Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 2
Í4
SVIP-
MVND
T?
K' YRIR nokkrum vikum var gert
óvenjulegt tilræði við einn
helzta stjórnmálaleiðtoga Suðaustur-
Asiu, Ngo Dinh Diem, forseta Suður-
Vietnams. Tilræðismennirnir reyndu að
koma honum fyrir kattarnef með því
að ráðast á höll hans í Saigon úr lofti
með sprengjum og vélbyssuskothríð.
Tilræðið mistókst en það dró athygli
heimsins að einu órólegasta svæði í
Asíu suðaustanverðri og manninum sem
þar fer með völd.
Mánuðum saman hafa Bandaríkja-
menn haft þungar áhyggjur af vaxandi
undirróðri og spellvirkjum kommún-
ista í Suður-Vietnam, sem hafa það
markmið að innlima landið í heims-
veldi kommúnismans. Hefur Kennedy
Bandaríkjaforseti brugðizt þannig við
þessafi bráðu hættu, að hann hefur
kvatt saman mikið lið bandarískra
skæruhermanna, sem vera skulu til
taks ef til átaka kemur. En stjórn-
málavandræðin í land-
inu eru ekki síður í-
skyggileg en hernaðar-
vandamálin. Það er því
sennilegt, að Bandaríkja-
menn fylgist náið með
pólitísku gengi Diems,
því þeir kusu hann fyr-
ir sjö árum til að stjórna
hinni sundruðu þjóð og hafa stutthann
æ síðan með efnahags- og hernaðar-
aðstoð.
Áhyggjur Bandaríkjamanna eru ekki
ástæðulausar. Tilræðismennirnir, sem
gerðu árásina á höll forsetans, voru
foringjar úr lofther Suður-Vietnams,
en Sennilegt þykir að þeir hafi verið
verkfæri ákveðins hóps menntamanna
í Saígon, sem verið hefur sáróánægður
með stjórn Diems. íhlutun og aðstoð
Bandaríkjamanna getur því aðeins
komið að gagni, að stjóm Diems verði
örugg í sessi eða fái völdin' í hendur
hæfum eftirmönnum.
Alla tíð síðan Vietnam var skipt í
tvö ríki árið 1954, eftir ósigur Frakka
við Dien Bien Fú, hefur suðurhluti
landsins verið vettvangur víðtækrar
undirróðursstarfsemi kommúnista. Eins
og stendur er landinu ógnað af nálega
20.000 kommúnískum skæruliðum —
hinum svonefndu Vietcong —- sem hvað
eftir annað gera skyndiárásir frá Norð-
ur-Vietnam, þar sem Ho Tsjí Minh
stjómar með harðri hendi. Þjóðinni í
Suður-Vietnam er líka ógnað af inn-
lendum kommúnískum skæruliðum —
hinum svokölluðu Vietminh — sem
urou eftir í landinu þegar Frakkar
höfðu verið sigraðir. Sérgrein þessara
skæruliða er launsátur og pólitísk
morð. Bæði þessi skærulið hafa nú
verið skipulögð eins og venjulegar
hersveitir.
Hér er um að ræða alvarlegt hem-
aðarvandamál. Hið pólitíska vandamál,
sem Bandarikjastjórn hefur átt við að
etja, var að finna og styðja andkomm-
úníska þjóðhetju, sem skapað gæti mót-
vægi gegn áhrifum Ho Tsjí Minhs í
hugum milljónanna.
