Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Síða 14
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Paparnir á Bessastöðum F R Á góðum vini, listamanni í Reykjavík, fengum við hjónin jólakort, eitt af mörgum. Það er augnayndi, mynd af glerglugga í myndum, lituðum fagurlega. Und- ir myndinni stendur: Frá Bessastaðakirkju: Paparnir, fyrstu kristnir menn á íslandi. Skip Papanna nálgast mjög land- ið. Þrír menn „standa upp í stafni“ og horfa til strandar og fjalla, ber einn þeirra hæst og heldur hann krossi fyrir sér. Er helgibragur mikill yfir mönnun- um, enda stórt í efni, nýtt land, mikilfenglegt, rétt fyrir stafni, — þar skal lenda og lifa. Saga Papanna á landi voru, er oss harla lítið kunn, því er nú miður. Eg er einn af þeim sem trúa því fastlega, að hún hafi ver- ið meiri og merkari heldur en sögur herma. Aldrei fór eg svo með útlendum gestum um Suður- landsundirlendið að eg kæmi ekki við á Ægisíðu, ef þess var nokkur kostur, og sýndi þeim hellana þar. Þá tel eg eitt af því allra merk- asta sem fróðleiksfúsum gestum verður sýnt á íslandi. Mætti gera meira að því en gert er, að geta þessara fornmenja þegar útlend- ingar eru fræddir um land vort og þjóð. En meðal annarra orða, eru hellarnir á Ægisíðu friðaðir sem fornmenjar? Eg spyr ekki sökum þess, að ekki sé vel fyrir séð meðan þeir húsbændur ráða húsum og búi á Ægisíðu, sem nú gera garðinn frægan, en allur er varinn góður. Og því ekki að mæla hellana betur, ljósmynda þá og kvikmynda, þótt raunar séu til, fáum handbærar, mælingar norska verkfræðingsins Setermo- en, sem mældi hellana fyrir Einar Benediktsson, svo sem lesa má og sjá í bók hans Thules Beboere. — En nú er eg kominn út fyrir efn- ið. — Út við borðstokkinn, að baki Pöpunum, má sjá tvær geitur á myndinni. Þær horfa líka vonar- augum til strandar, búnar að fá nóg af sjóferðinni. — Og það eru þessar geitur sem mér verður starsýnast á af öllu á hinni fögru og „forvitnilegu“ mynd. Harla gaman og girnilegt til fróðleiks, að listamaður sá er gerði mynd- ina lætur hina írsku munka, Pap- ana, sem leita einverunnar á ströndum Sóleyjar, hafa með sér yfir hafið geitur til búsnytja. En auðvitað er ekkert sjálfsagðara — nema eitt — að þeir hafi haft með sér sauðfé. Sauðkindin gat engu síður en geitin verið hinn með- færilegi og tryggi förunautur þessara guðsmanna. Þannig verð- ur jólakortið með myndinni af kirkjuglugganum í Bessastaða- kirkju til þess að rifja upp fyrir mér þá kenningu, sem eg hefi tekið fóstri við, að Paparnir hafi flutt með sér út til lands vors sauðfé og búið við það. Og sem sjálfsagða afleiðing þess, að hér hafi verið villifé þegar hinir fyrstu norrænu menn settust að á landinu. — Og villiféð varð mörg- um landnámsmanni bætir í búi, svo að um munaði. Getur ekki ver- ið, að þannig hafi Paparnir grund- vallað að nokkru búfjárrækt þá — sauðfjárræktina — sem um allar aldir hefir verið burðarásinn í ís- lenzkum búskap? Þökk sé þeim sem orti geiturn- ar í gluggann í Bessastaðakirkju, þótt fremur hefði eg kosið 2—3 sauðkindur. — En aftur að geit- unum og Papabyggðinni miklu á Ægisíðu. Eitt merkasta geita-ör- nefni sem til er á landinu er Geitasandur, ekki allfjarri Ægi- síðu. Vel getur verið að þar hafi verið villtur eða hálfvilltur geit- fénaður þegar Ketill Hængr sett- ist að á Hofi. Gott hefir landið verið geitpeningi, eftir því sem verið gat á láglendi, kjarrskóga- belti með ánum, skjólskógur, og sennilega kjarrhólmar hér og þar um sandinn, en hann þurr vel og hlýr. Að baki söndunum tók við hraunaland Heklu, eigi lakara slíkum fénaði, til útigöngu, allt upp og austur 1 Tröllaskóga. En um annað hefir glugga- skáldinu miður farist. Á myndinni má sjá Papana koma að landi á langskipi miklu, norrænu að gerð og lagi, með háreistum stafni. Það hygg eg se sögulegur misskiln- ingur, engar líkur til að farkostur þeirra væri slíkur. Sanni nær að þeir hafi siglt og róið hafið á húð- keipum miklum, merkilegum skip- um að sönnu og haglega gerðum, en sem að útliti hljóta að hafa verið gjörólík skipum Norðmanna, sem þá gerðust forustuþjóð um skipasmíðar, á Norðurlöndum, og þótt víðar væri leitað. — En hvað um það, glugginn gleður, Guðs- mennirnir þrír, með geiturnar sín- ar tvær, — „sem fyrstir gistu landið í stjörnusænum“, — eins og Davíð segir fagurlega í Dögun- ar-ljóðum sínum. Jaðri, 20. janúar 1961 Árni G. Eylands. Einlægur vinur segir þér sannleik- ann upp í eyrun í stað þess að segja hann á bak. i t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.