Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Qupperneq 2
«< i_tí EIMURINN hefur fylgzt með þro- uninni í Afríku af nokkurri eft- irvæntingu, ekki sízt á þeim svæðum sem lúta minnihlutastjórn hvítra manna. Eitt þeirra er Hhódesía sem er sambandsríki þriggja ríkiseininga, Norður- og Suður- Rhódesíu og Njassalands. Forsætisráðherra sambandsríkisins er Sir Roy Welensky, sem hefur haft sig mikið í frammi upp á síð- kastið og verið harður í hom að taka. Hann hefur lagzt mjög eindregið gegn nýjum áætlunum brezku stjórnarinnar um sam- bandsríkið, og búast sumir við að fram- koma hans kunni að valda alvarlegum klofningi innan íhaldsflokksins, sem hann hefur forustu fyrir. En í þessu sambandi er ekki úr vegi að vekja athygli á öðrum svipmiklum leiðtoga á sama svæði, Sir Edgar Whitehead, forsætisráðherra Suður-Rhódesíu, sem er 58 ára gamall og mjög atkvæðamikill. Hann var í Lundúnum fyrir skömmu til viðræðna við brezku stjómina, og er greinilegt að afstaða hans getur skapað ýmis erfið vandamái. Svo er nefnilega að sjá sem alvar- leg deila sé í uppsiglingu milli hans og Sameinuðu þjóðanna. Gæzluvernd- arráð S.Þ. hefur ákveðið að senda sér- staka nefnd til Suður-Rhódesíu, sem rannsaka skuli hvort ástandið í landinu sé þess eðlis, að hægt sé að tala um sjálfsstjóm þar. Þessa heimsókn hefur Sir Edgar af- þakkað með mjög ómildum og ótví- ræðum orðum og jafnvel íátið í það skína, að nefndarmenn eigi á hættu að horfa inn í byssukjafta, ef þeir gerist svo djarfir að reyna að komast yfir landamærin. Halda mætti að mennirnir tveir, sem hér hafa verið nefndir, væru af nokkum veginn sömu gerð, en því fer víðs fjarri. í pólitísku tilliti er afstaða Sir Roys til kynþáttavandamálsins öfga kennd hægristefna, en Sir Edgar Whitehead er í hópi hægfara umbóta- manna. Sem einstaklingar eru þeir einn- ig gagnólíkir. Sir Roy er hinn harðsvíraði verka- lýðsleiðtogi, sem með mikilli óvægni hefur barizt áfram til æðstu metorða. Sir Edgar Whitehead er einn hinna hógværu í landinu og var upphafiega ekki í hópi hvítu „landnemanna", sem margir hverjir líta á yfirstandandi átök sem baráttu upp á lífi og dauða. Þar vio bætist, að líta verður á Sir Edgar sem líkamlega veikburða mann í ýmsu tilliti. Hann er heymarsljór og þjáist af augnsjúkdómi, sem hvað eftir ann- að hefur þvingað hann til að draga sig í hlé frá opinberu lífi. Hins vegar verður því ekki neitað, að hann sé alveg eins seigur og þrár eins Og Sir Roy Welensky — því það er hreint ekki svo lítið undur, að þrátt fyrir þessa likamlegu annmarka skuli hann vera einn af atkvæðamestu hvít- um mönnum í Austur-Afríku. Ævisaga hans er i rauninni skáldsögu líkust, hún er bæði spennandi og full af furðu- legum atvikum. S ir Edgar Cuthbert Fremantle Whitehead fæddist í Berlín, þar sem faðir hans var sendiráðsfulltrúi, en eig- inlegt heimkynni hans varð hinn forni háskólabær Oxford, þar sem hann lagði stund á sögu og efnahagsvísindi. Enn í dag eimir eftir af andrúmslofti skóla- stofunnar kringum hann, og er ekki ósennilegt að það helgist að einhverju leyti af því, að hann hefur alla tíð ver- ið piparsveinn. Þegar maður hittir hann fyrst, minnir hann langhelzt á prófessor við háskólann í Oxford. Hugur hans stóð engan veginn til Afriku í öndverðu, heldur hafði hann í huga að gerast opinber embættismað- ur í Englanai. En þá varð hann í fyrsta sinn áskynja um þá tálma sem sjón- depran setti á veg hans. Hann fékk alls ekki aðgang að landinu, sem í augum svo margra Breta er landið fyrirheitna. Að ráði lækna tók hann sig upp árið 1928 og fluttist tii Suður-Rhódesíu, þar sem hann gerðist bóndi og tók að yrkja jörðina. Þá og þar hefst samband hans við „álfuna myrku.