Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 7
?Scsbóh
Mwiar
Unga fólkið og framtíðin
Hvernig verður umhorfs
eftir 30 ár?
Skyggir Skuld fyrir sjón
Hvað ber framtíöin í skauti
sér? Enginn megnar að svara
því. En margir hafa gaman af
að rýna inn í dulmyrkur hins
ókomna og leiða getum að því,
hvað þa»r muni leynast. Árið
1932 birtist í Eimreiðinni fram-
tíðarspá um lifnaðarfhætti árið
1950. Þar stóð meðal ann»ars:
„Húsin verða líkust píramídum
í lögun, en þó með stóru, flötu
þaki, þar sem lendingarstaður
verður fyrir loftskip og flugvél-
ar.“
Nú hefur okkur skilað drjúg-
an spöl framhjá árinu 1950, og
má því dæma um, hvernig þessi
spá hefur rætzt.
f>að er aðal unga fólksins að
horfa fram á við, enda á það
mest undir framtiðinni komið.
Ungur Reykvíkingur, Ásmund-
ur Jakobsson, nemandi í lands-
prófsd. Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar, bregður hér upp fyrir
okkur mynd af mannlífinu að
þrjátiu árum liðnum — í gamni
og alvöru:
Rafeindaheilar
Við lifum á öld tækni og véla
menningar, segir Ásmundur,
sem _sífellt eykst með hverju
ári. Á komandi árum mun þró-
unin sennilegá beinast í Þá átt
að auka enn sjálfvirkni, lífs-
þægindi fólks og hraðann í
framleiðslu og samgöngum.
Að þrjátíu árum liðnum verð-
ur sjálfvirkni sennilega komin
á það hátt stig, að flestum eða
öllum verkum verður stjórnað
af rafeindaheilum og öll andleg
vinna unnin af þeim.
Farkostum þeim, er þá verða
notaðir verður öllum stýrt af
slíkum vélum. Einnig mun öll
kennsla (ef nokkur verður), svo
og vísinda- og fræðiiðkanir fara
fram með þeim. Síðast en ekki
sízt mun ríkinu og þjóðarbú-
skapnum að mestu leyti verða
stjórnað af rafeindaiheilum. Að
vísu verður þó ennbá alþingi og
ríkisstjóm, en þau gera ekkert
annað en aamiþykkja mikilvæg-
ustu ákvarðanir „rafeindastjórn
arinnar," milli þess sem þau
sitja veizlur og éta og drekka
eða skemmta sér í útlöndum.
Undir Amarhól verða komn-
ar griðanstórar hvelfingar, þar
sem aðalrafeindaheili landsins
verður. Hann mun gegna öllum
opinberum störfum, sem nú eru
í höndum bæja-, ríkis- og
sveitastofnana, auk yfirstjórnar
framleiðslukerfisins. Frá hom-
um liggja símalínur um allt
land, og hefur hann með þeim
sámband við fjöldann allan af
minni heilum og öðrum tækj-
um. Eftir þesu»m símalínum
verður stöðugur straumur orð-
sendinga nótt sem nýtan dag.
I , Stjórnarráðshúsinu verða
„skrifstofur", þar sem nokkrir
menn á réttum stað í stjórn-
málum sofa í djúpum hæginda-
stólum og þiggja góð laun fyrir.
Kallast þeir eftirlitsmefln með
Rafeindastjóm íslands. Vexður
skipt um starfslið bar við hver
stjórnarskipti.
Ferffalög og loftskeyti
Samgöngur munu þá hafa
tekið nokkrum framförum.
Verður sú breyting helzt, að
þurfi menn að flýta sér milli
landa, geta þeir farið niður á
Landssímann, þar sem þeir eru
settir inn í eins konar loft-
skeytatæki. Þetta tæki leysir þá
upp í frumeindir, sem það send-
ir til tunglsins. Þaðan endur-
kasbast þær aftur til jarðar tdl
loftskeytastöðvarinnar á stað
þeim, er hlutaðeigandi vildi
komast til. Þar eru tæki, sem
setja þá saman á ný.
Heilaþvottur í Moskva
Ekki mun tækni þessi þó
njóta almennrar viðúrkenning-
ar vegna hættu á því, að send-
ingar truflist eða ruglist. Munu
andstæðingar hennar einkum
minnast hrakfara manns nokk-
urs, er ætlaði til Ameríku.
Komu fætur hans og önnur
hönd með sex fingrum til Kaup
mannahafnar, en hin höndin
með fjóra fingur, svo og búk-
urinn, til Moskvu.
Var hann þegar sendur I
heilaþvotit, en þá kom í ljós, að
hann var höfuðlaus, en þess 1
sbað sat stígvélaður fótleggur &
herðunum. Seinna upplýstist,
að þetta var leggur maims nokk
urs, sem í staðinn hafði fengið
höfuð hins.
Eimnig vill það bregða viS,
að menn verði röndóttir vegna
truflana. Fólk mun bví almennt
nota gamaldags hluti eins og
eldflaugar og flugnökkva.
