dalsfjall. Þetta var sjálfur yfir-
hershöfðinginn, sem fór svona“.
Það er áreiðanlega ekki allt hugn-
anlegt, sem skeð hefur á slóðum
Illahrauns. — Á vinstri hönd eru
vörður, sem vísa leiðina í hellinn
í hrauninu. Hann er sagður allstór.
í Þorbiarnarfelli er fé að kroppa
snögga lyngmóana. Heldur sýnist
það harður kostur. Það er líka
kuldagjóstur í Skarðinu.
Við rennum við í Grindavík.
Hestur í höm við gömlu versl-
unarhúsin
Þetta er ósvikið sjávarþorp. Hér
standa bátar við hlið bíla fyrir
húsdyrum. Það er hvíldardagur og
fáir á stjái. Helzt er það fólk á
ferð í bakaríið, sunnudagsklæddir
krakkar vafstrandi með mjólk og
vínarbrauð og bakkelsi í stærðar-
pokum. Leiðin liggur samt fram á
bryggju. Þarna standa þau enn
gömlu verslunar- og útgerðar-
húsin, Eyrarbakkaverslunarhúsin,
Dúshúsin og hús Einars í Garðhús-
um. Einhver hefur logið því að
mér, að skúrinn sá arna hafi verið
vínhjallur, og svo fylgdi það sög-
unni, að eigandinn, karlinn, hafi
átt þar jafnan tunnu á stokkunum,
og þegar bátarnir voru að koma að,
þá hafi hann selt þeim hnall af
brennivíni fyrir stærsta þorskinn
í kastinu. Svo sagði hann á loka-
daginn, karlinn: „Þetta er hlutur-
inn minn“. — Það var brennivíns-
hluturinn, staflinn, sem hann fékk
fyrir staupin. Hann sagði: „Jahá“,
maðurinn, sem sagði mér þetta og
saug vænan tóbakshrygg af hand-
arbakinu langt upp í nefið og bætti