Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 13
-'.i v,-'.''-.'i'-",v~ v'''-''.'.;,"''''"V Geir Vídalín Framihald af bls. 1. manna er hér nú allrar bjargar laus, þegar eg undantek þá fáu sk., sem þeir vinna sér inn á kvöldi. Jafnvel bændur, og það ekki einn, heldur all- ur fjöldi, sem við vissum, að fyrir fá- um árum voru vel megandi og áttu drjúga peninga fyrirliggjandi, eru nú ekki alleina orðnir félausir, heldur komnir í stórskuldir, og jafnvel á sjálfu Álftanesi eru mjög fáir eftir, sem öðrum kunni að bjarga. Kaup- menn neita um lán, sem von er, og halda vörum sínum dýrum, sér í lagi móti peningum, sem þeir nú hafa sett niður um 10—20 prósent móti sveita og sjávar vörum. Hér af getur þú nærri, hver embættismannanna kjör eru. Um mig sjálfan vil eg ekki tala svo fljótt, en að sá sparsami assessor Grön- dal, sá duglegi ökonom ísleifur Einars- son, endog Bessi mágur, sá alþekkti ökonomiski bölsóti, og frændi Jónas Scheving, sem þó hefur það undir, sem gagnlegt er, séu allir að sökkva í stórar Bkuldir, það er þungt að vita. Já, að ejálfur Frydensberg, sem nú í tvö ár hefur haft meiri inntektir en nokkur á Islandi, sé ekki gjaldfri, þetta eru óhæfi. Þó munu þau sönn reynast. Góð opmuntring fyrir þig að koma hingað til baka og svelta í hel.----------- m I ú víkur þá sögunni til sjálfs mín, og er bún að sönnu mikil, en ekki að öllu fögur. Þú manst, að þá seinustu nótt, sem við vorum saman, hremskrifaðir þú fyrir mig ansögning til kansellísins, Ihvar í eg sótti um ýmsa forbetrun á launum mínum, samt um kommission til að airangere gjald mitt og egendele. I fyrra fekk eg forelöbig svar um, að inér væri tilstaðin 1000 rd. gratification oa 600 rd. tillag til mín gage af Aarhus foispestols inkomster fra naadsens aar- ets udgang at regne. Nú í vor fæ eg loks eitt hið ástúðlegasta bréf frá kansellíinu, hvar í hverjum pósti af ansögninigunni er svarað sér í lagi og mér veitt allt það, sem í kansellí- e+s valdi stóð, meðai annars sú um- sótta <armngements feommission, og var eg þó orðinn afhuga fleiri bréfum Ærá því um þetta efni, enda var það daterað 29. júní 1805, en kom fyrst í júní í ár. Nú var allt verra við að fást en fyrri. Gjald mitt, sem að sönnu var helst of stórt áður, var þó aukið á þessum tveimur fiskileysis árum stórum. Nú var líka komið fram yfir allan tíma að fækka fólki. Strax sem kommissorium kom, tðk kommissiónin til verka sinna, og var þá fyrst registrerað og virt hvað eg átti í föstu og lausu. Var þá strax auðsætt, að það ekki muni vinnast fyrir skuldum. Nú tók þá kommissiónin til þess óyndisúrræðis að vísa öllu mínu fólki burt í ótíma, nefnilega um Jóns- messu, og jafnvel systkin mín fengu ttionnet admoniton að slíta félagið. Um þetta uppkom sú fyrsta dispute milli inín og kommissíónarinnar, því mér þótti þetta tiltæki voldsomt, en lofaði og skuldbatt mig til að fækka eftir hend- inni með hennar aðstoð öllu eg gæti, og jþað strax í sumar. En með þetta komst eg ekki fram. Hjúum mínum voru til- staðin og borguð síðasta árs laun og dimitteruð að svo fyrir mæltu. Guð- snundur