Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 Lundey brezka Er sjálfstæði hennar á förum? í LESBÓK birtist 15. janúar 1956 grein um litla ey í Bristolflóa, sem Lundey heitir. Var það vegna þess, að eigandi eyarinnar gaf út frímerki í tilefni af því að 1000 ár voru liðin síðan Eiríkur kon- ungur blóðöx fell. En mjannmæli ganga um að hann, eða menn hans, hafi seinast haft bækistöð á Lundey. Eyan er ekki nema um 465 hekt- arar að stærð, mjó og löng og sæ- brött á alla vegu, nema að suð- austan, þar er lendingarstaður. Hún er nokkur djúpt úti í flóan- um, því að 38 km. breitt sund skilur hana frá meginlandinu, og er skemmst til bæarins Bideford. Sinn vitinn er á hvorum eyarenda og þegar stormar eru í flóanum, leita skip þangað hópum saman í var. Er þá oft mikil ljósadýrð undir eynni, ekki síður en hjá Grímsey stundum seinni hluta sumars, þegar síldveiðaskipin liggja þar í vari. í björgunum er mikið af sjófugli, einkum lunda, enda dregur hún nafn sitt af lund- anum, og mun það upphaflega gef- ið af norrænum víkingum. Merkilegast við Lundey er þó það, að hún hefir verið sjálfstæð fram að þessu. Þar greiða menn hvorki skatta né tolla til brezka ríkisins. Faðir núverandi eiganda keypti eyna fyrir 16.500 sterlings- pund á sinni tíð. Þeir feðgar hafa lagt kapp á að sýna umheiminum að eyan sé sjálfstæð, og til þess hafa þeir m. a. gefið út eigin mynt. Áður var lundinn gjaldmið- ill, og þess vegna gilda frímerk- in og peningarnir svo og svo marga lunda, eða brot úr lunda. En sá er gallinn á, að hvorki frí- merkin né myntin er gjaldgeng annars staðar en á eynni. Eyar- skeggjar verða því að frímerkja bréf sín bæði með lundafrímerkj- um og frímerkjum ensku póst- stjórnarinnar, og er þetta auðvit- að talsverður galli. Vélbátur heldur uppi ferðum milli Lundeyar og Bideford, en oft er það á vetrum, þegar slæm er tíð, að eyan er alveg einangr- uð. En á sumrin koma þangað skip með ferðamenn til þess að skoða eyna. Er talið að um 20.000 ferðamenn komi þangað árlega, og margir þeirra komi ár eftir ár og er það einkum fuglalífið, sem teygir þá þangað. Ekki geta skip lagzt þar að bryggju, svo ferja verður hvern mann. Kostar það 1 sh. 6 d. og fær eigandi eyjar- innar nokkurn hluta þess gjalds. Hann hefir og talsverðar tekjur af ferðamönnum, því að þeir kaupa mikið af minjagripum, versla í einu búðinni sem þar er, og kaupa veitingar í einu kránni, sem þar er. Minjagripirnir eru aðallega Lundeyar-frímerkin og Lundeyar- peningarnir. Á þessu græðir eig- andi. Hann rekur einnig allstórt bú þarna, hefir þar um 400 kind- ur og kýr, og þarf ekki að tíunda neitt. Ekki b jiun saman um hve margt fólk sé í eynni. En helztu mennirnir þar eru ráðsmaður eig- andans sem jafnframt er póst- meistari, fuglafræðingur og vita- verðir Aðalbyggðin er á suðaustur- horni eyarinnar. Þar er íbúðarhús eigandans, kirkja, rústir af göml- um kastala, gistihús sem getur hýst 12 gesti, krá, sölubúð og nokkrir kofar og útihús. Þótt eyan teljist sjálfstæð, þá er staða hennar innan brezka samveldisins mjög vafasöm. Þegar manntalið var tekið 1951, var úr- skurðað að Lundey skyldi fylgja Torrington. Þessu mótmælti eig- andinn harðlega og taldi það koma algjörlega í bág við sjálfstæði ey- arinnar, en hann varð þó að beygja sig. Og nú er verra í efni. Nú er komin fram tillaga um að innlima Lundey í England eftir mörg hundruð ára sjálfstæði. Þessi til- laga er komin frá héraðsstjórn- inni í Devon, og hún ber það að- allega fyrir sig, að ef einhver glæpur verði framinn í eynni, þá sé þar engin lögleg yfirvöld og málið hljóti að koma til aðgerða dómstóls í Devon. Eyarskeggjum þykir þetta skolli hart. Þeir segja sem svo, að ef úr þessu verði, þá muni næsta skrefið verða það, að þangað verði sendur lögreglustjóri, „og þá verð- ur alveg ólíft í eynni“. Maður sem heitir Stanley Smith og átti áður heima í Lundey, hefir orðið svo gramur út af þessari tillögu, að hann hefir stofnað sérstakt land- varnarfélag fyrir Lundey, „Lundy Association“, sem á að berjast á móti því með hnúum og hnefum að eyan verði innlimuð í England. Eigandinn sjálfur hefir tekið þessu rólega, en kveðst munu berjast á móti því að „of langt sé gengið“. Bókamaður: „Eg heimsæki vinl mina oft, til þess að líta á bækurnar mínar“. /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.