Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 12
Smásagan Frh. af bls. 3 því prestlega og horfði um leið mjög vingjarnlega á mig. Sú litla uppreisnaralda, sem rétt anöggvast hafði risið innra með mér, var þegar að falla, og ég var aftur farinn að heyra fordæmingarkveinið í stólræflinum, sem ég sat á. Sjálfsagt hefur vinur minn séð, hvað mér leið og hálfpartinn kennt í brjósti um mig, því að hann sagði: ..Ég get fullvissað þig um, að það et- alls ekkert óþægílegt, þótt orðíð láti ef til vill undarlega £ eyrum. En orð verða mönnum hugljúf eða það gagn- stæða aðeins vegna þeirrar athafnar, sem orðið er látið tákna. Og hér er um einskonar vígslu að ræða, sem þó aðeins er staðfesting á því, seon ég vona, að þegar hafi farið fram“. Ég studdi olnbogunum á hnén og sat þannig álútur. Það var í mér þvílík ólund yfir fyrirætlan vinar míns, að ég hefði heldur viljað fjölrita fyrir hann tíu afmæliskvæði og það, þótt þau hefðu verið löng. En ég sé bara ekki, hvernig þetta er tæknilega hægt“, vogaði ég að segja og fann, að ég leit ánalega út undan mér eins og maður, sem hefur fengið vindspenning af úldinni skötu. Hann tók upp silfurbrúnu tóbaks- dósirnar sínar, hverjar á var grafið nafnið hans og með virðingu og þökk frá klúbbnum, sló laust á lokið og rétti mér. „Svona, fáðu þér korn“, sagði hann öriítið hranalega, rétt eins og við ætluð um að fara að drepa gamlan hest, sem öðrum hvorum var vel við. „Þér verður gert þetta ákaflega létt. Jarðarförin fer fram á miðvikudagskvöldið í kyrrþey“. Ég hafði lagt lagl'ega lön af tóbaki á handarbak mér og var borninn með það vel 'hálfa leið upp að nefinu. En nú nam ég staðar í þeirri stellingu. „Á miðvikudagskvöldið, í kyrrþey", át ég upp eftir honum og gleymdi blátt áfram að sjúga tóbakið upp í nefið. „Þetta er mjög einfalt", sagði hann sannfærandi, en jafnframt ákveðinn. „Mjög einfalt, en ei að síður þýðingar- mikið. Þér er óhætt að trúa því. En þú ert vel undir búinn og hefur gert margt erfiðara. Þetta er þó aldrei nema tákn. Þú veizt til dæmis, hvað það er langtum einfaldara að láta ferma sig en efna fermingar!ieitið“. „Huh, ég hélt það væri nú kannski annað ferming en jarðarför", sagði ég og fann í því lyktina af tóbakinu, svo að ég byrjaði að sjúga það upp í nefið. Hann þagði um hríð og sýndi mér þoiinmæði. Ég vissi vel, að hann sýndi mér þolinmæði, þó að ég varaðist að líta á hann. „Að deyja inn í klúbbinn er í raun- inni æðsta mark og forsmekkur þeirrar sælu, sem koma skal“, sagði vinur minn hátíðlega, er við höfðu þagað um hríð. Ég sagði ekkert, en hreyfði mig lítil- lega, og um leið heyrðist mjóróma tónn frá stólgarminum. Enn í dag veit ég þó ekki, hvort það var hás hlátur eða þá auðmjúk bæ.i. Hauskúpuklukkan á hillunni hamraði tólf. Mér fannst hún klípa sundur tím- ann með tönnunum af miskunnarlausri hörku. „Þetta er þá ákveðið", sagði vinur minn og strauk aftur haglega skorið yfirskeggið, að þessu sinni með silfur- gljáandi pappírshníf. Ég fann, að hann horfði á mig. „Ja-á“, svaraði ég mjóróma og eftir óþægilega þögn. Stólræfillinn vældi enn ámátlegar undir Vinur minn tók í nefið, og ég skildi, að það var fólgi.n í því speki eins og í aliri neftóbaksbrúkun stórmenna. „Ja — há“, sagði hann og burstaði nefbroddinn ofboð varfærnislega með bládropóttum vasaklút. „Ja — há, en þá þarftu að !a;ra formúluna“. iiann var ögn nefmæltari en hann átti að sér, einkum á síðasta orðinu, og jaðraði 'við, að hann skyti inn í það déi. Svipur minn þurrliaðist enn einu sinni út, þar sem ég sat á emjandi stólræflin- um, en að þessu sinni át ég ekki upp eftir honum. Ég þagði og beið átekta. .,Hum“, sagði vinur minn. „Þetta er afchöfn". Hann þagnaði, ræskti sig að nýju og horfði á mig yfir gleraugun augnaráði sem eins gat gefið til kynna, að hann hefði nú loks ákveðið að eyða mér upp. „Þú hefur það upp eftir mér“, sagði hann og lagði áherzlu á orðin. „Eins og bæn?