Þegar Diem var valinn til starfans
árið 1954 og tók við embætti forsætis-
ráðherra hjá hinum óhæfa keisara, Bao
Daí, voru víst fáir sem öfunduðu hann
af verkefninu. Hann komst brátt að
raun um, að hann hafði fengið til um-
ur innanríkis-
ráðherra 32 ára
gamall, en sagði
fyrirvaralaust af
sér þegar Frakk
ar neituðu að
veita landi hans
meira sjálfstæði
en það hafði bú
ið við. í seinni
heimsstyrjöld
hafnaði h a n n
boði Japana um
að verða for-
sætisráðherra
hins ,sjálfstæða‘
Vietnams, sem
þeir settu á lagg-
irnar. Árið 1945
neitaði hann að
taka þátt í
bráðabirgða-
stjórn, þar sem
kommúnistar
u n dir forustu
Ho Tsjí Minhs
voru í meiri-
hluta. Árið 1948
neitaði hann að
hafa nokkur af-
skipti af samn-
ingamakki Bao
Daís keisara og
Frakka, þ e g a r
franska stjórnin
kom fram með
n ý j a formúlu
fyrir „sjálf-
stæði“ landsins,
sem hefði í
DINH
ráða afturlappirnar á hesti, sem var
með hausinn á kafi í jötu kommúnism-
ans. í landi, sem var flakandi í sórum
eftir ófrið, varð Diem að horfast í augu
við fjandskap keisarans, Frakka, póli-
tískra keppinauta sinna og þriggja
voldugra sértrúarflokka, sem höfðu
með herjum sínum lagt undir sig all-
stór svæði af ríkinu og stjómuðu þeim
af frábærri spillingu eins og einka-
eignum. Þar við bættist hið geigvæn-
lega vandamál flóttamannanna, því um
800.000 þeirra höfðu flúið undan komm-
únistum í Norður-Vietnam. Hinir mörgu
óvildarmenn Diems spáðu því glað-
klakkalega, að hann mundi ekki endast
sex mánuði, hvað þá lengur.
En Diem sýndi þegar í upphafi þá
eiginleika sem haldið hafa honum í
sessi til þessa með hjálp bandarískra
dollara: óbilandi hugrekki, þolgóða
kænsku og glöggt tímaskyn. Árið 1950
var hann búinn að losa sig við hina
valdamiklu hershöfðingja, sem voru
honum andvígir, og vinna herinn á sitt
band. Hann notaði síðan herinn til að
gersigra heri sértrúarflokkanna, og þeg-
ar keisarinn reyndi að svipta hann völd-
um, var það sjálfur lceisarinn sem mátti
víkja úr sessi. Diem efndi til þjóðar-
atkvæðis þar sem hann sigraði auð-
veldlega, lýsti Vietnam lýðveldi og
varð fyrsti forseti þess.
Á næstu árum fann Diem flótta-
mönnunum samastað, gerði víðtækar
umbætur á jarðeignarlögunum, aflaði
ríkinu álitlegra innstæðna í erlendum
bönkum og tvöfaldaði hrísgrjónafram-
leiðsluna. Allt hafði þetta kostað
Bandarikjamenn kringum tvær billjón-
ir dollara.
Diem kom til valda í Vietnam með
góð meðmæli. Á yngri árum var hann
opinber embættismaður í þjónustu
Frakka úti á landsbyggðinni og
gat sér Qrð fyrir mikinn dugnað
og hörku við flugumenn kommúnista.
— Hann var orðinn keisaralegur
reyndinni haldið nýlendustjórninni við
lýði.
Frakkar ofsóttu hann sem hættulegan
þjóðernissinna. Vietminh-herinn myrti
eldra bróður hans með grimmilegum
hætti. Diem var bæði fjandmaður ný-
lendustjórnar og kommúnisma og hafði
hreinan skjöld þegar Bandaríkjamenn
tóku að svipast um eftir hugsanlegum
leiðtoga. Auk þess var hann kristinn
og mjög trúhneigður, svo það var
kannski ekki að undra, þótt John
Foster Dulles legði sig mjög fram um
að fá hann til að yfirgefa klaustrið í
Bruges, er hann hafði gengið í árið
1953 sem leikmunkur, og koma landi
sínu til bjargar áður en allt færi í
kalda kol þar.
Diem fæddist árið 1901 af rómversk-
kaþólskri ætt sem oftar en einu sinni
hafði orðið að fórna „blóði fyrir trú
sína. Diem óx úr grasi guðhræddur, al-
varlegur, kímnislaus. Hann dróst fyrst
fyrir alvöru að kirkjunni þegar hann
var 15 ára, en hann átti heima í Hué,
höfuðborg keisaranna í Annam, en í
því ríki áttu kínverskar hefðir sér
gamlar og djúpar rætur. Faðir Diems
var mandaríni af fyrstu gráðu, og á til-
settum tíma varð Diem líka mandaríni.
Mikið hefur verið gert úr kaþólskri
trú Diems og ferðum hans til Vestur-
landa. En það sem mótaði hann mest
á uppvaxtarárunum var mandarína-
hefðin, þar sem rík áherzlr. er lögð á
rétt hins háttvísa og agaða mennta-
manns til að stjórna hinum ómenntuðu
milljónum með góðvilja og föðurlegri
umhyggju. Hugmyndir Diems um „per-
sónulega stjórn“ sætta í orði kveðnu
kenningar mandarínanna og vestrænt
lýðræði, en í reyndinni verður lýð-
ræðið oft hálfgerð hornreka.
