Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Side 2
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kirkjan í Þykkvabæ (Hábæarkirkja). hafi verið margir og staðið þykkt. Önnur óráðin gáta er það, hvernig á því hafi staðið, að þessi þétta byggð var sett þarna, því að á þeim dögum var Safamýri ekki til og landkostir ekki nema í meðallagi. Verður það naumast skýrt á annan hátt en þann, að útræði hafi verið hjá Rangárósi, en svo kallaðist ósinn þá, og er þess á nokkrum stöðum getið í fomum heimildum, að skip kæmi í Rangárós. Þá hefir þar verið höfn í sjálfum ósnum. Þess vegna getur verið að útræði hafi hafizt þar mjög snemma og fyrst í stað risið þar upp margar sjóbúðir. Eitt af býlunum í Þykkvabæ heit- ir enn Búð, og gæti það nafnver- ið komið frá þessum tíma. Brátt hafa búðirnar orðið að föstum bústöðum, og þeir, sem þar settust að, hafa fengið skika úr jörðinni. Búðimar hafa breyzt í grasbýli. Jörðin er öll að fornu mati 60 hundruð, en þegar Jarða- bókin var gerð 1709, þá hefir jörð- in verið brytjuð öll niður í smá- býli 2Vz—5 hundmð að mati. Þessi smábýli eru þá í eigu hinna og annara manna um land allt. Seinna var brytjað smærra, allt niður í 130 alnir, og gengu þessir bútar kaupum og sölum. Nú eiga bændurnir í Þykkvabæ öll býlin sjálfir. Þykkvibær kemur hvergi við sögur, en fróðlegt mundi núþykja ef vér ættum sögu þessa eina sveitarþorps á íslandi frá upphafi og vissum hvemig á því stóð að byggðin helzt þarna þrátt fyrir það að útræði í Rangárósi tókst af. Brynjólfur frá Minna Núpi getur þess, að sandur úr Kötlu- hlaupi hafi borizt þangað vestur og stíflað ósinn. Hefir það þá líklega gerzt á 17. öld. Hólsá hljóp þá vestur alla sanda fyrir ofan sjávarkambinn óg komst alla leið vestur í Þjórsá. Og þeg- ar Jarðabókin var gerð, virðist svo sem Þykkbæingum hafi ver- ið allar bjargir bannað«ar af sjó. Samt helzt byggðin við. Sjósókn hafa þeir að vísu stundað áfram, en þá í öðrum útróðrastöðum, svo sem austur í Landeyum og úti á Loftsstöðum. En það sem þá hefir aðallega bjargað var að hver hjálpaði öðrum. Ef einhver þurfti að reisa sér bæ, þá komu allir hinir bændurnir og hjálpuðu hon- um, kúnna gættu þeir til skiptis, heyskap hafa þeir að nokkru stundað í félagi og léð hvor öðr- um hesta, reipi og reiðinga, og veiðiskap hafa þeir stundað í fé- lagi í Bæarvatni og Fiskivatni, en ...... II llllll' .......... ......... Prestsetrið Kirkjuhvoii / i i/

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.