“ spurði ég auðmjúkur. „Eins og trúarjátningu", svaraði hann snöggt. „Nú byrjum við: Það ég, sem frá fæðingu hefur bitið í skott sér og snúizt í hring umhverfis sitt eigið óp, hefur í dag drukknað í rauðu myrkri djúpanna, og náhljóð þess heyrast ekki lengur. í bláum og grænum skógi með þúsund fallgryíjum er ég mitt ekki framar, heldur í samvitund klúbbs míns, sem frá þessari stundu er ég og ég hann. Og þar sem líflaus askan er eftirstöðvar þess hágóma, sem eldur fær eytt, eys ég sjálfan mig ösku með þeim ummælum, að mitt villuráfandi, sjálf- næga ég skal aldrei að eilífu upp aftur rísa. Um leið dýr'irðu lítilli skóflu í ösku og kastar á kistuna". „Já“, sagði ég og starði út í bláinn undarlega sljór. „Er — er ég í rauninni sjáifur í kistunni?“ Ég veit núna, að augu hans horfðu gegnum mig eins og glerflösku þær fáu sekúndur, sem liðu, þar til hann svar- aði: „Já, sagði hann svo. „Þú ert sjálfur í kistunni". „Jæja“, svaraði ég, eins og mér kæmi enginn hlutur við lengur. En svo leit ég upp og sá, að það var eins og tuttugu og fimm vatta rafmagnspera hefði verið tendruð bakvið svip vinar míns. Þá vissi ég, að ég hafði hagað mér, eins og mér bar. Hann félkk mér formúluna vélrit- aða, áður en við kvöddumst og lagði rikt á, að ég læ~ði hana vel. Það var logn úti og heiðríkja, og þar sem ég gekk heitnleiðis í tunglsljós- inu, fann ég varla til sjálfs mín, en þegar ég gekk upp að húsinu mínu, sá ég alit í einu ofurlitla Ijósálfa skjótast alls staðar milli kristallanna í sjónum. Ég horfði á feluleik þeirra um stund, svo leit ég upp og sá, að máninn var i fyllingu. Mér fannst hann svo fallegur, að ég gat ómögulega á mér setið, en fór að horfa á silíurskjöld hans, sem lá þarna einn og óbifanlega kyrr í blá- djúpri himinlygnunni. Og því lengur sem ég horfði, því fegri fannst mér hann verða. Ég hef líklega staðið þarna nokkuð lengi, því að loks tók ég eftir því, að tennurnar voru farnar að glamra í munninum á mér, og þegar ég kom inn, var ég búinn að fá köldu. Ég setti rafofninn í samband og færði mig fast upp að honum. Þannig stóð ég um hrið og vissi mjög mikið af sjálfum mér. Ég sfcalf svo ofsalega, að líkast var því, að ég ætlaði að hristast sundur. Mér fannst ég vera eins og brothætt ker og var gripinn þeirri sikelf ingartilfinningu, að það kynni ef til vill að hristast sundur. etta var á sunnudagskvöldi, Og þegar ég vaknaði morguninn eftir, var ég aftur orðinn sljór og heimurinn á venjulegum kili. Ég fór í fitusmitaða samfestinginn minn á verkstæðinu og losaði rær eins og ég var vanur, skrúf- aði bolta og þvoði óhreina vélarhluta upp úr benzíni. Þegar strákarnir spurðu, hvort hún hefði verið vond við mig í gærkvöldi, það væri djöfullinn ekki sjón að sjá mig, fannst mér það eðli- legt. Þeir hlógu að mér, þegar við druikkum níukaffið, og mér fannst það einnig eðlilegt. Ég var því vanur. Hávað inn á verkstæðinu rann saman í furðan- lega samfellt suð. Hreyfingar mínar voru i samræmi við hreyfingar vinnu- félaganna, og minn hávaði rann út í þeirra og féll saman við suð verkstæðis- ins. Einnig þetta var