Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Síða 1
/ Elzta sveitarþorp á íslandi ÆGISANDAR eru með allri suð- urströnd landsins frá Þjórsárósi austur að Dyrhólaey. Þar er hvergi höfn né afdrep, en þó var sjór sóttur um aldir úr mörgum brimlendingum á þessum slóðum. Víðast hvar er langt frá hafi til heiða. Mörg vötn falla þarna til sjávar og slíta sandinn sundur og hefir hver bútur sitt nafn. Þess vegna er í daglegu máli ekki tal- að um sandinn á Suðurlands- strönd, heldur sandana. Vestasti hlutinn heitir Rangár- sandur. Nær hann milli Þjórsár og Hólsár, sem kennd er við bæ- inn Ytrahól í Útlandeyum. Hólsá er stutt, en á sér langan aðdrag- anda. Utan við Móeiðarhvol fell- ur Þverá í Eystri Rangá og síðan falla Rangárnar saman fyrir neð- an Oddaflóð. Eftir að þær hafa sameinazt heitir Hólsá til sjávar, En ós hennar leitar alltaf austur á bóginn, og þess vegna er hún ekki alltaf jafnlöng. Skammt frá sjó liggur lítt slitin hólaþyrping alla leið milli Þjórsár og Hólsár. Þar er byggð. Heitir þar vestast Háfshverfi og þar er landnámsjörðin Háfur. En austur undir Hólsá er byggðarhverfi sem nefnist Þykkvabær. Þetta er elzta sveitarþorp á íslandi, og var eina sveitarþorpið fram á þessa öld. Þar hafa löngum átt heima 200— 300 manns. Þar eru nú nær 40 býli. Fyrir ofan byggðina er breið og mikil lágslétta, sem nær ánna á milli og er allt að 8 km. breið. Þar er efst hin alkunna Safa- mýri, þar sem eitt sinn mátti heya þúsund kúa fóður. Engar sögur fara af því hvenær byggð var sett þarna í öndverðu, né heldur hvernig á nafninu stendur. Það er byggðarnafn, en ekki nafn á neinu sérstöku býli. Líklegasta tilgátan er sú, að nafn- ið bendi til þéttbýjis, að bæirnir >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.