“ Smám saman batnaði sjón hans, og hann fór að hafa afskipti af stjórn- málum með þeim afleiðingum, að hann var fyrst kosinn á þing árið 1939. En rétt' á eftir brauzt seinni heims- styrjöldin út, og þá átti hann eftir að sýna hvílíkum járnvilja hann var bú- inn. Þrátt fyrir dapra heyrn og litla sjón gaf hann sig fram til heimavarn- arliðsins í Rhódesíu, en var hafnað. Hann gafst samt ekki upp, heldur hélt rakleiðis heim til Englands og sannfærði herstjórnina um, að hann gæti orðið að gagni í stríðinu. H ann tók þátt í styrjöldinni til síðasta dags. Fyrst var hann með her- sveitunum í Vestur-Afríku og gerðist síðan mikilsverður starfsmaður í njósna deild flughersins. Undir lokin var hann meira að segja fulltrúi í mjög mikil- vægri sendinefnd til Bandaríkjanna og lét af herþjónustu með gráðu undir- ofursta. Það hefðu ekki margir leikið eftir honum. Hann hafði vakið á sér athygli, og vorið 1945 skipaði Georg konungur hann sendiherra Suður-Rhódesíu í Lundúnum. En Afríka kallaði á krafta hans. Ár- ið eftir sneri hann heim til Suður- Rhódesíu og fékk ekki einungis sæti á þingi aftur, heldur varð hann einnig fjármálaráðherra landsins, sem þá var ríkisnýlenda, og beitti sér af miklum krafti fyrir nauðsynlegum endurbótum á efnahagslífinu. Aftur tók sjúkdóm- urinn í taumana. Hann varð næstum blindur og sá sig tilneyddan að draga sig í hlé út á búgarð sinn. Nokkrum árum síðar hafði hann samt fengið það góðan bata, að hann gat tekið við sendiherrastöðu í Washington — og þá dró til þeirra tíðinda sem réðu úrslitum um framtíð hans og frama. mt að var árið 1953, sem gerð var tilraun til að sameina verndarsvæðin Norður-Rhódesíu og Njassaland og rík- isnýlenduna Suður-Rhódesíu í eitt sambandsríki, og þá hófust líka fyrir alvöru kynþáttadeilurnar sem haldizt hafa fram á þennan dag. í Suður-Rhódesíu leiddu deilurnar fyrst til nokkurs konar „hallarbylting- ar“ gegn Xodd forsætisráðherra — og þá var það sem áhrifamenn í landinu gerðu boð eftir Sir Edgar Whitehead. Hann varð leiðtogi hins stóra sam- bandsflokks UFP og jafnframt forsætis- ráðherra landsins. Það yrði of iangt mál að rekja hér hinar flóknu kynþáttadeilur, sem eitt sinn neyddu Whitehead til að kveðja herinn á vettvang, eða ræða fjandsam- lega afstöðu Njassalands til sambands- ríkisins. Þó má nefna þá mikilvægu staðreynd, að í fyrrasumar lét Sir Edgar fara fram þjóðaratkvæði, þrátt fyrir and- stöðu bæði hvítra manna og svartra, og leiddi það til þess, að Suður- Rhódesía fékk nýja stjómarskrá. Hver verða afdrif hennar, er erfitt að segja á þessu stigi málsins, en hún gefur Ijósa mynd af afstöðu hans í kynþáttamál- um. —■ Hann lítur fyrst og fremst á vandamálin frá efnahagslegu sjónar- miði. Hann gerir sér vonir um að geta sannfært bíökkumennina um, að án Ev- rópumanna verði þeir dæmdir til að lifa við fátækt og kannski jafnvel hung ur. „Hinn gullni meðalvegur“ er öllum hagkvæmastur, en sennilega er vert að hafa í huga, að hann er reiðubúinn að verja hugsjón „hins gullna meðalvegs14 með valdi, ef því er að skipta. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá eiga blökkumenn tilkall til 15 af 65 þingsætum. Á pappímum er þeim líka heimilt að bjóða fram til hinna 50 þing- sætanna ,en vafamál er hvort það er framkvæmanlegt í reyndinni. Það sem hlýtur að vera mikilsverð- ara í augum blökkumanna er, að allar opinberar stöður skulu veittar eftir hæfni og dugnaði, en ekki eftir hör- imdslit, og reglan á að vera: „sömu laun fyrir sömu vinnu“. Án efa lítur Sir Edgar Whitehead svo á, að þessi stjórnarskrá valdi því, að sendinefnd Sameinuðu þjóðanna feli í sér auðmýkingu og óvirðingu við Suð- ur-Rhódesíu. Honum er lika ljóst, að láti hann undan, muni það reka stór- an hluta hvítu íbúanna yfir í búðir andstæðinganna, sem eru miklu öfga- fyllri. Þess vegna tekur hann svo af- dráttarlausa afstöðu. Hverjar afleiðing- ar það hefur, á eftir að koma í ljós. Maurice Chevalier, hinn elskulegi franski revíuleikari og mannþekkj- ari, segir að fjarrænasta augnaráð, sem til sé, geti að líta hjá leikara, þegar umræðurnar fara að snúast um eitthvað annað en hann sjálfan. Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykj.uvík. Framkv.stj.: Siglús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurSur Bjamason frá Vigur. Mattbías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AðaLstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUN3LAÐSINS -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.