eðlilegt. Þannig leið dagurinn, áður en mig varði, alveg eins og aðrir dagar og á fullkomlega eðlilegan hátt. Það voru frost og stillur um þetta leyti, og um kvöldið gek'k ég til vinar míns, eins og ég var vanur, heyrði hann tala, en sjálfan mig segja já og einmitt. Stólgarmurinn emjaði og skrækti, eins og vandi hans var. En einnig það var sjálfsagt. Vein hans var eðlilegur liður í sónötu okkar þremenn- inganna. Þetta kvöld horfði ég aftur á tunglið í einseond sinni, fljótandi í djúpri vök milli kyrrstæðra skýja. Ég stóð einn í reykblárri nóttinni og horfði og horfði, þangað til tennurnar glömruðu í munni mér. Þegar ég kom inn, vissi ég mjög mikið af sjálfum mér og varð enn grip- inn þeirri barnalegu tilhugsun, að brot- hætt ker mitt kynni ef til vill að hristast sundur. Þriðjudagurinn leið á sjálfsagðan hátt eins og aðrir dagar að því undanteknu, að skjálftinn byrjaði fyrr, og ég komst aldrei til vinar míns það kvöld. Á miðvikudagsmörguninn var ég las- inn og ákaflega sljór og mætti ekki á vinnustað. í hádeginu hringdi ég tii vinar míns og bað um frest á athöfn- inni til morguns, en fékk afdráttarlausa neitun. Hins vegar kvaðst hann mundu senda tvo klúbbfélaga heim til mín mér til styrktar, þar eð mér væri einveran óholl. Þeir komu og sátu á sina hönd mína hvor allan síðari hluta dagsins. Ekki man ég nú lengur, um hvað þeir töl uðu, en það hefur án efa verið um stað- reyndir einar og þær óhrekjandi, því að ég sagði af og til já og stundum kinkaði ég kolli. Það var ekkert tungi þetta kvöld Og engir ljósálfar í snjónum. Þeim þótti sjálfsagt að leiða mig til klúbbsins söikum lasleika míns og þar eð skreipt var í rpori. í klúbbnum voru ævinlega mislit ljós, sem sjálfsagt hafa varpað undar- lega óraunhæfum blæ á herbergið og þá, sem þar voru inni. Vinur minn stóð strax upp í móti tnér og leiddi mig til sætis. Við sátum þröngt og heyrðum af og til hver annars andardrátt. Örveikur hljóðfærasláttur var ætíð þarna inni — eins konar milt vöggulag — og virtist koma úr mikilli fjarlægð. Ég hef oft hugsað um það síðan, hve gott hefði verið að vera þarna, hefði ég ekki endilega þurft að jarðsetja sjálfan mig. Vera má, að einhverjir skoði þetta sem lítilsverða athöfn, og mér fannst það jafnvel sjálfum fvrst í stað. En þegar til framkvæmda kemur, mun verða ann- að upp á teningnum. Ég veit núna, að undanfarna daga hafði óafvitandi verið að seytla inn í mig eklki aðeins geigur gegn þessu, heldur og óljós grunur um, að á okkar ágætu norðurljósaplánetu sé þetta efkki hægt. Sá jarðsetti rís jafnhai-ðan upp aftur. Ég átti mjög erfitt með að hugsa og hef sennilega verið með hita þetta kvöld. Vinur minn hefur sjálfsagt séð, hvað mér Ieið, því að hann lét í glasið mitt fáeina dropa af meðalinu sínu, sem gerii- mann skýran í höfðinu og sterik- an eins ög fíl. Ég drafek það í einum teyg, en hvort heldur því var um að kenna, að vinur minn léti of lítið, eða þá hinu, að meðalið hafi verið farið að iáta sig, þá veit ég aldrei, hvort við sungum Gamla Nóa eða einhvern ákaflega andríkan halelújasálm, svo átta laus var ég. Og þegar ég gekk fram í fínu, dökku fötunum mínum, var ég svo gersneyd,dur allri rökihyggju, að ég hefði varla hrokkið við til muna, þótt einhver hefði hvíslað að mér, að tilveran væri öll komin á hvolf og ég ekkert annað en margfætt könguló skríðandi neðan á einhverju ómerkilegu pakkhúslofti. egar ég byrjaði að fara með þuluna, var rödd mín undarlega hljóm- laus. Og þótt ég kjnni p’’t utanbókar, rak ég hvað eftir annao 1 vörðurnar, og orðin voru með kergju eins og ó» fcamið tryppi, sem leitt er út á örmjóa trébrú. Á þessari örstuttu stundu, sem mér fannst raunar mjög löng, en þó líklega varð helzt mæld í sekúnd- um, svitnaði ég svo, að ég varð hvað eftir annað að strjúka vasaklútnum um ennið. Ég hafði ailtaf haft óljóst hugboð um, að endirinn yrði verstur, og þvi þreif ég rekuna í einhverju ofboði. Þetta var lítil skófla eins og þær, sem krakkar leika að, og ég bjóst til að ljúka þessu af í snatri.