Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
191
Japanskur hermaður um 1200
sjúklingnum gengi, án þess að fá
að skoða hann sjálfan.
Japanskar brúður
Sennilega er hvergi í heimi lögð
jafnmikil rækt við að búa til brúð-
ur og varðveita þær, eins og í Jap-
an. Japanskar brúður eru listaverk
og þær ganga í arf mann fram af
, manni. Og þar í landi eru tveir
brúðu-hátíðisdagar — hátíð telpna-
brúðanna í marz, og hátíð drengja-
brúðanna í maí.
Á Hawaii-eyum er margt um
Japana, og einu sinni er eg kom
þar, var mér boðið á brúðuhátíð á
japönsku heimili. Allar brúður
heimasætunnar höfðu verið klædd-
ar í viðeigandi búninga og raðað á
hyllur, hverja upp af annarri. í
efstu hyllunni voru brúður sem
áttu að tákna keisarann og keisara-
frúna. Neðar \joru ráðgjafar og
hirðmenn, þar undir hljóðfæraleik-
arar og neðst þjónustufólk. Þarna
voru einnig húsgögn við brúðu-
hæfi, forlátavel smíðuð. Þar var
meðal annars bókaskápur með 10
ljóðabókum og voru hinar litlu
blaðsíður þéttskrifaðar ljóðum
með örsmárri skrift. Venjulegt er
að húsráðendur haldi veizlu í sam-
bandi við þessa brúðuhátíð, og er
þá boðið vinum og vandamönnum,
líkt og tíðkast á jólunum á Vestur-
löndum.
Eg á nú í safni mínu slíkar brúð-
ur, allar klæddar í viðhafnarföt,
sem eru að öllu leyti eins og þau
föt, sem keisarahjónin og hirð
þeirra gekk í. Einu sinni komu út-
lendir stúdentar í heimsókn til
okkar að skoða safnið. Þegar ung
japönsk stúlka sá þessar brúður,
notaði hún tækifærið til þess að
lýsa brúðuhátíðunum fyrir hinum.
Þá gall við indversk stúlka:
„Heima hjá okkur eru líka slíkar
brúðuhátíðir haldnar". Ein ung
stúlka hrópaði upp af fögnuði, er
hún gekk um safnið: „Þessi er frá
Finnlandi. Hún er í þjóðbúningi
okkar!“
Uppáhaldsbrúða konu minnar er
frönsk tízkubrúða, sem flutt var til
Bandaríkjanna 1879. Það var áður
en tízkublöð komu, og þá voru slík-
ar brúður sendar um allt til þess
að sýna tízkuna. Svo mikils þótti
um þær vert, að þær voru toll-
frjálsar. í Þrælastríðinu voru þær
því notaðar til þess að fela í þeim
bannvarning og litlar stúlkur látn-
ar bera þær í fanginu yfir hernað-
arlínuna. Nokkuð af þeirri bómull,
sem nú er ræktuð í Mississippi á
kyn sitt að rekja til útsæðis, sem
smyglað var í brúðumögum á
þeim árum.
Töfrabrúður
Brúður urðu ekki algengar sem
leikföng fyr en eftir 1850. Einka-
leyfi var fengið 1824 fyrir brúður,
sem gátu talað. Brúður, sem gátu
opnað augu og lokað þeim, komu
1826. Nú eru til brúður, sem geta
talað gengið, vætt sig, sungið. og
jafnvel kysst þegar þær eru kreist-
ar. En slíkar töfrabrúður voru líka
til fyr á öldum.
Mér hefur nýlega áskotnazt
frönsk brúða frá 18. öld. Hún getur
snúið höfðinu, deplað augunum,
þanið út brjóstið og leikið á hörpu.
Slíkar brúður voru metfé við hirð
Lúðvíks 18., og þeir sem smíðuðu
þær urðu oft vellríkir.
Ein brúðan mín er sýnisbrúða úr
vefnaðarvöruverslun í New York.
Eg sá hana þar einu sinni í glugga.
Hún var ímynd lítillar stúlku, svo
sem 8 ára; hún teygði upp hend-
urnar og munnurinn var galopinn
af undrun. Slík viðbrögð hafði eg
oft séð þegar litlar stúlkur komu
að sjá safnið mitt. Eg bað því skrif-
ara minn að kaupa hana, og hon-
um tókst það. Skömmu seinna sá
frú Eddie Eagan (kona fyrverandi
hnefaleikameistara) hana hjá mér.
Hún sagði þá: „Eg þekki stúlkuna,
sem þessi mynd er gerð af“. Seinna
kom hún með stúlkuna til mín.
Hún er nú 14 ára og heitir Chris
Norwood. Síðan kemur hún vana-
lega til mín á hverjum laugardegi
og hjálpar mér til þess að þurka
rykið af brúðunum og raða þeim
aftur. (Samuel F. Pryor).