Að lokum vil ég geta þess, a8
árið 1992 verða öll vandamál
varðandi offjölgun fólks á jörð-
inni úr sögunni, vegna þess að
mennimir verða orðnir svo lat-
ir, að þeir munu ekki einu sinni
Fafnatur og klæðahurður
„Fötin klæða manninn" segir
máltækið og margt er rétt í
þessu. Ungt fólk hefur fæst
ráð á íburði í fatnaði og er ekk-
ert við því að segja, því að hér
gildir hið sama og um fram-
komu og kurteisi, að sá, sem
er latlaus og smekkvís er ætíð
8ér til sóma.
Annar þáttur námskeiðsins
Smekklegur
skrifstofubúningur
um þessi mál, sem fram fór í
Reykjavík, fjallaði um fatnað
og klæðaburð. Kennarar vom
ungfrú l.ovísa Guðjónsdóttir og
Björr. Guðmundsson, klæðskeri.
Þau kynntu þesisi efni með fyrir
lestrum og sýningum og skal nú
drepið á það helzta, sem þau
sögðu, og einni'g birtast hér
nokkrar myndir, en kjólar, sem
eru sýndir, eru frá Tízkuverzl-
uninni Guðrúnu, Rauðarár-
stíg 1.
í þessu blaði verður fjallað
um fatnað stúlkna.
Kaupið ætíð nógu stóra skó,
pví að ella aflagið þið fætur
ykkar og fáið gjarnan hælsæri
og önnur óþægindi. Bezt, hag-
kvæmast og til lengdar ódýr-
ast er áö eiga a.m.k. tvö pör
af skóm. Hirðið skóna vel,
burstið þá og hreinsið reglu-
lega. Kaupið ávallt fleiri en
eitt par af sokkum, því að það
er lang ódýrast og endingar-
bezt. Það er gott að sjóða nýja
sokka og einnig staka sokka.
Munstraðir sokkar hæfa ein-
göngu stúlkum 14—16 ára. At-
hugið að dökkir sokkar gera
fæturna grennri, en ljóslitaðir
sokkar sýna þá gildari. Á mynd-
um verður þetta öfugt.
Skilyrði þess, að föt fari vel,
er gott magabelti og brjósta-
hald, og ber því að máta
þessa hluiti jafnan mjög vel.
Veljið fyrst og fremst látlaus
og smekkleg föt, en aldrei of
áberandi í sniði eða litum. Far-
ið ætíð vel með fötin, hengið
þau upp að kveldi til. Þið skul-
uð því jafnan eiga nóg af herða-
trjám. Þegar þið kaupið föt
gætið þess þá ávallt, að sídd
og vídd sé hæfileg. Gangið aldr-
ei í svo þröngu, að það verki
sem haft á ykkur. Gætið þess
að brjóstsaumur sé á réttum
stað. Það ar mjög nauðsynlegt,
að ungar stúlkur læri snemma
að klæða sig í samræmi við
vöxt sinn, háralit og það tæki-
færi ,sem gefst hverju sinni,-
Reynið að eiga einn kjól, sem
þið notið til spari, að öðru
leyti verður hver og einn að
kaupa föt í samræmi við vilja
og getu sína. Athugið að peysu-
og blússutölur eiga að vera litl-
ar. Hálsstuttar stúlkur eiga að
forðast stóra kraga. Stúlkur,
sem eru stuttvaxr.ar frá mitti
til axla eða sverar í mitti mega
ekki hafa breið belti. Lágvaxn-
„Þröng pils og of stutt eru
fráleit og virka sem haft“,
segir leiðbeinandinn Lovísa
Guðjónsdóttir
ar stúlkur eiga að ganga í ein-
litum fötum. Hanzkar og hatt-
ar skulu ætíð vera í samræmi
við fötin sem bið klæðizt.
Skraut skal ætíð notað í hófi og
með smekkvísi. Leitið jafnan
ráða hjá fróðu fólki um fatnað
og klæðaburð, en að lokum
skal lögð enn á það rík áherzla
að gæta hófs og smekkvísi í
þessu sem öllu öðru.
w
Á
helgri
stund
„ÞÉR eruö Ijós heimsins,
borg, sem stendur uppi á
f jalli, fœr ekki dulizt. Ekki
kveikja menn heldur Ijós
og setja það undir mœli-
ker, heldur á Ijósastikuna
og þá lýsir þaö öllum, sem
eru t húsinu. Þannig lýsi
Ijós yöar mönnunum, til
þess aö þeir sjái góöverk
yöar g vegsama Fööur yö-
ar, sem er t himnunum“.
(Mt. 5:14—16)
Ljósið gegnir tvíþsettu hlut-
verki. Það lýsir og yljar. Hví-
líkt hlutverk er okkur falið af
Guði að vera ljósberar, sem
bera birtu á braut mannanna
og flytja yl og hlýju til ann-
arra. Bið þú Guð, æskumáö-
ur, að gefa lífi þinu eiginleika
ljóssins og þú munt ávallt sjá
hið fegursta hlutverk og mark
til að stefna að.
Ungar stúlkur sýna mismunandi gcrffir kjóla ■■ ————
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7