Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 11
Etfir Theódór Gurtnlaugsson frá Bjarmalandi O AÐ mun hafa verið um 8. ágúst 1958, að kallað var í mig og sagt að Grímsstaðir á Fjöllum vildi heyra í mér. Ég þaut inn og öskraði: „Halló, halló! Hver er þar?“ „Það er Karl Kristjáns- son,“ var svarað. Þá vissi ég strax að nú voru bölvaðar tófurnar að gera aðsúg að honum. Hann e. nefnilega þeirra sálnahirðir á Fjöll- ixm og hefur lengi verið, enda rok- inn af stað um leið og hann fréttir um lifandi tófu. Karl segir mér að í dag hafi ferðamenn séð tvær eða þrjár tófur, rétt við veginn norðan við Ytri-Grímsstaðanúpinn sem bók- staflega gláptu á þá. Og sennilega séu þetta fullvaxnir hvolpar. Hann biður mig að bregða nú við og koma eins fljótt og mögulegt sé, því nú sé upplagt að rekja slóðir í sand- inum og moldarbörðum, sem þarna er mikið af. ]V!orguninn eftir, elcLsnemma, för- um við Guðmundur, eldri sonur minn, á jeppa, með nauðsynlegan útbúnað og hröðum ferðinni eftir mætti. Og auð- vitað tókum við Karl vin minn með, eins og ráð var fyrir gert, daginn áð- ur. Og eftir örstutta stund erum við komnir á stöðvarnar, þar sem tófurnar sáust. Verst þótti mér samt, að nú voru það ekki frúr, sem sáu þær, eins og um árið, þvi þeirra umsögn reyndist ótrú- lega rétt og árangur því góður. Það haustið sögðu líka gangnamenn, sem lögðu leið sína þar um, — svona í hálf- um hljóðum, — að: „mikið helvítihefði það verið gaman að hitta nú þarna blessaðar frúrnar.“ — Þessi dagur, með Karli, varð okkur þó happadrýgri en við þorðum að vona. Við fórum víða, svitnuðum mikið því stafalogn var og steikjandi hiti. Við náðum í þrjá yrðlinga, sem virtust næstum fullvaxnir. Þeim varð á að talfti undir við okkar geysi kröftuga rebbagagg og komu þannig upp um sig, enda allt læður. Á fjórða yrðlinginn skutum við og lá liann við skotið. En skyndilega rauk hann á fætur og hvarf í djúpa vatnsgrafninga og geysi þétta loðvíðirunna skammt frá, þar sem við gáfumst upp við að finna hann. En hvergi íundum við greni eða holu, sem þeir höfðu haldið til í. Margt benti til að hvolpar væru ekki fleiri á þessu svæði. Einn af þeim var mórauður en þrír hvitir. í rökkri um kvöldið tók tófa nokkrum sinnum und- ir við mig lengst vestur á söndunum, í stefnu á Jökulsárbrúna nýju. Af gaggi hennar að dæma virtist þar fara refur, sem hélt sína stefnu til suðausturs, en kærði sig kollóttan um þetta málæði í kerlingunni. Guðm. og Karl komu auga á hann í sjónauka, nokkur augnablik, og sáu það á skottinu, svo ekki varð um deilt, að hann var hvítur. Þá sló ég því föstu að læðan hlyti að vera mórauð og hefði komið upp hvolpunum sínum, í fjallgarðinum, þrátt fyrir mjög rækilega grenjaleit, eins og ávallt er framkvæmd á Fjöllum. Við dvölduin fram- við Ytri-Núpinn, þar til dimmt var orðið og fórum svo heim. Meira var ekki reynt við tóf- urnar, þar sem ég þá fyrir skömmu hafði skotið minn síðasta hvolp. egar smalað var til rúnings á Grímsstöðum, fyrstu dagana í júlí 1960, eða eftir næstum tvö ár frá fyrrgreind- um atburði, vantaði ótrúlega mörg lömb undir ær, sem gengu á vissu svæði, við fjallgarðinn, suðaustur af bænum. Og það merkilegasta var, að flest af þessum lömbum, sem hurfu, voru tvílembingar. Og ekki greiddi það heldur fyrir skilningnum að næstum undantekningarlaust, var það annar tví- lernbingurinn, sem hvarf, undan sömu móður. Hinn var aftur vel sprækur og bar engin merki eftir neitt mótlæti. Til sannindamerkis um þetta vantaði t. d. Karl bónda, eftir tveggja