--------„Og þar sem líflaus asikan er eftirstöðvar þess hégóma, sem eldur fær eytt“, tuldr aði ég, „eys ég sjálfan mig ösku með þeim ummælum, að mitt villuráfandi ég skal aldrei að eilífu — — —“ Enn í dag veit ég ekkert. hvort heldur ég á að fagna eða harrna yfir yfir því, sem næst gerðist, og raunar er það allt svo óljóst fyrir mér, að ég veit varla, hvort það var draumur eða vaka, eða hvort draumur og vaka sameinuðu loks gervi sín og urðu eitt. Ég veit það aðeins, að þegar ég b.ió mig ti! að kasta öskunni og segja síðasta orðið, fannst mér ég sjá sjálfan mig rísa upp úr kistunni, enda þótt þar ætti ebki annað að vera en eitthvað af hefilspónum og uppsóp af verkstæðisgólfi hjá smiðnum, sem lánaði kistuna. Ég stóð allt í einu and- spænis sjálfum már og horfði inn í mín eigin augu. Skóflan féll úr hendi mér. og ég sagði aldrei siðasta orðið. Eins og á stóð, að minnsta kosti, var það ekki hægt. Blind eða sjáandi eðlishvöt réð gerðum mínum. Ég velti vini mínum um kol'l, þar sem hann stóð fyrir mér í dyrunum, þegar ég ruddist út. Ég gekk einn heim til mín gegnum nóttina, og það var aftur tungl ög stjörnur í heiðrtkjunni, dökkir skuggar að húsabaki og oíurlitlir, hlæjandi Ijós- álfar, sem léku sér við fætur mér f snjónum og umihverfis skuggann minn. Refir Frh. af bl. 11 breyting var mér óskiljanleg, úr —» refa-sálna-hirði í svona andskoti flott mann. Og til allrar hamingju var ég húfulaus. En svo kom þá gusan: „Ert þú þá líka genginn af vitinu, Kalli minn“, sagði ég víst klökkur af hjartagæzku og meðaumkun. Svo ræskti ég mig og breytti um tón: „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ Með bros á vör og geislandi af til- hlökkun svarar Karl með keim af drýgindum: „Það er ekki nema eðlilegt að þú undrist þetta háttalag. Allir, sem vettl- ingi geta valdið á Fjöllum, eru nú á förum til Herðubreiðalindar í kvöld, Við ætlum að gista þar í nótt og ganga svo á Öskju á morgun.“ „Og — þú — ætlar með?“ Hér bil« uðu málfærin, því samstundis sá ég Öskju í allri sinni dýrð. Hana hef ég þó aldrei augum litið. Og heitt og inni- lega óskaði ég nú. öllum tófum á ís- landi til sama húsráðandans og Illugi skáld bað eitt sinn grátandi að tæki við öllum flugnaskaranum frá Mývatni, En — hér vantaði mig kx-aftinn, eina og fleirum. Það komu líka tár í aug« un, hvemig sem ég kreisti þau. Fjöll« ungar skilja vel hvað sandkornin eru oft áleitin. — Eftir að við Guðmundur höfðum inn« birt það, sem hugurinn girntist á borð« inu hjá Guðnýju, hentumst við af stað og óskuðum öllum góðrar ferðar, ei* þó sérstaklega Karli vini mínum, aS hann fengi nú glampandi sólskin á morgun. Þá mundi hann aldrei gleyma Öskju. Hann bað líka heitt og lengl fyrir okkur, að lánið svikist nú ekkl um í nótt, því sjaldan væri þess meiri þörf. Og um leið og ég sleppti hönd hans, í þessari himnesku sumarblíðu, hefði ég þorað að veðja stórié um það, að mínar fyrirbænir mundu hrífa, fremur en hans. 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.