Stephensen fór norður til átt- fliaga sinna, en Sigurður slampi, I>or- steinn og Jörundur, eru allir lausamenn. Griðka ein fór í vist, önnur giftist norð- tir í landi, nefnilega Gunnhildur Lofts- dóttir. Litla Jóni var mér skipað að Qtoma i burtu, eins gömlu Guðríði, og jafnvel öllum minum eigin börnum jiema Árna. I»etta var nú málið örðugra, því Guðríði, nú vinalausa og snart á graf erbakkanum, sem verið hafði fóstra sr. Guðmundar sál. og allra barna okkar, og bverja hania áður fcafði tekið munaðar- Bjarni Þorsteinsson og bjargarþrota í hús sín, gat eg ekki fengið mér geð að vísa í burtu. Um þetta urðu nú fyrst margar debatter, og vegna þess að sökin var mér viðkvæm, varð eg hér heilpaastaaende, sem kommissionen tók mér illa upp. Eins fór í tilliti til litla Jóns, þó að eg hefði hér minni æru að að tala með, því hann er nú allt líklegur drengur og hverjum bónda full'boðinn fyrir matvinnung, þar hjá efni í sm-ið, ef ekki brysti tilsögn. Disputer urðu og um Petersen, þó féllu þær betur út. En pláss fyrir drengi mína, Halldór og Torfa, eru enn ófengin, því lektor Steingrímur af- sakar sig með fjöiskyldu sinni og vax- andi erfiði að geta tekið hann af mér, og kom hann sér þar þó vel í fyrra. — Nú voru Lambastaðir byggðir Magnúsi í Melhúsum með þeim skilmálum að eg fengi hjá honum eitt kýrfóður flutt að Vík, hvar eg nú á að residera, því kom- missionin ihef ur leigt Petræus^hús handa mér, þó undantekin stofan, sem Bendike hafði, því hún er akkorderuð vorum iiýja sýslumanni Koefod. Hingað á eg að flytja í medio september, en hvar eg kemst þar fyrir með fólk mitt og haber- task, veit eg alls ekki. Þegar búið var að registrera, var strax berammet auktión. Hér varð nú önnur dispute, því eg vildi ekki, að rollur mínar á Vatni skyldu seljast fyrr en til haustsins, þá eg kynni &ð njóta sumargagnsins, en þær ekki falla ú-r verði. Líka urðu disputer um smámuni, sem kona mín áleit sér nauð- synlega. En öll þessi sök féll af sjálfu sér, því á þrjár auktioner, sem hér hafa verið berammaðar, hefur enginn mætt, ollir því mest peningaleysi meðal fólks. Einna þyngst féll mér, að kommissiónen hefur akkorderað mér vist kvantum af mjöli, smjöri, bleki og tóbaki fyrir hverja viku, og er þetta kvantitet þó ekki til hlítar, hefði eg ekki notið ann- arrar aðstoðar, því sá er galli á frelsinu, að fáir vita að meta það fyrr en það er tapað. Af þessu og fleiru öðru hefur komið misklíð milli mín og kommissión- arinnar, sem stundum hefur orðið alvar- legri en eg vildi, þar eg veit og trúi, að hún gjöri allt í beztu meiningu. En kaustika, þau eru svo smertefull, og þar sem lemfældige midler kynni að gjöra sömu verkun, þar óska bæði eg og f lestir þeirra heldur. Hér kom og enn nú ein dispute, nefnilega að distinguera milli eins bús, sem stendur ui.dir arrange- ment, og eins, sem er erklærað fallit, og fallit hef eg aldrei erklærad, bví mínir kreditorar hafa enn sem fyrr haft stærstu þolinmæði með mér, ekki heldur þurfti eg þá nokkurrar kommissiónar við. Af þessu hafa nú aflast nokkrar bi&akir, sem of langt er upp að