daga smölun, um fyrrnefnd svæði, 11 eða 12 lömb. Og frændi hans, Benedikt Sig- urðsson, sem þarna býr einnig, dró seinni daginn út úr réttinni 19 ær, sem allar áttu að hafa tvö lömb, en aðeins níu af þeim fengu bæði lömb- in, hvernig sem leitað var. Hinar fóru aðeins með annað og virtust ánægðar með það. Þetta furðulega lambahvarf varð nú fyrst alvörumál og vakti strax grun um að tæfa væri þarna að verki, eins og oft áður, þótt fleira gæti valdið dauða þeirra. Því enginn minnist nú lengur á Móra eða Skottu, sem einu sinni höfðu gaman af að glettast til við nágrannana. Aðeins tvö lömb fund- ust dauð. Annað þeirra fannst norðan við Víðihói, og talið af tófu, hitt suð- ur hjá Syðri-Grímsstaðanúp og einn- ig að líkindum bitið af tófu, en ekki athugað sem skyldi. Hvorugt lambið var svo nýlegt ,að ráðlegt þætti að liggja í nágrenni þeirra, fyrir bítin- um, sem bæri sig þá ekkert smáræði um, þar sem á milli lambanna var yfir 20 km. vegalengd. Ákveðið var samt að gera alvarlega leit ef annað hvort fyndist nýdrepið lamb eða grunsam- legar tófuslóðir, og liggja þá í nágrenni við þá staði, næturlangt, í björtu veðri til að byrja með. Þegar hér var komið sögu þurftum við Guðmundur að liggja eina nótt á svonefndu Dragagreni, sem er langt norðan við bæi. Fyrir tveimur nóttum höfðum við náð þar læðunni og yrð- lingum hennar, en ekkert orðið varir við refinn. Engin slóð var sjáanleg í nágrenni við gremð og hvergi léthann sjá sig um nóttina. Allt benti til að harm væri ekki uppistandandi og þá að líkindum flaskað á eitri, sem af mikilli samvizkusemi hefur verið bor- ið út á Fjöllum, í áratugi og nú síðustu vetur samkvæmt lögum. Við fórum því frá greninu, eins og við komum, nema hvað skapið var hálfu verra. S kömmu fyrir hádegi komum við í blíðaveðri í Grímsstaði, til skrafs og ráðagerða við Karl bónda. Var strax ákveðið að svipast fyrst í þekkt gren í Syðri-Grímsstaðanúp og athuga jafn- framt slóðir á þeirri leið allri, því stafalogn hafði verið undangengnar tvær nætur. Síðar skyldum við svo svipast um fjallgarðinn austan við, sem er geysivíðáttumikill, og þá aðallega á því svæði, sem flestar lamblausu ærn- ar höfðu haldið sig á. Nú skyldi reynt, eftir megni, að komast fyrir ástæðuna fyrir þessu lambahvarfi öllu. Eftir að hafa fengið ósvikna hress- ingu, eins og ávallt, hjá Guðnýju, konu Karls bónda, keyrðum við í loftköst- um fram að Ytri-Núp. Þar fór ég úr jeppanum og í þeim ásetningi að leita um svonefndan Grímsstaðadal og um- hverfi hans, meðan að Guðmundur og Karl, sem við auðvitað tókum með, færu í Syðri-Núpinn. í fyrmefndum dal náði ég tveimur hvolpunum um árið, og fannst mér hann gimilegur fyrir tófur, enda kom þar fyrri hvolpurinn gaggandi langa leið á móti mér. Bara ég yrði nú eins heppinn. Það fór þó á aðra leið. Ég fann aðeins tvær slóðir, nákvæmlega eins og báðar nýlegar. Önnur slóðin hafði beina stefnu að Grímsstaðanúp- um, hin frá þeim. Mér flaug strax í hug, að þarnahefði þrællinn verið á ferð, því eftir ref þótti mér líklegra að slóðin væri og það jafnvel hvítan. Mér flaug strax í hug refurinn, sem tók undir við mig tveimur árum áður, enda búinn að fá grunsamlegar bendingar um það, að skeð gæti að þau skötuhjú væru enn á fótum. En þær reikningsþrautir nefni ég ekki hér. Þegar ég er að nálgast veginn aft- ur, utan við Núpana, sé hvar jeppinn kemur á ofsahraða, sunnan veginn, sem er þráðbeinn og sléttur. Ég undrast stórum og veit ekki hvað veldur.. Ekki er það svo fljótlegt né auðvelt að leita í Grímsstaðanúpum, svo