Þessar hugmyndir eru m.a. í því
fólgnar, að persónulegt frelsi einstakl-
ingsins er fullkomlega virt, en pólitískt
frelsi hans veltur á nokkurs konar sið-
gæðislegri „endurfæðingu“. Þangað til
borgarinn hefur hlotið vi 'hlítandi upp-
eldi í lýðræði, verður ríkið að hafa
vald til að verja hið pólitíska frelsi
fyrir hann, úr því hann getur ekki
neytt þess sjálfur.
Enginn getur neitað því, að Diem
hlýði reglu Konfúsíusar um gott for-
dæmi hins menntaða leiðtoga sem
verða muni þjóðinni hvöt til að feta í
fótspor hans. Hann vinnur langt fram
á nótt, er ókvæntur og lifir mjög fá-
brotnu lífi. Hann er nákvæmur með
allt helgihald, strangheiðarlegur í per-
sónulegu lífi, alúðlegur í viðmóti og
jafnan rólegur í framkomu. En sú
staðfasta mandarína-sannfæring hans,
að hann viti betur en aðrir, hefur oft
haft óheillavænleg áhrif.
Hann hefur barið niður pólitíska
mótspyrnu og fyllt fangelsin. Óbeint en
strangt eftirlit er haft með blöðum
landsins. Altítt er að kosningaúrslit séu
fölsuð. Bæði landsstjórnin og her-
stjórnin líða fyrir það, að Diem fær
ekki öðrum völd í hendur en ættingj-
um sínum og nokkrum tryggum að-
stoðarmönnum. Hann er sakaður um að
leyfa hernum að fara ránshendi um
héruð, þar sem Vietcong-menn hafa sig
í frammi, og afsaka það með því að
bændumir í þessum héruðum séu
hlynntir kommúnistum.
Diem er maður feiminn og ófram-
færinn. Hann er ekki áheyrilegur ræðu-
maður, það er eins og hann sé að
flytja fyrirlestra þegar hann heldur
ræður. Hann er lágvaxinn og feitlag-
inn, kringluleitur og mjúlcraddaður.
Hann klæðist stillingunni eins og leik-
búningi sem felur þrjózku hans og
ríka skapsmuni. Að undanfömu hafa
farið fram dálítið kátlegar umræður
milli Diems og Bandaríkjamanna, sem
telja að hann mundi auka fylgi sitt
meðal alþýðunnar með frjálslegri
stjórnarháttum, en hann hefur sínar
afdráttarlausu skoðanir á því máli. Að
vísu er erfitt að slaka á sterkum
stjórnartaumum meðan stendur á bar-
áttu upp á líf og dauða við óvin sem
hefur einræði að vopni. Og ekki má
gleyma, að Vietnam-búar hafa jafnan
lært að meta og vænta sér réttlátrar
og upplýstrar forustu frá hendi fá-
mennrar úrvalsstéttar. En í ríki Diems
hafa bændurnir ekki enn verið unnir
til fylgis við hann. Menntamennirnir
eru líka sáróánægðir, af því þeim hef-
ur verið ýtt til hliðar og njóta ekki
trausts valdhafanna. Herinn er einnig
órólegur, .eins og hin misheppnaða
bylting í nóvember sl. gaf til kynna. •
Þá lofaði Diem úrbótum, en þær hafa
ekki verið framkvæmdar.
Það er dálítið kaldhæðið að síðasta
tilræðið við Diem skyldi eiga sér stað
nú, þegar hann er farinn að sýna
fyrstu merki þess, að kannski væri rétt
að hlíta ráðum Bandaríkjamanna. Þrátt
fyrir alla annmarka sína er hann tví-
mælalaust einasti maðurinn sem nú
getur átt við hin erfiðu vandamál í
Suður-Vietnam með nokkrum árangri,
og ekki er útilokað að tilræðið við
hann verði þess valdandi að hann
reyni að finna túlkun, sem hæfir þess-
ari öld, á þeirri grundvallarhugmynd
Konfúsíusar sem réttlætir vald mand-
arínanna — Sagesse oblige.
trtgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Siguröur Bjamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS