Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
189
fornum brúðum, aðrir nútímabrúð-
um og þeir þriðju brúðum frá ein-
hverju sérstöku landi. Enn aðrir
safna brúðum, sem gerðar eru úr
óv,enjulegu efni, svo sem bývaxi,
brauðmolum, berki, fuglsnefjum,
postulíni, plasti o. s. frv. Enn aðrir
safna brúðum sem eiga að tákna
heilaga menn, söguhetjur eða per-
sónur úr barnasögum.
Safn mitt má kallast alþjóðlegt.
í því eru nú 2500 brúður, sem bæði
geta rakið ættir sínar langt aftur
í aldir og eru um leið fulltrúar
flestra landa.
Eg lít á brúðurnar mínar sem
lifandi verur. Oft er það, er eg hitti
ókunnuga, að þeir minna mig þeg-
ar á brúður í safni mínu. Hver
brúða hefir sinn persónuleika, og
stundum virðast mér þær gæddar
mannlegu eðli. Eg minntist einu
sinni á þetta við konu, sem á
brúðusafn, en þá sagði hún: „Þegar
svo er komið að þær hneigja sig og
bjóða þér góða nótt, þá er kominn
tími til þess fyrir þig að fara á
Hljóðíæraleikarar og patríarki á dögum Tyrkjasoldáns
legt safn af brúðum. Þar voru
dansmeyar frá Síam, geisha-stúlk-
ur frá Japan, indverskir furstar,
kínverskir hlauparar, ungverskir
sígaunar, Indíánar frá Perú, rúss-
neskir aðalsmenn o. s. frv., o. s. frv.
Við komum safninu fyrir í dag-
stofu okkar, og þar hefir það verið
síðan.
Þegar eg fór að athuga brúðiirn-
ar betur, komst eg að raun um að
þær sýndu þjóðhætti og menningu,
þótt í smáum stíl væri. Og þá greip
mig löngun til þess að eignast safn
þar sem væri brúður frá öllum
löndum heims.
Jörðin fer síminnkandi og með
hinum greiðu samgöngum berast
áhrif frá einni þjóð til annarrar, og
það verður til þess að þurrka út
einkenni ýmissa þjóða. í Austur-
löndum hafa menn nú víða til
dæmis tekið upp klæðnað vest-
rænna þjóða. Sá dagur er ef til vill
ekki langt undan, er þjóðbúningar
sjást hvergi nema á brúðum og í
fornminjasöfnum. Eg þóttist því
viss um að slíkt safn, sem eg hafði
hugsað mér, gæti orðið leiðbeining
Frönsk
bóndahjón
fyrir bandaríska æsku til þess að
skilja annarra þjóða háttu.
Mismunandi söfn
Sumir hafa tekið upp sérgreinir
1 söfnun brúða. Nokkrir safna