telja, en sleppum því. Nema þessir dagar styttist, verður ekkert hold hólpið. Einna þyngst féll mér að skilja við systkin mm, Jón, sem nú hlaut að hrekjast á ný félaus til Khafnar með dóttur sinni, og Sigríði, HVEITID seirt hver reynd húsríioðir þekkir ...og- notar í allan bakstur sem nú fyrir skemmstu er komin á leiS með Páli Guðmundssyni, dóttur sinni Malenu, sem nú er gift honum, og litla, syni þeirra, austur í Múlasýslu. Mun þar ekki að góðum heimi að hverfa, því að Guðmundur er maður fésínkur, borðar þar hjá blek í meira lagi og baular svo á milli. Þar er og Hólmfríður systir hans, rænuskert, sem ekki skal vera allra meðfæri. Páll ætlaði að koma sér og konu sinni með barninu fyrir á Eið- um vetrarlangt, hvað sem um systur mína verður. Þetta allt kaim eg ekki að neita, að hafi tekið upp á mig nokkuð, þó er eg of t við sæmilega heilsu, en kona mín er lakari, enda leiðist mér að hafa nú færri en fyrri að spjalla við. — Og svo hef eg raunarollu mína rekið vinur í kjöltu þina (cetere vide Hrakfalla- bálk). ------------Eg amena nú loks með sömu orðum og síra Brynjúlfur á Kirkjubæ sagði við mann í sókn sinni, sem þóttist hafa kveðið niður draug og flutti presti dæluna: Andskotanum mun hafa leiðst að heyra til yðar! — En aldrei skulu eg og mínir af' láta að árna þér alls góðs. — Það sem ef tir er af f óiki mínu kyssir þig allt og loks þinn einlægur vin Geir Vídalín Slúttað þann 26. Aug. 1806. •3 amkvæmt manntali í janúar 1806 voru 24 heimilismenn á Lamba- stöðum að meðtöldum biskupshjón- unum og börnum þeirra, sem voru þrjú: Árni, 10 ára, og tveir stjúpsyn- ir biskups, Torfi og Halldor, 16 og 17 ára. En kona hans, Sigríður Hall- dórsdóttir, hafði áður verið gift sr. Guðmundi Þorgrímssyni. Á heimil- inu var einnig systir hiskups, Sigríð- ur Örum, ásamt dóttur sinni Mal- enu, sem var trúlofuð Páli Guð- mundssyni, síðar sýslumanni í Múla- sýslu. Á þessum vetri fæddi Malena son, sem skírður var Páll og varð síðar skrifari Bjarna amtmanns á Stapa. Á vegum hiskups voru einnig Sigurður Pétursson, sýslumaður og skáld, Gunnar Gunnarsson skrifari, síðar prestur að Laufási, og barn- fóstra heimilisins, Guðríður Skafta- dóttir, kona á áttræðisaldri. Vinnu- konur voru fjórar og vinnumenn þrír. Auk þessa fólks voru á heimil- inu þrjú tökubörn, 7—17 ára, og ein niðurseta, 27 ára. Ennfremur þrír karlmenn á aldrinum 39—58 ára, kallaðir „matvinnungar." Má muna timana tvenna ftalsiki kvikmiyndaleiikarinn Mar- cello Mastroianni hefur verið dæmd ur til að endiurgreiða ítalska ríikinu upphæð sem nemur kringum 4500 krónuim. Þannig liggur í þessu, að áður en leikarinn vann sér heimsfrægð með aðalhlutverkinu í „La Dolce Vita" (Ljúfa lif) var hann blásnauður at- vinnuleysingi og fékk smám saman áðurnefnda upphæð í atvinnuleys- ingjastyrk. — Það er jú enginn glæpur, sem ég hef framið, segir Maroello bros- andi. Auk þess er margt gott um mig að segja. Ég reyki enn sömu ódýru sígarettumar eins og ég reykti á fá- tæktardögunum — og ég er enn kvæntur sömu konunnií LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.