vel sé, eins snarbrattir og þeir eru. Það gat bara skratta kornið, ekki staðizt, að þeir hefðu leitað í gamla, góða greninu, uppi á Syðri-Núpnum. Til þess höfðu þeir engan tíma. Gat það verið að þeir hefðu rekizt á eitthvað nær? Og auð- vitað tók ég sprettinn. Þegar ég nálgast veginn, er Karl bóndi kominn út úr bílnum. Ha! Það leynir sér ekki að einhver skrattinn er hlaupinn í hann. Hann spígsporar og er eins og á nálum. Vonandi hefur þó ekkert óhapp komið fyrir? Mér flýgur margt í hug. Nei, nei. Þá stæði hann hreyfingarlaus. Það er venjan, þar sem sorgin ríkir. — „Funduð þið nokkuð?“ öskra ég, þeg- ar ég er kominiw í kallfæri. „Ja-há. Við fundum helið. Hún er í Syðri-Núpnum.“ Ég kom ekki upp orði fyrir mæði og — undrun í ofanálag. Við stökkvum inn í bílinn og af stað um leið heim í Grímsstaði. Nú liggur mikið við. Karl segir mér það helzta á leiðinni: „Guðmundur þinn sá tófu á ferð, með stóran hvolp, uppi á Syðri-Núpnum, sunnan við Austara-Gilið. Hún var mórauð en hvolpurinn hvítur. Þau höfðu ekki hugmynd um hann. Svo hvarf tæfa suður af en hvolpurinn för að snúast' þarna. En — Guðmundur fann líka annað. Hann fann eflings lamb, gráan hrút, sem Benedikt hefur átt, rétt við gilkjaftinn að austan. Þar veit hann á kafi í loðvíðirunna, bitinn á barkann fyrir nokkrum dögum, en ekki snertur annað. Og hrafnarnir hafa víst ekki einu sinni komið auga á hann. Þessi hrútur var tvílembingur, fyrir- málslömb og gríðarstór. Þessi tófa lifir engu sultarlífi." S amtalinu var ekki lokið, þegar við renndum heim að Grímsstöðum, eftir 2—3 klukkutíma ,og var þó ekki svikizt um þann spölinn. Ég þurfti nauðsynlega að hitta Kristján bónda þar, og snaraðist til hans, þar semhann stóð á hlaðinu. Hann sá að mér var mikið niðri fyrir, enda var ég fljót- ur að segja tíðindin. En þá rak ég aug- un í annað, sem ég undraðist stórum, jafnvel þó að hugurinn væri allur suð- ur á Núpum. Hvert einasta mannsbarn, sem ég sá, var prúðbúið. Hvað stóð eig- inlega til? Og á hlaðinu stóðu jepp- ar og einn með kerru, fulla af farangri? Og — undir húshliðinni stóðu tvær stúlkur og tveir piltar, sem renndu í hlaðið rétt á undan okkur, á venjuleg- um reiðhjólum. Stúlkurnar voru sól- brunnar og hraustlegar, með sindur í augum, og — svona hér um bil eins klæðlitlar og Eva forðum, þegar skratt- inn fór á stúfana við hana. Ég varð svo hrifinn af þessu hátterni unga fólksins og farartækjum þeirra, að ég gat ekki annað en spurt piltana hvað- an þau væru og hvert ferðinni væri heitir. Úr Reykjavík var svarið og frá Mývatnssveit komu þau, en hvert þau ætluðu heyrði ég annað hvort aldrei, eða það hefur dottið úr mér, því þá greip annað hugann, alveg þrælatök- um. Samt hafði ég rænu á því að lýsa hrifningu minni á svona ferðalagi, því tjöld og annar nauðsynlegur farangur sá ég að var bundinn bæði á piltana og reiðhjólin. Svo. tók ég stökkið vest- ur í húsið til vina minna Karls og Guðnýjar, undrandi og án þess að botna neitt í öllu þessu prúðbúna fólki, á laugardag. Eða — var ég sjálfur orð- inn vitlaus í dagatalinu? Jæja-þá. Víst gat það verið. Það hafði oft komið fyr- ir mig á svona ferðalagi. Þegar ég rak hausinn inn í vélar- húsið hjá Guðnýju, tók fyrst skarið af. Stendur þá ekki Karl bóndi, á miðju gólfi, í skjallahvítri skyrtu, með afturkembd hár, allur smurður og strokinn og póleraður, eins langt nið- ur og séð varð. Ég gat ekkert sagt af undrun — og aðdáun. Svona snögg ....... .. Frh. á bls. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.