Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 Loft á tunglinu ÞAÐ var á köldu kvöldi suður í Texas. Við vorum nokkur á gangi úti á víðavangi. Loft var heiðskírt og tungl í fyllingu. Við staðnæmdust stundarkorn og horfðum á það. Þá sagði ein stúlkan: „Svei mér þá ef ekki er svo bjart að maður getur vel séð að ekkert loft er á tunglinu". Nú, þetta var nú ekki annað en það sem allar kennslubækur hafa sagt, síðan Giovanni Batista Riccioli ritaði „Almagestum nov- um“ árið 1651: Það er ekkert loft á tunglinu! Og þótt nútíma stjörnufræðingar tali um loft á tunglinu, þá kemur það ekki í bág við þetta, enda þótt svo sýn- ist í fljótu bragði. Hér er allt undir því komið hvaða skilning maður leggur í „loft“. Ef átt er við lífsloft, þá er það ekki til á tunglinu. En sé átt við loft í þeirri merkingu sem vísindamenn leggja í það orð: samsafn gaseinda á yfirborði ein- hvers hnattar — þá er loft á tunglinu. Annars er þetta mjög merki- legt loft. Menn halda að það sé samsett af hinum svonefndu „fá- gætu gastegundum“, sem hafa þann eiginleika, að þær blandast ekki saman, og blandast ekki neinu. Vegna þess, sem á eftir fer, er nauðsynlegt að nefna þessar gastegundir og geta um eðlis- þyngd þeirra (atomþunga). Helium (He) atomþungi 4.0 Neon (Ne) 20.2 Argon (A) 39.9 Krypton (Kr) ... 83.7 Xenon (Xe) 131.3 Radon (Rn) Radon var upphaflega nefnt Niton (skínandi), en nafninu var síðar breytt til þess að sýna skyldleika þess við radium. Ástæðan til þess að getið er um atomþungann, er þessi: Þegar hiti vex, þá eykst útþensla og hraði sameinda (eða atoma) gas- efnanna, og þá einkum hinna léttari. Og ef hitinn er nógu mik- ill, þá geta gasefnin komist út fyrir aflsvið tunglsins og horfið út í geiminn, og þá auðvitað létt- ustu efnin fyrst. Nú er það kunnugt, að hitinn á tunglinu getur orðið 135 stig á Celsius. Og dr. Harold C. Urey hefir reiknað, að við slíkan hita geti tunglið ekki hamið gasteg- undir sem eru undir atomþunga 60. — Eftir því að dæma, helzt tungl- inu ekki á þremur fyrst nefndu gastegundunum. En svo er rad- on sér í flokki. Það er geislavirkt og geislar sér út að hálfu á 3.85 dögum, svo að það hverfur á skömmum tíma af sjálfu sér. Þess vegna getur varla verið um aðrar gastegundir að ræða á tunglinu, en krypton og xenon. Aðallega er það xenon, því að af því fram- leiðast á tunglinu um 5000 millj- ón atom á sekúndu. Framleiðsla kryptons er svo miklu minni, að segja má að í „lofti“ tunglsins sé xenon 95% en krypton ekki nema 5%. — Geislavirkni framleiðir stöðugt helium, en það er svo létt, að tunglið getur alls ekki haldið í það. Neon er líka of létt. En þótt argon nái ekki því marki, sem dr. Urey setur, þá hefir það þó atomþunga um 40, og svo er hita- stigið 135 reiknað heldur hátt. Argon mun myndast við útgeisl- un á geislavirkri pottösku, og dr. Isaac Asimov hefir reiknað, að 3600 grömm af pottösku muni eyðast á hverri sekúndu. En 11% af því magni breytist í argon, og þá ætti að myndast um 400 gr. af argon á hverri sekúndu. Og enda þótt mestur hluti þess muni leita út í geiminn, þá er þó altaf eitthvað eftir, svo að óhætt mun að fullyrða að í „loftinu" á tungl- inu sé argon, krypton og xenon. Og enn mætti jafnvel bæta við kolsýrlingi. í fyrra þóttust Rússar verða varir við eldgos á tunglinu. Ensk- ir og bandarískir vísindamenn ef- uðust ekki um að Rússar hefði séð eitthvað er líktist eldgosi, en heldu því hins vegar fram, að þar mundi hafa verið um út- streymi kolsýrlings að ræða og það hefði verið svo aflmikið, að það hefði þeytt mekki af ryki upp í loftið, og þess vegna sýnst efnismeira en það hafi í raun og veru verið. Atomþungi kolsýrlings er 44, eða litlu meiri en argons. Þess vegna gildir sama um kolsýrling- inn, að hann rýkur ekki allur út í geiminn á andartaki, heldur mun altaf vera eitthvað af hon- um í „lofti“ tunglsins. Kolsýrling- urinn hlýtur að vera kominn úr iðrum tunglsins og þess vegna er sennilegt að hiti sé enn. inni í tunglinu, en það er þó ekki nema ágiskan. Það má víst lengi þrátta um hve þétt þetta „loft“ úr krypton og zenin, og ef til vill argon og kolsýrlingi, muni vera á tunglinu. En sýnishorn af því næst ekki með því að senda þangað gervi- tungl, er fari mjög nærri t.ungl- inu. Menn verða sjálfir að fara þangað að sækja það. (Úr „Galaxy")

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.