Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSTNS 423 Þinghús og skóli þá var mikill silungur í þeim vötnum. Og svo hefir komizt á ýmis konar verkskipting hjá þeim. Þessi var hagnaðurinh af því að vera í þéttbýli. Og samhjálp og verkskipting helzt þar enn í dag. Laust fyrir 1770 hleypur Mark- arfljót í Þverá og alla leið niður i Rangá. Óx þá mjög vatnsmegin Hólsár og nú taka árnar að brjóta bakka sína. Þó kveður ekki mjög að þessu fyr en eftir aldamótin 1800. Þá kom mikið hlaup í Þverá og varð vatn hennar yfirgnæf- andi. Þar sem hún kom hliðhallt á Rangá ytri, var kraftur hennar svo mikill, að hún fór þvert yfir Rangá, braut bakkann að vestan og ruddi sér braut þvert yfir engj- ar og haga út í Þjórsá. Þarna myndaðist þá hinn illræmdi Djúpós, sem ógnaði Þykkvabært- um í rúma öld. En við þessar hamfarir Þverár, belgdi Rangá ytri upp og tók hún þá líka að brjóta bakka sína neð- an við Bjólu. Vatnið leitaði út á Safamýri, sem þá virðist aðeins hafa verið beitiland, vaxið mýr- gresi, lyngi og fjalldrapa. En nú skifti skjótt um. Vatnið hlýtur að hafa verið þrungið gróðurefnum, því að á nokkrum árum breytist Safamýri í hið stórkostlegasta starengi á íslandi. Þar varð gras- ið svo þétt og mikið, að kindur, sem hættu sér inn í það, urðu villtar og rötuðu ekki út aftur. Og ef riðið var um þennan akur, var það engu líkara en að ríða í straumvatni, og menn gerðu það sér til gamans að hnýta starar- stráin yfir herðakambinn á hest- unum. Vötnin brutu sér framrás á mörgum öðrum stöðum og var hver beljandi állinn við annan fyrir ofan Þykkvabæ. Tókust þá af allar hinar miklu og góðu engjar staðarins og einnig hagar. Varð þá stundum að sundreka kýrnar kvölds og morgna til þess að koma þeim á beit. Vatnið lagð- ist alveg að bæunum, tók einn *■ - >'<"«, A ^ tf (t ’í Vinnufataverk- smiðja. Hér má einnig sjá einn af hinum mörgu fram- ræsluskurðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.